Fréttablaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 8
8 3. október 2005 MÁNUDAGUR Árásir á Balí fordæmdar Tveir menn frá Malasíu eru gruna›ir um a› hafa sta›i› á bak vi› sjálfsmor›sárásirnar á Balí á laugar- dag. Lei›togarnir Blair og Pútin fordæma árásirnar. BALÍ, INDÓNESÍU, AP Talið er að tveir menn frá Suðaustur-Asíu hafi staðið á bakvið sjálfsmorðsárásir á þremur veitingastöðum á eyj- unni Balí í Indónesíu á laugardag. 26 manns fórust í árásunum. Mennirnir, sem tengjast al Kaída-hryðjuverkasamtökunum, eru frá Malasíu. Eru þeir einnig sagðir hafa staðið á bak við skæð- ar sprengingar á sömu eyju árið 2002, þar sem 202 manneskjur fórust, og tvær árásir í höfuð- borginni Jakarta árin 2003 og 2004. Mennirnir heita Azahari bin Husin og Noordin Mohamed Top. Borin hafa verið kennsl á líkams- leifar þeirra þriggja sem talið er að hafi framkvæmt sjálfs- morðsárásirnar og voru þessir tveir ekki á meðal þeirra. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, fordæmdi árásirnar í gær og lýsti yfir stuðningi við baráttu Indónesíu gegn hryðju- verkamönnum. „Við stöndum með Indónesum á þessum erfiðu tím- um,“ sagði Blair. „Ég vil einnig lýsa yfir stuðningi við íbúa Balí sem þurfa nú að jafna sig á öðru hroðaverki svo skömmu eftir árás- ina árið 2002.“ Vladimir Putin, for- seti Rússlands, sendi einnig sam- úðarkveðjur sínar vegna árásanna og krafðist harðari aðgerða gegn hryðjuverkamönnum. ■ Vilt þú skipuleggja tíma þinn betur? Á námskeiðinu er farið yfir skipulagningu, yfirfærslu verkefna, markmiðagreiningu, ábyrgð, streitu og nútíma starfshætti. Þátttakendur öðlast þekkingu við forgangsröðun verkefna, þróun aðgerðalista og færni í að setja fram raunhæf markmið. Kennt er 13., 14. og 20 október, kl. frá 16:30 - 19:30. Námskeiðið er samtals 9 tímar. Verð kr. 18.000 Tímastjórnun Frekari upplýsingar veitir: Charlotta Karlsdóttir Beinn sími: 599 6258 Skiptiborð: 599 6200 charlotta@ru.is www.ru.is/simennt SÍMENNT HR www.ru.is/simennt LÖGREGLUFRÉTTIR EKIÐ Á GANGANDI VEGFARANDA Gangandi vegfarandi fótbrotnaði þegar ekið var á hann á Breiðholts- braut, skammt frá gatnamótunum við Skógarsel, um klukkan þrjú í fyrrinótt. Hann fótbrotnaði. MIKIÐ UM ÖLVUNARAKSTUR Sex ökumenn voru teknir grunaðir um ölvun við akstur í Reykjavík í fyrrinótt og þrír í Kópavogi. Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu þá um nóttina og einnig hjá lögreglunni á Akureyri. VARÐ VIÐSKILA VIÐ GÖNGUHÓP Kona ein varð viðskila við ferða- félaga sína á fjallinu Þríhyrningi, sem er skammt frá Hvolsvelli, um miðjan dag í gær og fann þá ekki aftur svo hún hringdi á hjálp. Björgunarsveitarmenn frá Hvols- velli voru þó ekki lagðir af stað þegar félagar hennar fundu hana heila á húfi. RÉTT FYRIR ÁRÁSINA Þessi mynd er fengin úr myndbandi sem var tekið upp á kaffihúsi í Balí skömmu áður en gerð var sjálfsmorðsárás á staðnum. M YN D /A P HEILBRIGÐISMÁL Fjórðungur barna heimsins og 40 milljónir þungaðra kvenna eru í hættu vegna sjúk- dóma sem einfaldar bólusetning- ar geta komið í veg fyrir, sam- kvæmt nýrri skýrslu UNICEF. Í 41 landi hefur bólusetningum fækkað síðastliðinn áratug. Bólusetning er oft eina tegund heilsugæslu sem ungbörn hljóta, en UNICEF útvegar bóluefni við banvænum sjúkdómum svo sem kíghósta, stífkrampa og misling- um til yfir 40 prósent barna í heiminum. Flest lönd í Rómönsku Amer- íku, Karíbahafinu, Mið- og Austur Evrópu, fyrrum lýðveldum Sovét- ríkjanna, Miðausturlöndum, Norður-Afríku og iðnríkjanna vinna staðfastlega að bólusetn- ingu, en skýrslan segir mörg lönd sunnan Sahara í Afríku og í Suður- Asíu þurfi að taka sig á, og til þess þurfi þau stuðning ríkari landa. Sérstaklega þurfa löndin Haítí, Bólivía og Súrinam mikla aðstoð. Það kemur fram í skýrslunni að það er bólusetningum að þakka að dauðsföllum vegna mislinga hefur fækkað um nær helming á síðustu fimm árunum. - smk Eitt af hverjum fjórum börnum ekki bólusett: Bólusetningum enn áfátt í fátækari löndum heims BÓLUSETNING BARNA Eitt af hverjum fjór- um börnum í heiminum er í hættu vegna sjúkdóma sem hægt er að koma í veg fyrir með bólusetningu samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF. Könnun meðal eldri borgara í Laugardal: Au›velt a› komast í laugarsamfélagi› KÖNNUN Auðvelt eða mjög auðvelt er fyrir nýliða að komast inn í fé- lagsskapinn í sundlauginni í Laug- ardal, samkvæmt viðhorfskönnun sem unnin var meðal eldri borgara í Laugardal. Má því segja að eldri borgarar taki jafnöldrum sínum opnum örmum í pottunum í Laugar- dalnum. Könnunin var gerð til að fá mynd af stöðu mála, en hverfisráð Laug- ardals stefnir að því að gera Laug- ardalinn að fyrirmyndarhverfi í þjónustu og aðstöðu fyrir eldri borgara. Almenn ánægja er með um- hverfi og aðbúnað Laugardalslaug- ar sem og aðgengi og opnunartíma. Í könnuninni kemur enn fremur fram að flestir svarendur fara þrisvar til sjö sinnum í sund í viku og sækja jafnan laugina á einkabíl. Sérstök könnun var gerð á heimaþjónustu og leiðir hún í ljós að um 35 prósent taka þátt í ein- hverju félags- eða tómstundastarfi. Heilsuleysi og tímaleysi eru helstu ástæður þess að fólk gerir það ekki en einnig var áhugaleysi nefnt. Flestir svarenda stunda hins vegar útiveru, hreyfingu eða líkamsrækt. Þorri þeirra sem spurðir voru sögðust ekki þjást af einmanaleika og fer í, eða fær, heimsóknir einu sinni í viku eða oftar. Ítarlegar niðurstöður könnun- arinnar verða kynntar á íbúaþingi eldri borgara í Laugardal sem haldið verður á Grand hóteli í dag og stendur milli kl. 12.30 og 16.30. - bþs ÞRÖNG Á ÞINGI Oft eru margir í pottunum í Laugardalnum, þó sjaldnast jafn margir og þegar þessi mynd var tekin en hún er af sundkórnum sem syngur í lauginni á föstudögum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.