Fréttablaðið - 28.09.2005, Síða 18

Fréttablaðið - 28.09.2005, Síða 18
Um daginn var ég staddur í einu af fátækustu hverfum Berlínar. Um það bil fimmti hver maður í borginni er án atvinnu og í þessu hverfi er hlutfallið mun hærra. Ekki ólíklegt að nær helmingur frískra manna í þess- um borgarhluta þurfi að takast á við lífið án þess að hafa nokkru sinni sæmilega og stöðuga at- vinnu. Svona hverfi er að finna í mörgum stórum borgum á meg- inlandi Evrópu, sem betur fer þó ekki í þeim öllum. Í þessum hverfum er að finna botninn á hinum ríku samfélögum álfunn- ar. Hversu dapurleg sem þessi hverfi eru þá eru þau líka áminning um annað. Botninn lít- ur öllu verr út alls staðar annars staðar í heiminum. Fátækustu hverfi Berlínar, London, Parísar og annarra stórborga Vestur- Evrópu eru lítið lík fátæktar- hverfum amerískra borga að ekki sé minnst á slík á hverfi utan Vesturlanda. Fáir Banda- ríkjamenn sem heimsæktu fá- tækustu hverfi evrópskra borga myndu hreinlega trúa því að þeir væru að horfa á botninn á evrópsku samfélagi. Það er ekki aðeins að skárri mynd blasi við augum í fátæk- um hverfum Evrópu en annars staðar heldur er líka gagnger munur á því sem síður sést. Að- gangur að sæmilegri heilsu- gæslu, þokkalegri menntun og opinberri þjónustu er með allt öðrum hætti en þekkist í fátæk- um hverfum Bandaríkjanna að ekki sé talað um aðra heims- hluta. Barnadauði er líka miklu lægri á fátækum svæðum Evr- ópu en í bandarískum stórborg- um og langlífi manna meira. Fyrir hina fátæku sker Evrópa sig gersamlega frá öðrum hlut- um heimsins. Það eru heldur ekki aðeins þeir fátæku sem hafa það betra í Evrópu en annars staðar í ver- öldinni. Fyrir nokkru las ég stutta grein í uppáhaldsblaðinu mínu, Financial Times. Nafn greinarinnar sagði allt um efni hennar: Europe’s dirty little secret: It is doing rather well. Greinarhöfundur sagði að Evr- ópumenn, sem eru tíundi hluti jarðarbúa, eigi 40% af auðlegð heimsins, sem er raunar líklega ofáætlun, og bæti hag sinn á hverju ári þótt vöxtur sé hlut- fallslega minni en í Asíu. Hann benti líka á að þrátt fyrir alla angistina yfir áhrifum hnatt- væðingar væri Þýskaland ný- lega orðið stærsta útflutnings- hagkerfi heimsins, stærra en Japan, Bandaríkin og Kína. Mörg landanna sem koma næst þar á eftir eru líka í Evrópu. Kínverskur ráðherra hafði bent honum á að Kína þyrfti að selja hundrað milljón skyrtur til að borga fyrir eina Airbus-flugvél. Velgengni Evrópu, sem Evr- ópumenn virðast raunar ótrú- lega sannfærðir um að sé ekki til staðar, byggist heldur ekki á striti. Bandaríski nóbelsverð- launahafinn Paul Krugman benti á fyrir nokkru að það væri í Evrópu en ekki í Bandaríkjun- um þar sem mest verðmæti sköpuðust fyrir hverja unna stund og að framleiðnin væri einna hæst í Frakklandi. Þar kjósa menn hins vegar stuttan vinnutíma til að eiga meiri tíma fyrir fjölskyldur sínar. Með þessu var Krugman auðvitað að stríða repúblikönum sem hafa sérstaka andúð á Frökkum, fæð- ingarorlofum og fríum en gefa sig út fyrir að vera mestu áhugamenn á jörðinni um vel- ferð fjölskyldna. Það sem leitaði þó mest á hugann í þessu fátæka hverfi í Berlín voru sjónvarpsmyndirn- ar sem ég hafði horft á fáum dögum áður frá New Orleans. Það eru auðvitað margar ástæð- ur fyrir því að Bandaríkin eru svo skipt samfélag að menn