Fréttablaðið - 28.09.2005, Page 61

Fréttablaðið - 28.09.2005, Page 61
25ÞRIÐJUDAGUR 28. september 2005 Myndum skal skila› fyrir næsta jólafrí til skólamjólkurfulltrúa, hjá Marka›snefnd mjólkuri›na›arins Bitruhálsi 1, 110 Reykjavík. Úrslit ver›a tilkynnt í mars 2006. – 28. september 2005 6. alfljó›legi 4. bekkinga Teiknisamkeppni Öllum nemendum 4. bekkjar er bo›i› a› taka flátt í teiknisamkeppni Skólamjólkurdagsins. Myndefni› er algjörlega frjálst en æskilegt er a› myndin tengist hollustu mjólkurinnar fyrir ungt fólk. Myndirnar ver›a sí›an nota›ar til myndskreytingar á veggspjöld og kynningar- efni vegna Skólamjólkurdagsins 2006. Veitt ver›a ver›laun fyrir 10 bestu myndirnar. Ver›launin fyrir hverja mynd eru 25.000 kr. sem renna í bekkjarsjó›i ver›launahafanna. Taktu flátt í teiknisamkeppni Skólamjólkurdagsins og láttu hæfileika flína njóta sín – fla› er til mikils a› vinna! Hér má sjá vinningsmyndir Skólamjólkurdagsins 2004. Jón Gautason, Flóaskóla Anna Magg‡ Grímsdóttir, Snælandsskóla fiórmundur Hilmarsson, Flú›askóla Hafflór Ingi Ragnarsson, Flú›askóla Maríanna Svansdóttir, Flú›askóla Gu›jón Örn Sigur›sson, Flú›askóla Kristín Hulda Kristófersdóttir, Snælandsskóla Bergdís Rán Jónsdóttir, Barnaskóla Vestmannaeyja Svanborg Sign‡ Jóhannsdóttir, Ljósafossskóla Sóley Reynisdóttir, Hei›arskóla, Reykjanesbæ Miller mætti ein í brú›kaupi› Þótt Sienna Miller og Jude Law séu að reyna að láta samband sitt ganga hefur enn ekki gróið um heilt þar á milli. Miller mætti til dæmis ein í brúðkaup systur sinn- ar, Savannah og smiðsins Nic Skinner, en The Daily Mirror greinir frá þessu. Miller er sögð hafa óttast að allt umtalið í kringum framhjá- hald Laws myndi eyðileggja stóra daginn fyrir systur sinni. Þar að auki var leikarinn bendl- aður við kynsvall með fyrirsæt- unni Kate Moss sem hefur vafa- laust ekki verið til að bæta mál- in. Sienna, sem sjálf ætlaði upp að altarinu með Law, hefur lýst systur sinni sem hippa. „Hún þol- ir ekki fræga fólkið og skilur það ekki. Mér hefði fundist verra að draga hana inn í þetta,“ sagði Miller í samtali við blaðið en tók jafnframt fram að hún hefði út- skýrt málavexti fyrir Law og hann hefði skilið það. ■ JUDE OG SIENNA Ekkert par hefur verið jafn mikið á milli tannanna og þau. Miller mætti fyrir skömmu ein í brúðkaup systur sinnar til að Jude skyggði ekki á stóra daginn. Breski söngvarinn Lemar vinnur til ver›launa Breski sálarsöngvarinn Lemar sigraði enga aðra en Mariuh Car- ey á verðlaunahátíð MOBO, Music of black origin, eða tónlist af svörtum uppruna. Söngvarinn sem fæddur er í London, komst í návígi við frægðina í hæfileika- þættinum, Face Academy. Hann hlaut verðlaun fyrir bestu plötuna sem ber heitið, Time to Grow, og einnig hlaut hann verðlaun fyr- ir að vera b e s t i b r e s k i listamaðurinn. „Ég bjóst alls ekki við þessu. Ég veit ekki hvað skal segja. Ég vil fá að þakka öllum þeim sem studdu mig.“ Þetta er í tíunda sinn sem þessi verðlaunahátíð er haldin en það er almenningur sem kýs. Lauryn Hill byrjaði á því að koma fram á hátíðinni, R&B John Legend, tón- listarmaðurinn hlaut verðlaun fyrir bestu R&B framkomuna. Damian Marley fékk verðlaun fyrir að vera besti reggí-listamað- urinn og hann lauk einnig verð- launahátíðinni með glæsilegri uppákomu. Meðal annarra sem hlutu verðlaun má nefna, rappsveitina Public Enemy, Yous- sou N’Dour og Luther Vandross. John Lennon ska›a›i son sinn Bítillinn John Lennon var pirraður og ofbeldisullur fað- ir ef marka má sög- ur fyrstu konu hans, Cynthiu. Cynthia sem nú er 66 ára gömul segir að sonur þeirra, Julian Lennon, sé enn í sárum eftir þá framkomu og óvirðingu sem John Lennon sýndi honum sem barni. Hún telur eitt ákveðið atvik hafa skaðað hann svo mikið að hann hafi varla hlegið síðan. „Þegar fjölskyldan hafði verið að fíflast og Julian fór að hlæja sneri John sér við og öskraði og bætti við að hann þyldi ekki þegar það væri hlegið að honum.“ Við þetta hljóp Julian inn í her- bergið sitt grátandi. ■ Moss gefst ekki upp Kate Moss er á leiðinni í með- ferð samkvæmt breska blaðinu The Daily Mirr- or. Þessi ofur- fyrisæta hefur sætt nornaveið- um slúðurblað- anna. Er það ekki síst vegna sambands henn- ar við Pete Doherty en hann er þekktur dóphaus. Blöðin náðu loks mynd af henni þar sem hún var sögð vera að taka kókaín. H&M, Burberry og Chanel sögðu upp samningum sínum við fyrirsæt- una í kjölfarið en Moss hefur ver- ið sú eftirsóttasta í sínum geira. Ljósið í myrkrinu hjá Kate er að umboðsskrifstofa hennar ætlar að standa þétt við bakið á henni og styðja hana á erfiðum tímum. ■ Sharon er svart- s‡nismanneskja Sharon Osbourne lifir í ótta við að krabbameinið, sem hún barðist við fyrir tveimur árum, taki sig upp að nýju. Þegar Sharon komst að því að hún var með krabbamein fann hún styrk í að reyna að hjálpa öðr- um. Í kjölfarið byrjaði hún með sjónvarpsþætti sem áttu að að- stoða þá krabbameinssjúku. En þótt hún hafi sýnt á sér þessa sterku hlið segir Sharon að hún lifi í stöðugum ótta. „Ég er mjög óttaslegin. Ég fer í skoðun á sex mánaða fresti til að athuga hvort allt sé ekki í lagi. Ég er mjög svartsýn manneskja og er alltaf tilbúin að taka á móti vondum fréttum.“ ■ MOSS Nú hefur Moss ákveðið að snúa við blaðinu og fara í meðferð.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.