Fréttablaðið - 28.09.2005, Page 32

Fréttablaðið - 28.09.2005, Page 32
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005 MARKAÐURINN8 NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI Hjálmar Blöndal skrifar Bill Gates hvatti á dögunum hugbúnaðarframleið- endur til að gera sig reiðubúna fyrir nýtt Windows-stýrikerfi. Á kynningarfundi sem Microsoft tölvurisinn stóð fyrir, sagði Gates að nýtt stýrikerfi og nýtt viðmót Office-pakkans myndi vekja athygli þegar vörurnar kæmu á markað seint á árinu 2006. „Þegar þessar vörur koma á markaðinn, munu þær valda byltingu,“ sagði Gates. Núverandi útgáfa af Windows, Windows XP, kom á markað undir lok ársins 2001 og hefur því liðið talsverður tími frá síðustu uppfærslu Windows. Gates sagði að ekki hefði liðið svo lang- ur tími áður á milli útgáfa af Windows, en Gates segir að þrýstingur hafi verið kominn frá hugbún- arframleiðendum um að uppfæra Windows til þess að þeir gætu gefið út nýjar útgáfur af hug- búnaði sínum. Nýja kerfið fær nafnið Windows Vista og sagði Gates að framundan væri stærsta markaðsátak í sögu Microsoft til að kynna nýja stýrikerfið fyrir neytendum. „Þetta er það stærsta sem við höfum gert síðan við settum Windows 95 á markað,“ sagði hann. Office-pakkinn, sem meðal annars hefur rit- vinnsluforritið Word og töflureikninn Excel, verður einnig uppfærður og verður tilbúinn á sama tíma og Windows Vista. Microsoft hefur þegar sýnt fjárfestum og forsvarsmönnum hug- búnaðarfyrirtækja hvernig nýju kerfin munu birtast notendum þeirra en þangað til undir árs- lok 2006 verður algjör leynd yfir Windows Vista og Office-pakkanum en hugbúnaðarframleiðend- ur hafa fagnað frumkvæðinu og bíða í ofvæni eft- ir að geta markaðssett sínar eigin vörur. BILL GATES STJÓRNARFORMAÐUR MICROSOFT -um víða veröld Galdurinn er að láta okkur vinna fyrir þig ÍS LE N SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S JO N 22 57 2 1 0/ 20 03 Skipasendingar Flugsendingar Hraðsendingar Vörumiðstöð Tollafgreiðsla Akstursþjónusta Útflutningur Kjalarvogi • Sími 535 8000 jonar@jonar.is • www.jonar.is JÓNAR TRANSPORT bjóða alhliða flutnings þjónustu í samstarfi við bestu flutnings aðila sem völ er á, bæði hérlendis og erlendis. Þéttriðið þjónustu net um allan heim tryggir flýti, öryggi, hagstæð gjöld og góða vörumeð höndlun frá verksmiðju vegg og heim í hlað. Sony tekur til Tíu þúsund manns látin fjúka á næstu árum. Sony-samsteypan hefur tilkynnt að tíu þús- und starfsmönnum um allan heim verði sagt upp á næstu tveimur og hálfu ári sem er um 7 prósent alls mannafl- ans en hjá fyrirtækinu vinna um 150 þúsund manns í áttatíu lönd- um. Fyrirtækið hefur einnig fyrir- ætlanir um að loka 11 af 65 verk- smiðjum sínum víðs vegar um heiminn. Að- gerðirnar koma í kjölfar ráðningar nýs framkvæmdastjóra samsteypunnar, Sir Howard Stringer, sem hefur stjórnað starfsemi Sony í Bandaríkjunum með góðum árangri. Hann er fyrsti framkvæmda- stjóri í 59 ára sögu fyrirtækisins sem ekki er af japönskum ættum. Sony er næststærsti raftækjafram- leiðandi heims á eftir Matsushita en hefur átt í erfiðleikum með að aðlagast breyttum aðstæðum á markaði og hef- ur smátt og smátt verið að missa hlutdeild til samkeppnisaðila á lykil- mörkuðum sínum. Til að mynda hefur fyrirtækinu, sem fann upp vasadiskóið á sínum tíma, reynst tilkoma iPod frá Apple sérstaklega erfið. - hhs Microsoft hannar Windows vista Hugbúnaðarframleiðendur fagna frumkvæðinu. Sápuleikur í farsímann Tölvuleikjaframleiðandinn Gameloft vinnur nú að gerð far- símaleiks úr unglingasápunni O.C. sem hefur notið mikilla vinsælda um allan heim. Leik- urinn verður af svipuðu sniði og tölvuleikurinn Sims, en spil- arinn tekur sér hlutverk einnar af fjórum aðalpersónum þáttar- ins eða skapar sér sína eigin og þarf að klæðast á réttan hátt, komast inn í réttu klíkurnar, eignast rétta elskhugann og annað til að reyna að passa inn í hópinn. Gameloft er þekkt fyrir farsímaleiki byggða á Hollywood-efni og hefur meðal annars skapað leiki byggða á kvikmyndunum King Kong og War of the Worlds. -hhs MISCHA BARTON Leitarvélin Google og sjónvarps- stöðin UPN, sem er hluti alþjóð- lega fjölmiðlafyrirtækisins Vi- acom Inc., hafa náð samkomulagi um að frumsýna nýja gaman- þætti grínistans Chris Rock á leitarvélinni Google. Þættina, sem byggja á uppvaxtarár- um leikarans, má nálgast á vefsíðunni http://vid- eo.google.com/chris frá og með næsta mánudegi. Leitarvélar á borð við Google og Yahoo! keppast nú um efni frá framleiðendum frétta, sjónvarpsþátta og kvikmynda til að sýna á síðum sínum. Sum- ir framleiðendanna eru þó treg- ir til að láta efni af þessu tagi til leitarvélanna af ótta við að aug- lýsingatekjur minnki og notend- um heimasíðna þeirra fækki. Chris Rock á Google UPN og Google hafa gert samning um frumsýn- ingu á nýjasta gamanþætti Chris Rock. GRÍNISTINN CHRIS ROCK Frumsýning á sjón- varpsþáttaröð um uppvaxtarár Chris Rock verður hægt að nálgast í gegnum leitarvél Google.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.