Fréttablaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 16
Sigmar B. Hauksson, mat- gæðingur og veiðimaður eyðir stærstum hluta 55 ára afmælisdags síns á ferða- lagi. Hann er á leið heim frá Spáni þar sem hann flutti fyrirlestur um verkefnið Spa city á ráðstefnu um heilsutengda ferðaþjónustu. Sigmar er framkvæmda- stjóri verkefnisins Spa city Reykjavík sem Reykjavík- urborg, Orkuveita Reykja- víkur og Íþrótta- og tóm- stundaráð standa fyrir. Verkefnið felst í því að kynna heilsulindirnar í Reykjavík, laugarnar og heita vatnið. Sigmar man sérstaklega eftir einum afmælisdegi fyrir um 20 árum. „Þegar ég var fararstjóri í París og hópurinn sem ég var með var farinn heim fór ég einn á veitingahús við hliðina á járnbrautarstöð. Ég fór að tala við fjóra Frakka sem sátu nálægt mér. Þegar það fréttist að ég ætti afmæli slógu þeir upp veislu og það var partí á veitingastaðnum með kampavíni fram á nótt,“ segir Sigmar sem fannst þetta allsérstök af- mælisveisla þar sem hann þekkti ekki nokkurn mann. Inntur um óskir er hann fljótur til svars. „Mig mundi langa í nýjan Pathfinder- jeppa,“ segir Sigmar sem er veiðimaður mikill og nýtir allar lausar stundir til að stunda bæði skot- og stang- veiði. Hann fer til að mynda á hverju ári til útlanda og fór nú í ár til Skotlands að veiða krónhirti. Hann á þó enn eftir að láta drauminn rætast og fara til Afríku. „Ég miða að því að ná í buffalóa,“ segir Sigmar sem engin dýr drepur nema þau sem hægt er að éta. „Það er prinsipp hjá mér.“ Sigmar er formaður Skotveiðifélags Íslands og er því alsæll með að rjúpna- veiðibanninu skuli vera aflétt enda hefur hann barist fyrir því frá því það var sett fyrir tveimur árum. Þar sem allur frítími Sig- mars fer í veiði er nærtæk- ast að spyrja hvað konunni finnist um það. „Hún er að fara að fá sér byssuleyfi bráðum og er að fá meiri og meiri áhuga,“ segir Sigmar sem gaf henni byssu fyrir nokkru. Þetta er því orðið nokkurt fjölskyldusport enda er yngsti sonur Sig- mars kominn á kaf í þetta líka. „Þetta er í genunum, afi minn og pabbi voru mikl- ir veiðimenn,“ segir Sigmar sem verður mikið á ferðinni á næstunni við að kynna heilsulindir borgarinnar. ■ 16 3. október 2005 MÁNUDAGUR GORE VIDAL (1925- ) fæddist þennan dag. Langar að ná í buffalóa SIGMAR B. HAUKSSON MATGÆÐINGUR OG SKOTVEIÐIMAÐUR ER 55 ÁRA „Hver sá Bandaríkjamaður sem vill og er tilbúinn til að fara í forsetaframboð ætti sjálfkrafa að vera útilokaður frá því.“ - Gore Vidal er þekktur bandarískur rithöfundur sem skrifar um mál sem tengjast stjórnmálum, sögu og bókmenntum. timamot@frettabladid.is VEIÐIMAÐUR MIKILL Minnisstæðasta afmælisdaginn upplifði Sigmar fyrir 20 árum þegar fjórir Frakkar sem hann þekkti ekki neitt héldu honum veislu á veitingastað í París. Á þessum degi árið 1944 brutu Þjóðverjar á bak aftur uppreisn sem staðið hafði í tvo mánuði í pólsku borginni Varsjá. Pólska heimavarn- arliðið og íbúar Varsjár risu upp gegn þýska hersetuliðinu þann 1. ágúst árið 1944 þar sem talið var að herafli Sovétmanna myndi koma til hjálpar og frelsa borgina. Heyrst hafði vopnagnýr rétt utan við pólsku höfuðborgina stuttu áður þegar Sovétmenn áttust við þýska herinn. Andspyrnuhreyfingin notaði holræsakerfi borgarinnar til að ferðast milli borgarhluta og til að koma skilaboðum milli manna. Ekkert bólaði á sovéska hernum og eftir 63 daga vonlausa baráttu gáfust heimamenn upp fyrir þýska hernum. Um fimmtán þúsund uppreisn- armenn létust og um fjórðungur allra íbúa borgarinnar var myrtur. Eftir uppgjöfina skipuðu Þjóðverjar öllum íbúunum að yfirgefa borg- ina. Rauði herinn kom til Varsjár í janúar 1945. Ekki voru raunir Póllands þar með úti því Stalín hafði lítinn hug á að gera landið að lýðræðis- legu ríki. Í mars árið 1945 höfðu Sovétríkin hernumið allt Pólland. VARSJÁ ÞETTA GERÐIST > 3. OKTÓBER 1944 MERKISATBURÐIR 1542 Gissur Einarsson er vígður Skálholtsbiskup, sá fyrsti í lútherskum sið. 1932 Írak hlýtur sjálfstæði frá Bretum. 