Fréttablaðið - 28.09.2005, Blaðsíða 10
EFTIR STORMINN Rétt eins og systir henn-
ar Katrín skildi fellibylurinn Rita eftir sig
slóð eyðileggingar. Miklar skemmdir urðu
á mannvirkjum í Texas, 38 eru taldir hafa
týnt lífi og óttast er að þúsundir nautgripa
hafi drukknað.
10 28. september 2005 MIÐVIKUDAGUR
NOREGUR Vera má að Noregur
verði fyrsta aðildarríki Atlants-
hafsbandalagsins sem dregur sig
úr aðgerðum þess á meðan þær
standa ennþá yfir.
Vinstri flokkarnir í Noregi
vinna nú hörðum höndum að því að
semja nýjan stjórnarsáttmála og
hefur þegar komið fram að Jens
Stoltenberg, leiðtogi Verkamanna-
flokksins, telur að Norðmenn eigi
að kalla hermenn sína heim frá
Írak. Í höfuðstöðvum NATO í
Brussel velta menn því hins vegar
fyrir sér hvort Norðmenn hyggist
jafnframt hætta þátttöku í áætlun
bandalagsins um að þjálfa íraskar
öryggissveitir.
„Verkamannaflokkurinn leggst
gegn því að norskir hermenn verði
sendir til Íraks eða þjálfunarbúða
NATO. Hins vegar teljum við rétt
að heimila íröskum öryggissveit-
um að æfa sig í Jåttå við Stafang-
ur,“ sagði Marit Nybakk, talsmað-
ur flokksins í varnarmálum í sam-
tali við Aftenposten. Spurð hvort
Norðmenn myndu halda áfram að
greiða fé til verkefnisins sagði
Nybakk það alls óráðið.
Málið ætti að skýrast á næstu
dögum en fari svo að Norðmenn
ákveði að hætta þátttöku í NATO-
verkefni á meðan það stendur enn
yfir er það í fyrsta sinn sem það
gerist. - shg
KRISTIN HALVORSEN Sósíalíski vinstriflokk-
urinn leggst mjög gegn þátttöku Norð-
manna í Atlantshafsbandalaginu en hann
sest að líkindum í ríkisstjórn á næstunni
með Miðflokknum og Verkamannaflokkn-
um.
Gestir á fæðingardeildum:
Blátt bann
vi› hjalinu
BRETLAND Stjórnendur Calder-
dale Royal-sjúkrahússins í
Halifax í Englandi hafa sett
bann við að fólk hjali við og
stari á nýfædd börn annars
fólks á fæðingardeild sjúkra-
hússins.
Bannið er hluti af nýjum
starfsreglum þar sem kveðið er
á um að starfsfólk komi fram
við sjúklinga af fullri virðingu,
þar á meðal nýfædd börn, sam-
kvæmt fréttavef BBC.
Samtök um velferð barna
hafa hins vegar lagst gegn
banninu og segja mæðurnar
fullfærar um að ákveða hverjir
fái að skoða börnin. ■
Lok viðskipta Nordica og Baugs
Tölvupóstsamskipti Tryggva Jónssonar, þáverandi forstjóra Baugs, og Jóns Geralds Sullenberger á
vormánuðum 2002, þegar viðskiptum Baugs og Jóns Geralds var að ljúka. Samskiptin varða fjár-
hagslegt uppgjör Tryggva og Jóns Geralds vegna viðskipta Baugs og vöruhúss Jóns Geralds í
Bandaríkjunum. Tölur í hornklofum eru upphæðir í bandarískum dollurum reiknaðar yfir í íslensk-
ar krónur á núvirði.
Sæll Tryggvi minn. Svona lítur þetta út hjá okkur og
er þetta ekki gott mál. Þetta er sama skjal og ég lét
ykkur fá í byrjun ársins en á því var $2 milljóna
[126 milljónir kr.] áætlun og tapið um $90 þúsund
[5,7 milljónir kr.]. Þar sem þetta allt er búið að
dragast á langinn þá er þetta orðið mjög slæmt
mál, ég hef tvo kosti og er ég búinn að senda ykk-
ur þá. Framkvæmdastjórnin er búin að senda mér
sína niðurstöðu og tel ég hana mjög vanhugsaða
þar sem ekki var talað við mig, [nafni sleppt] né
[nafni sleppt] og ef ég fer með rétt mál þá hefur
enginn á þessum fundi flutt inn gáma frá Ameríku
og þar af leiðandi ekki neinar tölur um þann kostn-
að og vinnu sem til þarf til að framkvæma það
sem gert er hér. Láttu mig heyra frá þér sem fyrst
þar sem ég verð að geta útskýrt til bankans stöðu
mála.
Kveðja.
