Fréttablaðið - 03.10.2005, Síða 78

Fréttablaðið - 03.10.2005, Síða 78
■ ■ FYRIRLESTRAR  12.00 Dr. Monica Verbeek fjallar um áhrif togveiða á lífríki djúpsjávar í fyrirlestri á vegum Náttúruverndar- samtaka Íslands og Deep Sea Conservation Coalition, sem haldinn verður í Norræna húsinu.  12.20 Mannfræðingurinn James G. Rice flytur erindið „Questions of charity: Issues raised by an ethno- graphic research project on private assistance in Reykjavík“ í Öskju.  12.30 Einar Þorsteinn Ásgeirsson arkitekt flytur fyrirlestur í LHÍ í Laug- arnesi og fer yfir farinn veg. Einar Þorsteinn hefur verið frumkvöðull framsækins arkitektúrs og hefur hannað nokkur kúlukerfi, sjálfbærar og umhverfisvænar byggingar. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. „Ég mála ljósmyndir í tölvunni,“ segir danski ljósmyndarinn Jorn Ophee, sem um þessar mundir sýnir verk sín á Póstbarnum í Reykjavík. „Eiginlega eru þetta málverk, þótt ég noti ljósmyndir og vinni þær í tölvu.“ Jorn Ophee hefur verið at- vinnuljósmyndari í meira en þrjá áratugi, en fyrir fáeinum árum byrjaði hann að nota stafrænar myndavélar og fór að vinna allar sínar myndir í tölvuforritum. Þá urðu straumhvörf á ferli hans. „Þá byrjaði ég að leika mér og ég get bara ekki hætt,“ segir hann og sýnir blaðamanni hvernig hann vinnur myndir sínar stig af stigi þar til upprunalega ljósmyndin verður nær óþekkjanleg. „Ég hef óskaplega gaman af þessu.“ Hann segist vera sérstaklega ánægður með að vera kominn til Íslands, því hér hafi hann fundið gósenland ljósmyndarans. „Hér eru bestu aðstæður í heiminum til ljósmyndunar. Hér er allt sem ljósmyndari þarf á að halda. Maður þarf ekkert að gera annað en að fara út og taka mynd- ir, maður finnur alltaf eitthvað til að taka myndir af,“ segir hann og bætir því við að hann hafi fullan hug á því að flytjast til Íslands og dreymir um að stofna hér alþjóð- legan ljósmyndaskóla ásamt syni sínum og kærustu hans, sem bæði eru ljósmyndarar að atvinnu og kenna ljósmyndun úti í Danmörku. „Ef fjallið kemur ekki til Múhameðs, þá þarf bara að fara með Múhameð til fjallsins.“ Jorn Ophee lætur sér þó ekki nægja að vera ljósmyndari. Hann er verkfræðimenntaður og nú á seinni árum hefur hann gerst upp- finningamaður sem um þessar mundir er kominn langt með að hanna nýja vetnisvél, sem hann telur að geti valdið straumhvörf- um fyrir allt mannfélag. En um það vill hann ekkert segja fyrr en þau áform öll taka á sig skýrari mynd. ■ 26 3. október 2005 MÁNUDAGUR > Ekki missa af ... ... tangókvöldi, sem Tangósveit lýðveldisins efnir til í Iðnó annað kvöld. Fyrsta klukkutímann er boðið upp á leiðsögn í tangódansi og síðan verður slegið upp balli. ... sýningu á myndum Kristínar Rögnu Gunnarsdóttur í galleríi Sævars Karls. Þar eru sýndar myndir hennar úr nýútkominni bók Þórarins Eldjárns Völuspá. ... sýningum þeirra Önnu Þ. Guðjónsdóttur og Kristleifs Björns- sonar í Listasafni ASÍ við Freyjugötu. Tuttugu og átta félagsmenn Mynd- höggvarafélagsins í Reykjavík opn- uðu núna um helgina sýningu á verkum sínum í Hafnarborg í Hafn- arfirði. Myndhöggvarafélagið í Reykjavík hefur frá því það var stofnað árið 1972 verið einna virkast af félögum myndlistarmanna og telur nú um hundrað meðlimi. Félagið hefur alla tíð sameinað mjög breiðan hóp listamanna, unga jafnt sem eldri og þá sem vinna í hefðbundna miðla ekki síður en hina sem fara ótroðn- ar slóðir. Frá því haustið 2004 hefur félagið átt samstarf við Hafnarborg, menn- ingar- og listastofnun Hafnarfjarðar, og hafa verk eftir einn félagsmann verið kynnt í hverj- um mánuði í sýningarrými í anddyri stofnun- arinnar. Þessar kynningar lágu niðri í sumar en hefjast nú aftur í haustbyrjun, meðal ann- ars með opnun þessarar stóru samsýningar félagsmanna í aðalsal safnsins í Hafnarborg. Sýningin mun standa til 31. október. Kl. 12.00 Dr. Monica Verbeek fjallar um áhrif togveiða á lífríki djúpsjávar í fyrir- lestri á vegum Náttúruverndarsam- taka Íslands og Deep Sea Conservation Coalition sem haldinn verður í Norræna húsinu. menning@frettabladid.is Myndhöggvarar í Hafnarborg Málar með tölvunni ! STÓRA SVIÐ KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren Sun 9/10 kl. 14, Sun 16/10 kl. 14, Lau 22/10 kl. 14, Su 23/10 kl. 14 WOYZECK - FORSÝNING Frumsýnt í London 12. okt. og á Íslandi 28. okt. Miðaverð á forsýningar aðeins kr. 2.000,- Fi 27/10 kl. 20.HÍBÝLI VINDANNA HÍBÝLI VINDANNA Aðeins þessar 5 sýningar eftir Fö 7/10 kl. 20, Su 16/10 kl. 20, Fi 20/10 kl. 20, Su 23/10 kl. 20 SALKA VALKA fim 15/10 FRUMSÝNING UPPSELT NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ FORÐIST OKKUR – NEMENDALEIKHÚSIÐ/COMMON NONSENSE Höf. Hugleikur Dagsson Fi 6/10 kl. 20, Fö 7/10 kl. 20, Lau 8/10 kl. 20 MANNTAFL Fö 7/10 kl. 20, Fö 14/10 kl. 20, Lau 15/10 kl.20 RILLJANT ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Fi 6/10 kl. 20 UPPSELT, Lau 8/10 kl. 16 Aukasýn Lau 8/10 kl. 20 UPPSELT, Su 9/10 kl. 20 UPPSELT, Sun 16/10 kl. 20 AUKASÝNING Þri 25/10 kl. 20 AUKASÝNING LÍFSINS TRÉ Fö 21/10 kl. 20 FRUMSÝNING UPPSELT Lau 22/10 kl. 20, Fi 27/10 kl. 20 Sími miðasölu 568 8000 midasala@borgarleikhus.is Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin: 10-18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga 12-20 laugardaga og sunnudag TVENNU TILBOÐ Ef keyptur er miði á Híbýli vindanna og Lífsins tré fæst sérstakur afsláttur 7. sýn fös 7 okt Örfá sæti 8. sýn lau 8 okt Örfá sæti 9. sýn fös 14 okt Örfá sæti 10. sýn lau 15 okt 11. sýn fös 21 okt 12. sýn lau 22 okt JORN OPHEE Danski ljósmyndarinn og uppfinningamaðurinn við nokkrar af myndum sínum á Póstbarnum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R NFL.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.