1975 Gná, þyrla Landhelgisgæsl- unnar hrapar í Skálafelli en enginn slasast. 1981 Fangar í Maze-fangelsinu í Írlandi hætta hungurverk- falli eftir sjö mánuði og tíu dauðsföll. 1990 Austur- og Vestur-Þýska- land sameinast á ný. 1995 Tilkynnt er að O.J. Simpson hafi verið fundinn saklaus. 1996 Kvikmyndin Þar sem djöflaeyjan rís, eftir Friðrik Þór Friðriksson, er frum- sýnd. Uppreisnin í Varsjá brotin á bak aftur Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Síðastliðin 15 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110, 893 8638 og 897 3020 Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson www.steinsmidjan.is Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, Jóna Vilborg Pétursdóttir Fannborg 1, Kópavogi, áður til heimilis á Siglufirði, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju þriðjudaginn 4.10 kl. 13.00. Jóhann Örn Matthíasson Hulda Ágústsdóttir Elísabet Kristjana Matthíasdóttir Jón Einar Valgeirsson Hjördís Sigurbjörg Matthíasdóttir Einar Þór Sigurjónsson Pétur Björgvin Matthíasson Ólafía Einarsdóttir Halldóra Sigurjóna Matthíasdóttir Snævar Valentínus Vagnsson Matthildur Guðmunda Matthíasdóttir Gunnar Júlíus Jónsson Stella María Matthíasdóttir Ásgeir Þórðarson Kristján Jóhann Matthíasson Sigríður Halldóra Ragnarsdóttir Braghildur Sif Matthíasdóttir Ásgrímur Ari Jósefsson barnabörn og barnabarnabörn. ANDLÁT Friðrik Th. Ingþórsson, Blásölum 24, Kópavogi, lést á Landspítal- anum við Hringbraut föstudaginn 16. september. Útförin hefur farið fram. Ingjaldur Kjartansson, síðast til heimilis á Hringbraut 50, andað- ist sunnudaginn 25. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Hjálmar Guðbjörnsson bifreiða- stjóri, Kleppsvegi 120, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hring- braut mánudaginn 26. septem- ber. Guðmundur Bjarnason vélstjóri, Háaleitisbraut 79, Reykjavík, and- aðist á gjörgæsludeild Landspít- alans við Hringbraut miðvikudag- inn 28. september. Ragnar Þorsteinsson, Efstasundi 23, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtu- daginn 29. september. Reynir Ríkharðsson, Fellsási 9a, Mosfellsbæ, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstu- daginn 30. september.                                                !            "  #                                           " #  " $  %#&  '  ( )*' ) + # ,  $%&'()*+,"-*+%)./0% )12$+*3-4'%-%05667 BRÚ‹HJÓN Þann 16. júlí síðastliðinn voru gefin saman af séra Bjarna Karls- syni brúðhjónin Unnur Mjöll S. Leifsdóttir og Einar Þór Gúst- afsson. JAR‹ARFARIR 13.00 Þuríður Margrét Georgs- dóttir verður jarðsungin frá Bústaðakirkju. 13.00 Svavar Á. Sigurðsson, Norðurási 4, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Ár- bæjarkirkju. 13.30 Aðalbjörg Halldórsdóttir frá Grenjaðarstað, verður jarðsungin frá Akureyrar- kirkju. AFMÆLI Silja Aðalsteins- dóttir bókmennta- fræðingur er 62 ára. Tolli (Þorlákur Kristinsson) list- málari er 52 ára. Róbert Snorrason leikari er 35 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.