13. FEBRÚAR 2002
Tölvupóstur frá Jóni
Gerald til Tryggva:
14. FEBRÚAR 2002
Tölvupóstur frá Tryggva til
Jóns Geralds:
4. MARS 2002
Tölvupóstur frá Jóni
Gerald til Tryggva:
Sæll Tryggvi, takk fyrir póstinn. Í framhaldi af öllum þeim
fundum, samtölum og plönum okkar á milli, allt frá
1999 til dagsins í dag, þegar ákveðið var að fara út í það
að merkja vörurnar fyrir ykkur, þá tel ég mig búinn að
gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að þjóna ykkur
sem best, bæði viðskiptalega og persónulega. Á undan-
förnum mánuðum hef ég látið þig fylgjast grannt með
stöðu mála og rekstri Nordica. Það ætti þess vegna ekki
að koma á óvart hvernig staðan er hérna megin. Í stuttu
máli þá er staðan ekki góð og ég veit ekki hvað ég get
meira gert til þess að bæta ástandið eða halda áfram
rekstrinum á vöruhúsinu fyrir Baug.
Um mánaðamótin nóvember/desember fór ég til Íslands
og hitti meðal annars Jón Ásgeir og [nafni sleppt]. Ég
sagði þeim að með þessu áframhaldi yrði ég að loka hér
eða hækka álagninguna á okkar vörum um 6 prósent
miðað við sölu upp á $1,5 milljónir [94,6 milljónir kr.]
fyrir árið 2002. Hins vegar voru svör þeirra að þeir ætl-
uðu að hafa samband við mig og vera búnir að ákveða
einhvert plan því þeir vildu halda þessu áfram hérna
megin.
Þá var ákveðið að þangað til skyldi ég halda sömu álagn-
ingu og var 9,7 prósent. Í framhaldi af því ákváðum við
að setja deadline dagsetningu 10. febrúar fyrir feedback
af þeirra hálfu. Jón Ásgeir ætlaði að svara mér tveimur
dögum seinna og [nafni sleppt] ætlaði að koma með
einhver plön fyrir 10. febrúar eins og áður var sagt en í
dag er 13. febrúar og ég hef ekkert fengið hvorki frá Jóni
Ásgeiri eða [nafni sleppt].
Mér er því mikið í mun að fá að vita hvað þú vilt ræða á
þessum fundi næstu viku. Tryggvi minn, þar sem komið
er fram í miðjan febrúar hef ég engan annan kost nema
að loka hérna nema að þið komið með einhverja lausn
á þessu máli og 20. febrúar verður þá of seint fyrir mig.
Ískaldar kveðjur frá Miami, Jón Gerald.
Sæll Jón. Samkvæmt mínum kokkabókum hafa mál þróast með
eftirfarandi hætti og ég vona að þú sért sammála þeirri lýsingu.
1. Haustið 1999 opnaðir þú vöruhúsið eftir áeggjan okkar, því
kröfur voru komnar um merkingar á innfluttum matvælum frá
USA.
2. Salan á árinu 2000 var minni en gert hafði verið ráð fyrir. Í
framhaldi af því létum við þig fá $80-100 þúsund [5 milljónir
kr.] (þú ert sjálfsagt með þá tölu).
3. Við Jón Ásgeir hittum þig í janúar 2001 til að ræða viðskiptin
á því ári sem var að fara í hönd. Að þínu mati þurfti veltan að
vera $2 milljónir [126 milljónir kr.] sem var tvöföldun frá fyrra
ári. Ég taldi að hún þyrfti að vera $3 milljónir [189 milljónir
kr.] en þar sem þú varst einnig með aðra sölu taldir þú að
þessar $2 milljónir [126 milljónir kr.] dygðu. Við lofuðum þér
að veltan yrði að minnsta kosti sú fjárhæð, en við myndum
stefna að $3 milljónum [189 milljónum kr.].
4. Illa gekk að klára áætlunina þrátt fyrir að við þrír (Jón Ásgeir,
ég og [nafni sleppt]) legðum mikla áherslu á það. Aðrir fram-
kvæmdastjórar voru ekki eins seldir á hugmyndina, nema þá
helst [nafni sleppt].
5. Síðasta haust, þegar þú komst hingað, ræddi ég við þig og
sagði þér að við myndum ná þessum $2 milljónum [126 millj-
ónum kr.]. Það byggði ég á þeim upplýsingum sem ég hafði.
Síðar kom í ljós að við vorum langan veg frá því, því miður.
6. Við munum að sjálfsögðu standa við það að bæta þér upp
framlegðina sem á vantar upp í $2 milljóna [126 milljóna kr.]
sölu.
7. Ástæðan fyrir því að ég lagði til að hitta þig á Orlando mið-
vikudaginn 20. febrúar er annars vegar til að fara yfir stöðuna
með þér, það er ef ekki dugar að fá mismuninn upp í $2
milljóna [126 milljóna kr.] söluna, og hins vegar að fara yfir
önnur mál sem eru enn ókláruð. Eins þarf að fara yfir fram-
haldið á viðskiptum við Baug, hvort og þá hvernig að þeim
verður staðið. Bið að heilsa [nafni sleppt].
