Fréttablaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 14
Finnst engum nema mér það skrýtin kosningabarátta hjá Gísla Marteini Baldurssyni að hafa risamyndir af sér út um alla Reykjavík þar sem hann er eins og stelpa? Þær eru reyndar nokkuð sniðugar þessar pólitísku kynuslamyndir, bæði sú af Gísla Marteini og eins hinar þar sem Ingibjörg Sólrún er eins og argentínskur stórbokki og Þor- gerður Katrín er eins og – tja – ungur Gunnar Eyjólfsson í gervi gullgrafara. Og þótt ég sé alltaf síðastur á mínu heimili að fatta auglýsingar þykist ég skilja að þessar myndir eigi að vekja okkur til umhugsunar um kynjaímyndir og pólitík, þótt mér sé að vísu al- veg hulið hvað ég eigi nákvæm- lega að hugsa: Væri Ingibjörg Sól- rún karlmaðurÖ þá – hvað? Eða er nokkuð verið að segja undir rós að úr því að þessir tveir landskunnu kvenskörungar hafa náð svo langt í pólítík sem raun ber vitni þá séu þær með karllega eiginleika? Sennilega hefur það ekki verið ætlunin. Sennilega er verið að segja okkur eitthvað allt annað. Kannski að kyn sé bara menning- arlegt fyrirbrigði, háð ákvörðun og almennu samkomulagi um ein- kenni. Kannski að kyn sé bara ytra borð, bara gervi. Kannski að kyn sé ekki bara ytra borð. Kannski að kyn eigi ekki að skipta máli. Kannski að kyn eigi að skipta máli. Eitthvað með kyn. En af hverju er enginn úr Framsókn- arflokknum? Hefði ekki verið gaman að sjá Árna Magnússon sem hofróðu í dragt – var hann ekki einmitt alltaf að reyna að svindla sér inn í kvenfélagið Freyju í Kópavogi? Það er nú það. Þetta er eitthvað með kynÖ En Gísli Marteinn er hins vegar – ólíkt þeim Ingibjörgu Sólrúnu og Þorgerði Katrínu – að leggja í sína mikilvægustu kosn- ingabaráttu. Hann er að bjóða sig sérstaklega fram til að verða borgarstjóraefni og um leið leið- togi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Þegar þannig háttar tíðkast yfirleitt að hengja upp út um allt ábúðarmiklar myndir af frambjóðendum þar sem þeir eru með staðfastan munnsvip og festulegt augnaráð sem á að sann- færa okkur hjörðina um að þeir muni leiða okkur á grænar gresj- ur og að þeir aðhyllist hefðbundin fjölskyldugildi, séu traustir, ábyrgir, svolítið skemmtilegir kannski, og kannski hæfilega hug- myndaríkir, en fyrst og fremst hefðbundnir. Karlmenn eru á slík- um myndum í jakkafötum, dökk- um litum og með bindi þótt þeir séu svo iðulega á blaðaljósmynd- um á skyrtunni með upprettar ermar að ìláta hendur standa fram úr ermumî eða lyfta börn- um. Á strætóskýlunum og hús- veggjunum eru þeir hins vegar borgaralega klæddir með harðan bindishnút. Ég hef aldrei áður séð slíkan frambjóðanda í draggi. Ég held að það hljóti eiginlega að vera eins- dæmi í heiminum. Þetta hlýtur að vera þaulhugs- að. Það getur naumast annað ver- ið en að þetta sé kænleg stjórn- viska og niðurstaða þrotlausra fundahalda hjá herráði Gísla Marteins sem sagt er saman- standa af Hannesi Hólmsteini og öðrum innmúrurum. Flestir töldu að línan yrði sú að Gísli Marteinn væri hinn nýi Davíð, lögð yrði áhersla á gamansemi hans, orð- heppni og viðfelldni, en um leið reynt að koma þeirri hugmynd inn hjá almenningi að hann byggi líka yfir framtakssemi Davíðs, myndugleik og óvægni gagnvart andstæðingum. Þetta virðist