Fréttablaðið - 28.09.2005, Page 38

Fréttablaðið - 28.09.2005, Page 38
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005 MARKAÐURINN14 F Y R I R T Æ K I F Ó L K Á F E R L I Tómas Tómasson, athafnamaður með meiru og aðaleigandi Ham- borgarabúllu Tómasar, þrífst á fleygum setningum og máltækj- um. Ein þeirra setninga sem eru í miklu uppáhaldi hjá honum er höfð eftir Vince Lombardi, goð- sagnakenndum þjálfara í amer- íska fótboltanum: „Heiðarleiki er ekki besti kosturinn. Heiðarleiki er eini kosturinn.“ Árið 1985, í upphafi ferils Tómasar, brá hann sér til London til að sinna viðskiptaerindum. Í leiðinni heimsótti hann þónokkrum sinnum bílasölu sem seldi notaða Rolls Royce- og Bentley-bíla því hann hafði auga- stað á '68 árgerð af Bentley sem þar var til sölu. Eigandi bílasöl- unnar var virðulegur eldri mað- ur að nafni Frank Dale sem hafði verið í viðskiptum í áratugi. Frank þessi átti meðal annars hinn gullna Rolls Royce í kvik- myndinni Goldfinger sem marg- ir kannast við. Það varð úr að Tómas keypti draumabílinn og flutti inn til Íslands, þann fyrsta sinnar tegundar á landinu. Þegar þeir Tómas voru búnir að ganga frá kaupunum bað Tómas gamla manninn að gefa sér, ungum manninum sem væri að hefja viðskiptaferil sinn, eitt heilræði. „Herra Tómasson – heiðarleiki!“ sagði sá gamli um hæl og hafði ekki um það fleiri orð. Tómas segir að því meira sem hann hugsi um þetta heilræði og eftir því sem tíminn líði geri hann sér betur grein fyrir því hversu dýr- mætt það er. „Það er svo mikil- vægt að manni sé treyst í við- skiptum því það tekur mörg ár að byggja upp traust en aðeins nokkrar sekúndur að brjóta það niður.“ - hhs B E S T A R Á Ð I Ð „Það er mikið fjör á fyrirtækjamarkaði og alltaf að verða líflegra. Bjartsýnin er mikil í þjóðfélaginu og fyrirtækjum gengur almennt vel,“ segir Jens Ingólfsson rekstrar- hagfræðingur. Kontakt að- stoðar við að miðla fyrir- tækjum til kaups og sölu. Margir starfs- manna fyrirtækisins hafa þó langa reynslu af fyrirtækjasölu og eru margir kaupendur, sem eru að leita að góðum fyrirtækjum, á skrá hjá því. Fyrir tíu til fimmtán árum síðan þá þekktist það varla að menn væru að selja fyr- irtækin sín. Í dag þykir það aftur á móti eðli- legt; alveg eins og menn skipta um vinnu þá skipta menn um fyrirtæki. Um þessar mund- ir er algengt að fyrirtæki séu í stækkunar- hugleiðingum og leiti að ytri vexti. Enn frem- ur er mikið um það að reynslumiklir einstak- lingar séu að leita sér að fyrirtækjum. „Flest íslensk fyrirtæki eru af óhag- kvæmri stærð. Fyrirtæki sem eru að velta 200 milljónum sjá að 400 milljóna króna velta er betri og sá sem rekur fyrirtæki, sem velt- ir 400 milljónum, sér að 600 milljónir eru betri. Því er eðlilegt að fyrirtækin séu að stækka.“ KAUP SKYNSAMLEGRI Það er draumur margra Íslendinga um að vera sjálfs síns herrar og fara út í rekstur. „Við fá- umst við nokkuð stór fyrirtæki og fáum því til okkar aðila sem hafa reynslu af rekstri og bol- magn til að takast á við þessi verkefni. Þú get- ur ekki keypt alvöru fyrirtæki nema þú hafir talsvert eigið fé. Einnig verður maður að hafa rétta vangasvipinn fyrir bankann til að fá lán,“ segir Jens hlæjandi. Er skynsamlegra að kaupa fyrirtæki en að stofna það frá grunni? „Já, það er augljóst. Ástæðan fyrir því að menn kaupa fyrirtæki er auðvitað sú að það er hagkvæmara en að stofna þau frá grunni. Margir átta sig ekki al- veg á þessu. Það tekur ákveðinn tíma fyrir fyrirtæki að komast upp í ákveðna veltu til að skila hagnaði. Með því að kaupa fyrirtæki, sem skilar rekstrarhagn- aði, þá er maður með jákvætt sjóðsstreymi frá fyrsta degi.“ Jens segist ekki muna eftir fyrirtækjakaupum á síð- ustu árum sem hafi mistekist. Þetta gengur yfirleitt vel upp, jafnvel þegar menn eru sagðir hafa keypt fyrirtæki dýru verði. SEXÍ FYRIRTÆKI Að sögn Jens þarf þrennt að koma til áður en maður finnur rétta fyrirtækið. Í fyrsta lagi þarf hagfræðin að vera í lagi, fyrirtækið verð- ur að vera með rekstrarsögu, sýna rekstrar- hagnað (EBITDA) og vera fjármögnunarhæft. Þessi þáttur er yfirleitt alltaf í lagi þegar al- vöru fyrirtæki eiga í hlut. Í öðru lagi verður fé- lagið að vera sexí og eitthvað sem kaupandinn vill gera. Í þriðja lagi verða hugsanlegir kaup- endur að sjá möguleika að gera betur í rekstrinum en núverandi eigendur. „Það sem er ef til vill mikilvægast af þessu þrennu er annar liðurinn – að fyrirtækið sé sexí – því að það sem er sexí fyrir einn er ekki fyrir annan. Mesti vandinn er alltaf að finna hvað það er sem þig langar í. Um leið og við finnum hverjar þarfir kaupandans eru þá erum við tiltölulega fljótir að finna eitthvað gott dæmi.