Kveðja Tryggvi.
Nöfn þeirra sem ekki tengjast málinu með beinum hætti hafa verið fjarlægð.
Framhald tölvupóstsendinga á milli Jóns Geralds og Tryggva birtast í Fréttablaðinu á morgun.
LÖGREGLUFRÉTTIR
HJÓLHÝSI FÝKUR Stórt hjólhýsi
fauk um koll í hávaðaroki á tjald-
svæði í Skagafirði á mánudags-
morgun. Engin slys urðu á fólki,
en hjólhýsið er ónýtt.
INNBROT Tvö innbrot voru fram-
in í Reykjavík í fyrrinótt. Upp úr
klukkan fimm var lögreglunni til-
kynnt um innbrot í Europris á
Fiskislóð. Þar hafði rúða verið
brotin, og fimm flatskjám stolið.
Um svipað leyti var tilkynnt um
annan þjófnað úr Tæknibæ í Skip-
holti, þar sem hurð hafði verið
spennt upp og hörðum tölvudisk-
um stolið. Málin eru í rannsókn.
BÍLVELTA Flutningabíll valt á Suð-
urlandsveginum við Rauðavatn
um sexleytið í gærmorgun. Öku-
maðurinn var fluttur lítið slasað-
ur á slysadeild, en bíllinn var
fjarlægður með kranabíl.
Slökkviliðið í Reykjavík hreinsaði
olíu af veginum, og er lögreglan
að rannsaka orsök slyssins.
Stjórnarmyndunarviðræður í Noregi standa enn yfir:
fiátttaka í NATO umdeild
Samtök ferðaþjónustunnar:
Fagna n‡ju
tónlistarhúsi
SKIPULAGSMÁL „Við höfum eindreg-
ið fagnað þessari framkvæmd og
óttumst ekki að þessi nýja ráð-
stefnuaðstaða komi til með að
skerða viðskipti hjá þeim sem nú
þegar reka slíka aðstöðu,“ segir
Erna Hauksdótt-
ir, framkvæmda-
stjóri Samtaka
f e r ð a þ j ó n u s t -
unnar.
Erna segir að
hið nýja tónlist-
arhús verði
hugsanlega til
þess að beina
meiri athygli að
landinu sem
góðum valkosti
til að halda ráðstefnur og gæti
ennfremur orðið til þess að
dreifa úr háannatímanum í ferða-
þjónustu. - saj
ERNA HAUKSDÓTT-
IR Framkvæmda-
stjóri Samtaka
ferðaþjónustunnar.
4. MARS 2002
Tryggvi svarar
samdægurs:
Sæll Jón. Ég þarf aðeins betri og ítarlegri skýringar. Þegar þú hringdir í
mig á laugardag sagðir þú að við værum með opna ábyrgð hjá þér upp
á 30-40 milljónir króna. Á bak við þær væru ekki vörukaup, því þú
hefðir þurft að taka lán til að greiða taprekstur undanfarinna ára. Er
þetta rétt skilið hjá mér?
Ég þarf því að sjá uppgjörin fyrir þessi ár, það er rekstrar- og efnahags-
reikninga og skýringar. Þetta kemur okkur verulega á óvart. Eins og
málið lítur út gagnvart mér (byggt á þeim upplýsingum sem ég hafði
fengið fram til laugardags) þá er það svona:
1. Þú opnaðir vöruhúsið 1999 og að þinni sögn fékkst samþykki eða
blessun Jóns Ásgeirs fyrir því. Á sama tíma dregst salan hjá þér sam-
an og þú lendir í taprekstri. Þegar við hittumst í maí 2000 er ákveðið
að greiða þér $80.000 [5 milljónir kr.] til að standa undir því ári.
2. Við hittumst síðan í janúar 2001. Þá kemur fram (var raunar komið
fram áður) að salan var langt undir væntingum. Þú þurftir því $2
milljóna [126 milljóna kr.] sölu til að standa undir rekstrinum.
3. Í síðasta mánuði kemur fram (og var raunar löngu komið fram) að
salan 2001 gekk ekki eftir. Salan var $1,3 í stað $2,0 [82 milljónir kr. í
stað 126 milljóna kr.]. Munurinn hér er $700 þúsund [44,1 milljónir
kr.] og til þess að bæta þér upp þann framlegðarmissi sendum við
þér $50 þúsund [3,2 milljónir kr.]
Nú er sem sagt staðan sú, ef ég hef skilið laugardagssímtalið rétt, að
þrátt fyrir þessar $130 þúsund [8,2 milljónir kr.] hefur þú nýtt ábyrgðir
okkar til að taka lán til að mæta rekstrartapi síðustu ára. Þýðir þetta, ef
ekkert er gert, að við fáum í hausinn kröfur að fjárhæð $300-$400 þús-
und [18,9-25 milljónir kr.]? Ég hlýt að vera að misskilja eitthvað. Í guð-
anna bænum útskýrðu það fyrir mér sem allra fyrst.