Fréttablaðið - 28.09.2005, Page 20

Fréttablaðið - 28.09.2005, Page 20
Dýralæknanám er háskólanám sem tekur fimm og hálft til sex og hálft ár. Dýralækningar eru ekki kenndar hér á landi en hægt er að læra þær á hinum Norðurlöndunum og í ýmsum öðrum Evrópulöndum. Í þeim löndum þar sem dýralækningar eru kenndar eru þær taldar eitt erfiðasta námið á háskólastigi.[ ] ,,Enginn ætti að láta þetta framhjá sér fara. Á skipulegan og skjótvirkan hátt er hægt að margfalda lestrarhraða án þess að það bitni á skilning. Samfara lestri er námstækni sem nýtir aukin afköst lesturs og tryggir að það sem lesið er gleymist ekki,, Þorvaldur H. 24 ára lögfræðinemi. ....næsta námskeið hefst 11. október Skráning er hafin á www.h.is og í síma 586-9400 Viltu læra að nota ilmkjarnaolíur? Námskeið um meðferð og notkun ilmkjarnaolía er að hefjast. * Áhrif ilmkjarnaolía á líkama og huga * Blöndun og uppskriftir * Ítarleg umfjöllun um 20 algengar ilmkjarnaolíur * Vegleg námskeiðsmappa fylgir * Allt efni innifalið Leiðbeinandi á námskeiðinu er Rúna Björk Smáradóttir, ilmkjarnaolíufræðingur. Upplýsingar og skráning á www.palmarosa.is eða í síma 691 3129 (Rúna) Aukin ökuréttindi Nú er rétti tíminn til að afla sér nýrra atvinnumöguleika! Kennsla á leigu -, vöru -, hópbifreið og vörubifreið með eftirvagn. Næsta námskeið hefst 5. október. Upplýsingar og innritun í síma: 567-0300 Ökuskólinn í Mjódd Þarabakka 3 109 Reykjavík Netfang mjodd@bilprof.is www.bilprof.is fijónustulundin er fl‡›ingarmikil Margrét Reynisdóttir, mark- aðs- og stefnumótunarfræð- ingur er með klæðskerasaum- uð námskeið um hvernig framúrskarandi þjónusta verður til á vegum símenntar HR og Iðntæknistofnunar. Ég mun fjalla um mikilvægi þess að fólk sýni lipurð, nærgætni og kurteisi í þjónustustörfum. Það gildir jafnt um alla hvort sem það er lögfræðingur, læknir eða af- greiðslumanneskja á kassa í stór- markaði. Það er þjónustan sem yf- irleitt ræður vali neytandans þótt ótrúlega fáir virðist átta sig á því,“ segir Margrét er hún er spurð um umræðuefni námskeiðanna. Henni er greinilega mikið niðri fyrir og útskýrir efnið nánar. „Oft eru fleiri en eitt fyrirtæki með samskonar vöru. Þá getur það ver- ið framkoma afgreiðslufólks sem ræður því hvar neytandinn versl- ar. Síðan er það jákvæð umfjöllun tryggra viðskiptavina sem laðar að enn fleiri viðskiptavini. Allt leiðir þetta til þess að starfsmenn verða stoltir af vinnu sinni og hafa meiri ánægju af starfi sínu. Þetta mun ég leggja áherslu á á nám- skeiðinu,“ segir hún og heldur áfram á sömu nótum. „Þegar fyr- irtæki veita framúrskarandi þjón- ustu stuðlar það að tryggð sem leiðir til betri afkomu og vaxtar fyrirtækis. Ánægðir starfsmenn eru líklegir til að vera tryggir og afkastamiklir og starfsmanna- velta verður lægri en ella. Síðan geta fyrirtæki sem veita hágæða þjónustu verðlagt sig hærra en hin og eru ekki eins viðkvæm fyrir verðsamkeppni. Allt stuðlar þetta að bættri afkomu fyrirtækisins,“ segir Margrét sem hefur greini- lega heilmiklu að miðla. gun@frettabladid.is Ánægðir viðskiptavinir skipta öllu máli fyrir rekstur fyrirtækja. Þetta vita fisksalarnir á Sundlaugaveginum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Mælt og stika› í stær›fræ›i Nemendur Húsaskóla voru í smáhópum að leysa ýmis óvenjuleg stærðfræðiverkefni fyrri partinn í gær. Þeir létu ekki kuldann úti hafa áhrif á sig heldur voru líka utanhúss að mæla og stika, reikna út stærðir og hlutföll og saga út form. Stærðfræðiratleikur var á dagskránni og þar var nú betra að vera talnaglöggur til að ná góðum árangri. Eitt af því sem mælt var var fótastærð og gerð- ur var samanburður á fótastærð fólks milli bekkja. Eins og nærri má geta voru það miklir og flóknir útreikningar sem þarna áttu sér stað og voru kennararn- ir hæstánægðir með frammi- stöðu krakkanna. ■ FRÉTTAB LAÐ IÐ /G VA Dagur stærðfræðinnar var haldinn í Húsaskóla í Grafarvogi í gær. Þar fengu nemendur á miðstigi að leysa alls kyns þrautir. Ernir, Gunnlaugur, Daníel og Rúnar notuðu daginn í það að búa til líkan af húsi. Sigurður og Helgi leituðu einbeittir að formum í náttúrunni. Sandra Lind mældi hlutföll í andliti Söndru Mjallar með reglustiku.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.