Fréttablaðið - 28.09.2005, Side 36

Fréttablaðið - 28.09.2005, Side 36
Undanfarið hafa erlendir aðilar gefið út skuldabréf í íslenskum krónum fyrir rúmlega fimmtíu milljarða króna en í gær var útgáfan komin alls í 57,5 milljarða króna. Skuldabréfaútgáfan vakti að vonum athygli þeg- ar hún hófst og markaðsaðil- ar velta nú fyrir sér áhrifum af skuldabréfaútgáfunni fyr- ir íslenska hagkerfið. Ekki síst velta margir fyrir sér stöðu íslensku krónunnar og áhrifum skuldabréfaútgáf- unnar á krónuna, vexti og aðra meginþætti sem þykja fyrirferðarmest- ir við hagstjórn og hafa hvað mest áhrif í ís- lensku viðskiptalífi. VEXTIR OG ÁHÆTTA Margir velta því fyrir sér hvers vegna er- lendir aðilar hafa áhuga á því að gefa út skuldabréf í íslenskum krónum og hvers vegna hún verði svo áberandi nú um stundir. Ljóst er að ýmsir þættir í íslensku hagkerfi eru útgefendum skuldabréfanna hagstæðir, einkum millibankavextir svo og gengi ís- lensku krónunnar. Skuldabréfin eru gefin út til að afla láns- fjármagns og ræðst verðmæti skuldabréfsins af framboði og eftirspurn, lánstíma, ávöxtun- arkröfu markaðarins og fleiri þáttum. Skuldabréfin sem hér um ræðir eru svokölluð markaðsskuldabréf og í raun einföld skulda- viðurkenning skuldarans til lánveitandans og ganga kaupum og sölum á verðbréfamarkaði. Vextir bréfanna ákvarðast svo af framboði og eftirspurn en einnig má færa rök fyrir því að þeir taki mið af vöxtum ríkisskuldabréfa í viðkomandi landi og verður vikið að síðar. En af hverju skyldu einhverjir gefa út skulda- bréf í íslenskum krónum? Hinir svokölluðu millibankavextir í ís- lenskum krónum (REIBOR) eru talsvert hærri en millibankavextir með Evrur (EURI- BOR). Tólf mánaða REIBOR-vextir mælast nú 9,9 prósent á meðan millibankavextir með MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005 MARKAÐURINN12 Ú T T E K T Skuldabréfaútgáfa erlendra aðila hefur vakið athygli að undanförnu. Nokkrir af stærstu bönk- um heims eru nefndir sem útgefendur skuldabréfanna og upphæðirnar skipta tugum millj- arða. Hjálmar Blöndal kannaði hvað býr að baki. Fr ét ta bl að ið /G VA Kaupandi Upphæð Uppgjörsdagur Vextir Gengi Útgáfudagur Söluaðili Lánshæfi Skráningarstaður Eksportfinans ASA 9 7.9.2007 8,50% 100,573 7.9.2005 TD Securities Aaa/AA+ Republic of Austria 9 15.9.2006 9,00% 100,72 15.9.2005 TD Securities Aaa/AAA/AAA Lux Barclays Bank Plc 1,5 15.9.2006 9,00% 100,75 15.9.2005 Barclays Bank Aa1/AA Lux Dresdner Bank 5 15.9.2006 9,25% 99,77 15.9.2005 Dresdner Bank AG A1/A/A KfW 6 20.9.2007 8,25% 100,91 20.9.2005 TD Securities Aaa/AAA/AAA Lux Rabobank Nederland 9 22.3.2007 8,625% 100,625 21.9.2005 TD Securities Aaa/AAA Lux Íslandsbanki 1 21.9.2007 8,50% 100 21.9.2005 Deutsche Bank 5 29.9.2006 8,00% 98,55 29.9.2005 Deutsche Bank Aa3/AA- Íslandsbanki 3 4.10.2006 9,00% 100 4.10.2005 DZ Bank A1 Lux EIB 6 6.10.2008 7,00% 100,5375 6.10.2005 TD Securities Aaa/AAA/AAA Lux Kaupthing Bank 3 12.4.2007 8,00% 100,09 12.10.2005 Deutsche Bank A1 Samtals 57,5 Greitt 34,5 Eftirstöðvar 23 Heimild: KB banki S K U L D A B R É F Í Í S L E N S K U M K R Ó N U M G E N G I S S K R Á N I N G A R V O G K R Ó N U N N A R USD 23,03% GBP 12,1% CAD 1,1% DKK 8,13% NOK 6,04% JPY 3,38% EUR 41,14% CHF 1,21% SEK 3,87% Skuldabréfaútgáfan heldur GENGISSKRÁNINGARVOG ÍSLENSKU KRÓNUNNAR Evran hefur hlutfallslega mest vægi í gengisvísitölunni. Gengisvísitalan byggir á samsetningu utanríkisviðskipta ársins 2004.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.