eru skildir eftir í neyð og þeir sem eftir verða bregðast við með því að ráðast hver á annan. Ástæð- urnar eru pólitískar, sögulegar og menningarlegar. Í grunninn snúa þær þó að því hvernig menn vilja skipuleggja sam- félagið. Bandarískur dálkahöf- undur sagði nýlega að munurinn á Bandaríkjunum og Evrópu snerist um muninn á viðhorfum til þess hvernig tryggja ætti ör- yggi borgaranna. Vestanhafs litu menn svo á að ríkið hefði til- tölulega lítið hlutverk þegar kæmi að öðrum þáttum en lög- gælsu og hervörnum en í Evr- ópu ríktu önnur viðhorf sem byggðu á hugmyndum um al- mennara öryggi með efnalegri og félagslegri samtryggingu. Þrátt fyrir mestu velmegun, velferð og öryggi í heimi og til muna stystan vinnutíma al- mennings verður ekki sagt að fréttir frá álfunni endurspegli almenna ánægju. Á því eru vafalítið margar skýringar. Sumar þeirra eru efnislegar en aðrar lúta frekar að umræðuhefð og lögmálum fjölmiðlunar. ■ Davíð Oddsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, yfirgafráðherrastólinn í gær við nokkuð sérstakar aðstæður, ogeftir nokkrar vikur lætur hann af störfum sem formað- ur Sjálfstæðisflokksins. Eitt aðalatriðið í viðtali hans við blaða- og fréttamenn að loknum síðasta ríkisstjórnarfundinum voru þau mál sem sett hafa svip á umræðuna frá því um helgi, og hafa skapað sérstakt andrúmsloft í þjóðfélaginu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Davíð og Baugsmál vekja undrun manna, en kannski aldrei sem nú. Með brotthvarfi Davíðs Oddssonar úr ríkisstjórn verða þáttaskil í íslenskum stjórnmálum og búast má við að stjórn- málaumræðan breytist, en hvernig, verður framtíðin að skera úr um. Davíð hefur oft látið að sér kveða svo eftir verður mun- að, en dagurinn í gær var langt frá því að vera toppurinn á ann- ars glæsilegum ferli hans. Geir H. Haarde hefur nú tekið við embætti utanríkis- ráðherra og í raun hefur hann tekið við leiðtogahlutverki Sjálf- stæðisflokksins nú þegar, því það er enginn sem ógnar honum við formannskjörið á landsfundi flokksins í næsta mánuði. Geir H. Haarde er vel að embætti utanríkisráðherra kominn. Telja má víst að Þorgerður Katrín Gunnardóttir verði kjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins, með fullri virðingu fyrir keppinaut hennar, Kristjáni Þór Júlíussyni bæjarstjóra á Akur- eyri. Með því að gefa kost á sér til embættis varaformanns, er Kristján Þór að minna á sig sem þingmannsefni fyrir Norðaust- urkjördæmi. Ráðherrana sem nú skipta um stóla grunaði líklega ekki við þinglok í vor að næst þegar þeir kæmu til Alþingis, sætu þeir ekki í sömu stólum og þeir yfirgáfu í maí. En svona eru stjórn- málin. Fyrst Davíð ákvað að hafa vistaskipti var það rökrétt framhald að Geir H. Haarde tæki við embætti utanríkis- ráðherra, en mörgum hefur áreiðanlega komið á óvart að Árni M. Mathiesen tæki við embætti fjármálaráðherra. Árni tekur við embættinu núna þegar fjárlagafrumvarpið er að fara í prentun. Nýs fjármálaráðherra bíður hins vegar mikið og vandasamt verkefni við að halda ríkisfjármálunum í réttum skorðum á miklum þenslutímum. Hann þarf að vera maður til að segja nei við mörgum nauðsynlegum verkefnum, sem óskað verður eftir fjárveitingum fyrir. Bolvíkingurinn Einar Kristinn Guðfinnsson tekur nú við embætti sjávarútvegsráðherra. Það er vonum seinna að hann skuli