“ Jens er spurður hvers konar fyrirtæki séu eftirsóttust. „Ef matvöruheildverslun eða framleiðslufyrirtæki með matvörur kæmi á markað þá myndi það ekki stoppa lengi. Stórir aðilar á þessum markaði, eins og heildsölur, eru mjög vakandi fyrir viðbótum af þessu tagi.“ SEXFÖLD EBITDA Hérlendis er einkum miðað við EBITDA-marg- feldi við verðlagningu á fyrirtækjum. Hugtak- ið EBITDA stendur fyrir rekstrarhagnað fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta. Það getur farið nokkuð eftir stærð fyrirtækisins og starf- semi þess hvaða tala er notuð en hún geti ver- ið frá fjórfaldri EBITDA upp í tólffalda. Oft er miðað við að fyrirtæki gangi kaupum og sölum fyrir sexfaldan rekstrarhagnað. Þegar komið er út í hærra margfeldi getur verið erfitt að fjármagna kaupin. „Maður sér ekki hærra margfeldi nema þegar fyrirtæki eru að kaupa önnur fyrirtæki og sjá mikil samlegðaráhrif.“ „Þegar litið er á EBITDA þá er hún ekki tek- in hrá heldur leiðrétt. Ef fyrirtæki er í eigin húsnæði þá vantar húsnæðiskostnað. Launa- kostnaður er oft leiðréttur þar sem eigendur taka oft laun í gegnum arð. Þá þarf að skoða hvort einkaneysla sé fyrir hendi sem er algeng þegar fyrirtæki eru í eigu eins eða fáeinna að- ila,“ segir Jens. Hann er ekki á því að verð á fyrirtækjum hafi hækkað á milli ára. Seljendur hafa í dag kannski fleiri kaupendur en áður. „Sumir vilja meina að verð á fyrirtækjum sé hátt miðað við fyrirtæki í Englandi og á Norðurlöndunum þar sem hægt er að kaupa fyrirtæki á mjög góðu verði. Ég tel hins vegar að verðið sé ekki of hátt.“ Það sem hefur haft meiri áhrif er að fjár- mögnun er orðin auðveldari. „Í dag er mjög al- gengt að stærri fyrirtæki séu fjármögnuð að fjórðungi með eigið fé á móti skuldum. Þá get- ur ávöxtun eigin fjár orðið mun betri en ef eig- endurnir leggja meira af mörkum. Lánsfé er oft á sjö til átta prósenta vöxtum. Eftir því sem lánsfé er hærra hlutfall af kaupunum því hærra verð er hægt að borga við kaupin,“ segir Jens að lokum. Kontakt fyrirtækjaráðgjöf Eigendur: Brynhildur Bergþórsdóttir, rekstarhagfræðingur ásamt fleirum. Starfsmenn: 5. Höfuðstöðvar: Suðurlandsbraut 4. Skynsamlegra að kaupa en stofna Fyrirtæki leitast við að stækka þessa dagana en jafnframt eru einstaklingar með augun opin fyrir góðum fyrirtækjum. Jens Ingólfsson, rekstarhagfræðingur hjá Kontakt fyrirtækjaráðgjöf, segir við Eggert Þór Aðalsteinsson að rekstrarumhverfi fyrirtækja sé gott og aldrei hafi verið auðveldara að fjármagna fyrirtækjakaup. Mikilvægt er þó að átta sig á því hvers konar fyrirtæki henti hverjum og einum. GUNNAR GUNNARSSON verður sérfræð- ingur á sviði fjármála og reikningshalds Atlantis Group. Hann hefur unnið hjá Deloitte síðan 2003 við endurskoðun og reikningshald. Hann er 32 ára viðskipta- fræðingur og er kvæntur Írisi Rut Árna- dóttur, starfsmanni Íslandspósts. Þau eiga tvo drengi. ÞÓRDÍS SIGURÐARDÓTTIR hefur verið ráðin sem Forstöðumaður Nordic Fjár- festinga hjá Baugi Group hf. frá og með 1. október 2005. Þór- dís tekur við stöð- unni af Baldri Bald- urssyni sem hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Futura sem er rekstraraðili Dominos Pizza á Íslandi og í Danmörku. Þórdís var áður framkvæmdastjóri MBA-náms við Háskólann í Reykjavík auk þess sem hún gegndi stöðu aðstoð- arprófessors. Áður en Þórdís tók til starfa hjá Háskólanum í Reykjavík var hún aðstoðarmaður framkvæmdastjóra EJS og stýrði starfsmannahaldi fyrir- tækisins. Þórdís hefur undanfarna mánuði m.a. annast ráðgjafastörf hjá OgVodafone. Hún situr í stjórnum fyrirtækjanna Mosaic Fashions, Haga hf. og Merlin. Þórdís Sigurðardóttir lauk MBA-prófi árið 2001 í Vlerick í Belgíu. Hún er einnig með M.A. próf í félagsfræði og B.A. próf í stjórnmálafræðum. BALDUR BALDURSSON hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra Dominos pizza á Íslandi. KONTAKT FYRIRTÆKJARÁÐGJÖF „Ástæðan fyrir því að menn kaupa fyrirtæki er auðvitað sú að það er hagkvæmara en að stofna þau frá grunni,“ segir Jens Ingólfsson, rekstrarhagfræðingur hjá Kontakt fyrirtækjaráðgjöf. TÓMAS TÓMASSON Að vera heiðarlegur er dýrmætasta heillaráð sem honum hefur verið gefið. Heiðarleiki eini kosturinn Fr ét ta bl að ið /G VA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.