ekki ætla að verða línan. Með því að birtast okkur sem ung kona kemur Gísli Marteinn þeirri hugmynd inn hjá okkur að hann sé hinn náttúrlegi og eðlilegi arftaki Ingibjargar Sólrúnar. Hann er með öðrum orðum ekki kynntur til sögunnar sem hinn nýi Davíð heldur hin nýja Solla. Okk- ur er gefið til kynna að hér sé ekki mættur enn einn lagastrákurinn úr ungliðadeild Sjálfstæðisflokks- ins sem muni tuddast áfram í flokknum á kostnað kvenna, hund- sama um leikskólamál og strætis- vagna og haldandi endalausar ræður um Línu-net og gatnamót. Nei, nei: Gísli Marteinn sé verð- ugur fulltrúi hinna mjúku gilda. Gísli Marteinn sé leiðtoginn sem R-listinn þurfi svo sárlega á að halda – Gísli Marteinn sé Móðirin. Það er nú það. Sjálfur verð ég nú eiginlega að játa að mér finnst Vilhjálmur Þ. vera móðurlegri ... Það hlýtur að fara hrollur um marga sveitarstjórnarmenn ogverkalýðsforingja á landsbyggðinni vegna fjöldauppsagnaverkafólks hjá sjávarútvegsfyrirtækjum víða um land. Svo til á hverjum degi í síðustu viku var tilkynnt um uppsagnir fjölda manna, einkum hjá rækjuvinnslufyrirtækjum. Hjá þeim fer saman hátt gengi krónunnar, sem veldur því að sífellt minna hefur fengist fyrir útflutningsframleiðsluna í íslenskum krónum auk sölutregðu á rækjumörkuðum, og hátt verð á hráefninu. Allt þetta veldur því að fyrirtækin eiga sífellt erfiðara með að láta enda ná saman, og ef þau hafa ekki einhverja aðra framleiðslu til að styðja við grein sem rekin er með tapi, verða þau að grípa til uppsagna. Að öðrum kosti fara fyrirtækin í þrot. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims á Akureyri, eins stærsta útgerðarfyrirtækis landsins, segir í viðtali við Fréttablað- ið á laugardag: „Hagstjórnin er eins arfavitlaus og hægt er að hugsa sér.“ Hann segir vandann heimatilbúinn, því ríkið eigi bæði Íbúðalánasjóð, sem dæli út peningum og Seðlabankann. Hann telur að stýrivaxtahækun Seðlabankans sem tilkynnt var fyrir helgi, eigi enn eftir að styrkja gengi krónunnar. „Þetta leggur útflutnings- greinarnar í rúst. Afleiðingarnar koma bara ekki í ljós alveg strax, en þær verða mjög alvarlegar til lengri tíma litið. Á næstu misser- um dregst bara hægt og rólega saman útflutningur á Íslandi og verður mjög erfitt að ná honum upp aftur“ sagði Guðmundur enn- fremur í viðtalinu við Fréttablaðið. Þarna talar einn reyndasti út- gerðarmaður landsins, sem er með mjög umsvifamikinn rekstur. Hún er ekki falleg myndin sem hann dregur upp af framtíðarþró- un aðal útflutningsgreinarinnar – sjávarútvegsins. Aðrir sem eiga mikið undir gengi krónunnar, taka undir með Guðmundi ,eins og stór ferðaþjónustufyrirtæki. Ferðaþjónustan hefur verið talin vaxtarbroddurinn í íslensku atvinnulífi, og þeir sem búa á lands- byggðinni hafa horft mjög til hennar, ekki síst vegna síminnkandi umsvifa í landbúnaði. Það er ljóst að mörg ferðaþjónustufyrirtæki bera mjög skarðan hlut frá borði í sumar, og spurning um framtíð margra þeirra. Ferðaþjónustan þarf að gefa út verðskrár um þetta leyti fyrir næsta sumar, og telja margir líklegt að fyrirtæki neyð- ist til að gefa erlendum ferðaskrifstofum upp verð í íslenskum krónum til að koma í veg fyrir enn meira tap á næsta ári. Hækkun stýrivaxta Seðlabankans sem