Fréttablaðið - 28.09.2005, Qupperneq 72

Fréttablaðið - 28.09.2005, Qupperneq 72
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Mikið varð mér um fyrir fáeinumdögum þegar átta ára dóttir mín skýrði mér frá því að í danstímum í skólanum hennar tíðkast það að strák- arnir fái nánast undantekningalaust að „bjóða upp“. Mér hreinlega féllust hendur en víst er svo að oft bregðast krosstré sem önnur tré. EF EKKI er hægt að ganga að því vísu að í skólakerfi landsins sé jafnrétti í heiðri haft – hvernig í ósköpunum er hægt að ætlast til þess að allt þjóðfélag- ið fylgi jafnréttishugsjóninni eftir. Móð- ir mín sagði alltaf þegar ég og bróðir minn vorum að rífast sem krakkar: „Hvernig getið þið ætlast til þess að það sé friður í heiminum ef þið tvö get- ið ekki einu sinni haldið friðinn á ykkar eigin heimili?!“ OG ÉG geri hennar orð eiginlega að mínum í þessu samhengi: Hvernig get- um við ætlast til þess að jafnrétti ríki í þjóðfélaginu ef ekki er einu sinni séð til þess að jafnrétti ríki innan veggja skól- ans. Ég skal sjálf sjá um að jafnréttis- hugsjóninni sé framfylgt innan veggja míns heimilis, en mér hreinlega féll all- ur ketill í eld við þessar fréttir um danstímana. HVAÐA SKILABOÐ eru litlar stelpur að fá með því að þurfa að sitja auðmjúkar í röð og bíða eftir því að einn strákurinn í bekknum „velji“ hana? Skyldi hún verða svo heppin að einn bekkjarbræðra hennar virði hana viðlits í dag? Skyldi hún verða valin síð- ust af því engin önnur stelpa er eftir? HVURSLAGS forneskjuhugsunar- háttur er þetta? Ég hélt við værum lengra komin en þetta! Ég vil ekki sjá að vita af dóttur minni á einhverjum bekk með öndina í hálsinum yfir því hvort einhver strákur vilji dansa við hana í dag eða ekki. Nógu erfið munu samskipti kynjanna reynast þeim þegar þau verða unglingar. En stundum er dömufrí! Þá mega stelp- urnar bjóða upp strákunum. En það er litlu skárra að mínu viti, nema kannski að ef það yrði gert að reglu að skipst yrði á. Stelpur bjóða upp aðra vikuna og strákar hina. En þá er enn eitt vandamál eftir, sem snýr að öðru, sem mikið hefur verið reynt að sporna gegn að undanförnu: einelti í skólum. Ég tel að þessi aðferð, að bjóða upp, bjóði hreinlega upp á það að einhverjum nemendum líði alltaf illa í danstímum. Það hlýtur að vera hægt að leysa þetta öðruvísi og slá tvær flugur í einu höggi: útrýma kynjamisrétti og koma í veg fyrir að einhver sé skilinn útundan. SIGRÍÐAR DAGGAR AUÐUNSDÓTTUR BAKÞANKAR Burt me› dömufríi›!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.