Fréttablaðið - 28.09.2005, Síða 67

Fréttablaðið - 28.09.2005, Síða 67
Margir hafa áhyggjur af heilsu Kate Hudson en hún virðist hafa mjókkað óendanlega upp á síðkastið. Vinir leikkonunnar eru sam- mála um að hún megi vel bæta að- eins á sig enda sé hún nánast bara skinn og bein. Fyrir tuttugu mánuðum eignað- ist Hudson dreng og eftir fæðing- una kepptist hún við að ná af sér kílóunum. Hún var svo metnaðar- full í ræktinni að það var löngu hætt að vera sniðugt. Vinir hennar segja að hún hafi meira að segja gengið svo langt að refsa sjálfri sér til að megrunin gengi betur. „Ég gerði nákvæmlega allt sem ég gat til að komast aftur í form. Ég léttist kannski um tuttugu kíló og svo léttist ég kannski ekkert í heilar tvær vikur. Ég ofgerði mér í ræktinni en það bar engan ár- angur. Ég var svo þreytt að ég grét á göngubrettinu,“ sagði leik- konan. ■ Kate Hudson hrí›horast Michael Jackson hefur ákveðið að reyna að koma sér á framfæri sem hiphop-listamanni, en það virðist vera örvæntingarfull tilraun til að bjarga ferlinum í poppbransanum. Söngvarinn gamalkunni er að reyna að koma sér aftur á strik eftir allt ákæruflóðið sem herjað hefur á hann. Því er haldið fram að poppsöngvarinn sem býr eins og er í Bahrain, muni fljótlega gefa út nýja plötu með nýjum áherslum. „Brátt munuð þið sjá Michael Jackson umvafinn fallegum kon- um eins og aðrir hiphop-lista- menn. Jackson er sem stendur að æfa stíft til að gera sig örlítið karlmannlegri,“ sagði vinur söngvarans. Goðið æfir af fullum krafti með einkaþjálfara í Ba- rein. Hann hefur einnig ákveðið að losa sig við síðu hárkollurnar og andlitsfarðann til að virðast eðlilegri. Michael Jackson me› n‡jar áherslur Poppsöngkonan Pink segir að húneigi fullt erindi í tónlistarbransann, en síðasti geisladiskur hennar, Try This, var harðlega gagnrýndur. Söngkonan sem er 26 ára gömul, varð mjög miður sín þegar gagnrýnendur sögðu plötuna alls ekki nógu góða. Hún er þó sann- færð um að næsti diskur muni gera sig betur og neitar að láta gagnrýnisraddir hafa áhrif á sig. „Fólk sagðist hafa misst trúna á mér eftir síðasta disk þannig að ég ákvað að kalla næstu plötu mína I’m Not Dead,“ segir Pink. Mér yrði eiginlega alveg sama ef þessi plata myndi ekki standast væntingar en ég veit að hún mun seljast. Ég er svo inni- lega ekki lélegur listamaður.“ Poppstjarnan Robbie Williams villgiftast draumastúlkunni sinni í Las Vegas. Eftir að hafa átt í ástar- ævintýri með fyrirsætunni Rachel Hunter og söngkonunni Geri Halli- well er Robbie enn að leita sér að sálufélaga. Hann hefur nú þegar ákveðið hvernig brúðkaupið skuli vera. „Ég myndi ekki vilja hafa brúðkaup mitt venjulegt vegna þess að þar myndi verða fólk og ég þoli ekki fólk. Ég myndi frekar vilja hafa hlutina einfaldari eins og, „Elskan mín, kláraðu nú matinn þinn, finnst þér ekki bara að við ættum að gifta okkur.“ FRÉTTIR AF FÓLKIWhitaker til li›s vi› The Shield Bandaríski leikarinn Forest Whita- ker hefur tekið að sér hlutverk í sjónvarpsþáttunum The Shield. Whitaker verður ekki í neinu gestahlutverki heldur leikur hann nýjustu ógnina við Vic Mackey en The Shield hefur verið sýnd hér á landi við töluverðar vinsældir. Whitaker leikur Jon Kavan- augh, sem er metnaðargjarn lög- regluþjónn og gengur til liðs við innra eftirlit lögreglunnar í Los Angeles. Hans fyrsta verkefni er að rannsaka Vic og félaga hans en þeir hafa ekki verið þekktir fyrir hefðbundin vinnubrögð. Það verð- ur sem fyrr Michael Chiklis sem leikur hinn skapbráða Mackey. Fjórða þáttaröðin var nýlega sýnd á Stöð 2. Þar fór ekki ómerkari leikkona en Glenn Glose með eitt aðalhlutverkanna og hlaut hún Emmy-tilnefningu fyrir leik sinn. Skapari þáttanna, Shawn Ryan, segist vera himinlifandi yfir komu Whitakers. „Hann verður frábær viðbót við leikhópinn en Whitaker hefur alltaf heillað mig,“ sagði hann í samtali við Hollywood Reporter en persóna Whitakers á að vera einhver mesta ógn sem Mackey hefur lent í. Síðast þegar Whitaker lék í sjón- varpi var það í Deacons of the Defense. Whitaker var áberandi á hátíðinni í Toronto þar sem hann kynnti meðal annars kvikmynd Baltasars Kormáks, A Little Trip to Heaven. Þá var hann einnig í American Guns sem hann fram- leiddi auk kvikmyndarinnar Mary. VIC MACKEY Sérsveit lögreglunnar í Los Angeles er þekkt fyrir allt annað en óhefð- bundin vinnubrögð. Það er Michael Chiklis sem fer með aðalhlutverkið. FOREST WHITAKER Fer með eitt aðalhlutverkanna í A Little Trip to Heaven en hann mun leika í fimmtu seríu The Shield.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.