tekur gildi í vikunni, var meiri en margir spáðu, og viðbrögð markaðarins voru þau að krón- an styrktist enn frekar. Þegar saman fer vaxtahækkun og styrking krónunnar er útlitið ekki bjart fyrir útflutningsatvinnuvegina. Fyr- ir sumar greinar þýðir þetta ekki annað en lokun fyrirtækja, og þá er það spurning hvort Seðlabankinn kaupir það ekki allt of dýru verði að halda verðbólgunni niðri . ■ 3. október 2005 MÁNUDAGUR SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Útflutningsfyrirtæki kvarta mjög undan sterkri stöðu krónunnar og vaxtahækkunum D‡rkeypt vaxta- hækkun Se›labanka FRÁ DEGI TIL DAGS Hækkun st‡rivaxta Se›labankans sem tekur gildi í vikunni, var meiri en margir spá›u, og vi›brög› marka›arins voru flau a› krónan styrktist enn frekar. fiegar saman fer vaxtahækkun og styrking krónunnar er útliti› ekki bjart fyrir útflutningsatvinnu- vegina. Fyrir sumar greinar fl‡›ir fletta ekki anna› en lokun fyr- irtækja, og flá er fla› spurning hvort Se›labankinn kaupir fla› ekki allt of d‡ru ver›i a› halda ver›bólgunni ni›ri. Í DAG UM PÓLITÍSKAR KYNUSLAMYNDIR GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON ... fia› getur naumast anna› veri› en a› fletta sé kænleg stjórnviska og ni›ursta›a flrot- lausra fundahalda hjá herrá›i Gísla Marteins sem sagt er samanstanda af Hannesi Hólmsteini og ö›rum innmúr- urum ... Hver tekur við af Loga? Mikil umræða hefur verið uppi undan- farið um hver muni taka við af Loga Bergmann Eiðssyni sem spyrill í spurn- ingaþættinum vinsæla Gettu betur. Nú þegar Þórhallur Gunnarson hefur verið ráðinn yfir á RÚV í stað Loga þyk- ir hann koma sterklega til greina en fleiri nöfn hafa einnig verið nefnd, þar á meðal Ómar Ragnarsson, Kristján Kristjánsson, Jóhanna Vilhjálmsdóttir, Sigmar Vilhjálmsson, Freyr Eyjólfsson, Gísli Einarsson og Margrét Marteins- dóttir. Fyrsta konan eða Gísli? Þörf er á skeleggum stjórnanda sem jafnframt getur verið alúðlegur enda fjöldi áhorfenda úti um land allt sem fylgist með keppninni. Ómar er vissulega skeleggur og skemmtilegur karakter en væntanlega er hann orðinn of gamall fyrir starfið. Líklegri kandítat- ar eru Freyr Eyjólfsson, sem hefur gert góða hluti á Rás 2 og hefur mikla út- geislun, Sigmar Vilhjálmsson sem er hress og áköf týpa og hver veit nema annað hvort Jóhanna eða Margrét verði fyrir valinu, enda báðar mjög frambærilegar. Gísli Einarsson gæti þó hreppt starfið enda hafa þættir hans, Út og suður, notið mikilla vinsælda. Þar hefur hinn einlægi og hvers- dagslegi Gísli hitt í mark hjá áhorfendum. Össur sýnir spyrilstakta Einn hefur þó ekki verið nefndur sem líklegur kandítat en það er þingmaður- inn Össur Skarphéðinsson. Össur brá sér á dögunum í hlutverk spyrils í viku- legri spurningakeppni skemmtistaðar- ins Grand Rokks fyrir troðfullu húsi. Á heimasíðu sinni birtir Össur lista yfir spurningarnar þrjátíu sem hann samdi fyrir keppnina og eru þær bæði fjöl- breyttar og hæfilega snúnar. Ætli Össur eigi möguleika hjá RÚV? Varla, en spyrilshæfileikarn- ir eru honum þó greinilega í blóð bornir. freyr@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprent- smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Mó›irin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.