setjast í ráðherrastól, en skipting virðingarembætta innan stjórnmálaflokka hefur oft farið eftir kjördæmum, og Einar Kristinn galt þess við síðustu stjórnarmyndun, að fyrir var í kjördæminu ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Einar Kristinn hef- ur ekki alltaf verið nákvæmlega á flokkslínunni hvað varðar sjávarútvegsmálin því hann hefur þurft að tala röddu óánægðra Vestfirðinga í þeim málum. Nú þegar þeir hafa eignast sjávar- útvegsráðherrann eiga þeir betur með að koma skoðunum sín- um á framfæri, en sjávarútvegsstefnan er í föstum skorðum, þess er ekki að vænta að núverandi valdhafar geri þar á stórar breytingar. 28. september 2005 MIÐVIKUDAGUR SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Nýtt ráðuneyti Halldórs Ásgrímssonar tók við völdum í gær. Stólaskipti og n‡r rá›herra FRÁ DEGI TIL DAGS Alltaf einfalt www.ob.is 15 stöðvar! Leyndin yfir velgengni Evrópu Ekki í ríkisstjórn Sumir trúa því að höfuðpaurinn í þeim anga Baugsmálsins, sem fram fer utan réttarsalanna, sé „ónefndi maðurinn“ í tölvupóstum Styrmis Gunnarssonar og Jónínu Benediktsdóttur. Um það verður ekkert fullyrt hér. En kannski gæti am- eríski einkaspæjarinn, sem sagt er frá í Morgunblaðinu í gær, hjálpað til við rannsókn málsins. Alkunna er að spæj- arar vestanhafs hafa ýmis óhefðbundin ráð og tæki til að leiða í ljós áhugaverðar upplýsingar. Til eru þeir sem trúa því að „ónefndi maðurinn“ sitji í ríkisstjórn Ís- lands og stjórni þaðan að minnsta kosti einu dag- blaði, lögreglu, skattrann- sókn og tollstjóraembættinu. Þessi dálkur hefur fyrir því traustar heimildir að þessi ágiskun er röng. „Ónefndi maðurinn“ mun hafa verið valdamikill en hann situr ekki í ríkisstjórninni. Misnotkun Ónefndur maður, sem ekki þarf nauð- synlega að vera „ónefndi maðurinn“, skammaði á mánudaginn ríkisfjölmiðla fyrir að endurbirta uppljóstranir Frétta- blaðsins. Hann sagði að þeir hefðu látið misnota sig. Morgunblaðið pass- aði sig og var fyrir vikið ekki skammað. En svo virðist sem einn reyndasti blaðamaður þar á bæ, Björn Vignir Sig- urpálsson fréttaritstjóri, sjái eftir þessu. „Ég taldi að í greinum Styrmis væru all- ar upplýsingar sem þyrftu að vera þar, en get fallist á það eftir á að það hafi kannski verið yfirsjón að vera ekki líka með beinar fréttir upp úr Fréttablað- inu.“ Úff; eins gott að hvorki sá ónefndi né „ónefndi maðurinn“ sjái þetta! Þú hefur stjórnað Og þá er komið að hugrakka blaða- manninum, að sjálfsögðu ónefndum, sem segir í Morgunblaðinu í gær og beinir orðum sínum til Styrmis Gunn- arssonar: „Þú hefur stjórnað fréttaflutn- ingi af Baugsmálum á sama hátt og olíumálum og frumkvæði innlendrar fréttadeildar hefur verið sáralítið. Við getum haft ýmsar skoðanir á frétta- flutningi Fréttablaðsins en eins og þetta blasir við mér ert þú orðinn þátt- takandi í Baugsmálinu. Getur þú eftir sem áður haldið áfram að stýra frétta- flutningi okkar af þessum málum?“ gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprent- smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Í DAG EVRÓPA OG BANDARÍKIN JÓN ORMUR HALLDÓRSSON firátt fyrir mestu velmegun, velfer› og öryggi í heimi og til muna stystan vinnutíma al- mennings ver›ur ekki sagt a› fréttir frá álfunni endurspegli almenna ánægju.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.