Fréttablaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 73
21
Stjarnan vann HK í DHL-deild karla í gær:
Sigga Sveins-vörnin skóp sigurinn
HANDBOLTI HK og Stjarnan áttust
við í DHL-deild karla í Digranesi í
gærkvöldi og það voru gestirnir úr
Garðabænum sem höfðu betur í
sannkölluðum hörkuslag. Leikur
liðanna var hnífjafn allt fram í
miðjan síðari hálfleikinn, þegar
gamla kempan Patrekur Jóhannes-
son tók til sinna ráða og lagði
grunninn að sigri sinna manna með
þremur mörkum í röð. Eftir að
jafnt hafði verið í hálfleik, 9-9 og
15-15 þegar um stundarfjórðungur
var til leiksloka, þjöppuðu Stjörnu-
menn sér saman í vörninni og
Patrekur lét þá fyrst til sín taka
Hann skoraði öll fimm mörk sín í
síðari hálfleik og leiddi sína menn
til sigurs, 23-19, í þessum mikla
baráttuleik.
„Þetta var í einu orði sagt ömur-
legt. Bæði í sókn og vörn og ég gat
ekki séð að nokkur maður inni á
vellinum hefði áhuga á því að
leggja sig fram. Það var enginn að
gera neitt af því sem við lögðum
upp með fyrir þennan leik og menn
vinna ekki leik í þessari deild með
því að skora 19 mörk,“ sagði Héð-
inn Gilsson, aðstoðarþjálfari HK.
„Sigurður Bjarnason, aðstoðar-
þjálfari Stjörnunnar var öllu kátari
með sína menn og þakkaði góðri
vörn sigurinn. „Það var Sigga
Sveins-vörnin og liðsheildin sem
skóp þennan sigur,“ sagði Sigurður
hlæjandi. „Við náðum að halda
niðri hraðanum gegn góðu sóknar-
liði og Patrekur var mjög mikil-
vægur í lokin,“ sagði Sigurður. -bb
LEIKIR GÆRDAGSINS
DHL-deild karla:
HK–STJARNAN 19–23 (9-9)
Mörk HK: Remigijus Cepulis 6, Vilhelm
Gauti Bergsveinsson 4, Valdimar Þórsson
3, Elías Már Halldórsson 3, Brynjar
Valsteinsson 3. Hörður Flóki Ólafsson
varði 13 skot. Arnar Freyr Reynisson varði
1 víti.
Mörk Stjörnunnar: Patrekur Jóhanness-
on 5, Kristján Kristjánsson 5/1, David
Kekelia 4, Björn Friðriksson 3, Arnar
Theódórsson 3/2, Þórólfur Nielsen 2.
Roland Valur Eradze varði 14/2 skot.
STAÐAN:
FRAM 4 4 0 0 110–96 8
KA 4 2 2 0 117–108 6
ÍR 4 3 0 1 146–122 6
HAUKAR 3 2 0 1 80–75 4
ÞÓR AK. 4 2 0 2 105–102 4
STJARNAN 4 2 0 2 110–104 4
VALUR 3 2 0 1 99–83 4
FYLKIR 4 2 0 2 94–92 4
AFTURELD. 4 1 1 2 96–107 3
SELFOSS 4 1 1 2 114–131 3
HK 4 1 1 2 108–110 3
ÍBV 3 1 0 2 82–107 2
VÍK./FJÖL 4 0 1 3 104–117 1
FH 3 0 0 3 64–75 0
Ítalska A-deildin:
MESSINA–SAMPDORIA 1–4
0–1 Flachi (45.), 0–2 Bonazzoli (63.),
0–3 Borriello (75.), 1–3 Agostino (77.),
1–4 Bonazzoli (90.).
AC MILAN–REGGIANA 2–1
1–0 Maldini (5.), 2–0 Maldini (20.), 2–1
Cavalli (90.)
LECCE–CAGLIARI 3–0
1–0 Konan (8.), 2–0 Pinardi (14.), 3–0
Ledesma (68.).
ROMA–SIENA 2–3
0–1 Negro (17.), 1–1 Taddei (46.), 1–2
Chiesa (54.), 2–2 Panucci (86.), 2–3
Colonnese (90.).
PALERMO–EMPOLI 2–2
1–0 Caracciolo (7.), 1–1 Tavano (9.), 1–2
Tavano (42.), 2–2 Makinwa (54.).
ASCOLI–PARMA 3–1
0–1 Pisanu (20.), 1–1 Bjelanovic (28.),
2–1 Foggia (33.), 3–1 Bjelanovic (68.).
FIORENTINA–LIVORNO 3–2
1–0 Toni (27.), 2–0 Jörgensen (35.), 3–0
Pazzini (60.), 3–1 Galante (86.), 3–2
Morrone (88.).
JUVENTUS–INTERNAZIONALE 2–0
1–0 Trezeguet (22.), 2–0 Nedved (34.).
STAÐA EFSTU LIÐA:
JUVENTUS 6 6 0 0 12–2 18
AC MILAN 6 4 1 1 11–5 13
FIORENTINA 6 4 1 1 14–9 13
SAMPDORIA6 4 0 2 13–8 12
INTER 6 4 0 2 10–5 12
LIVORNO 6 3 2 1 7–4 11
PALERMO 6 3 2 1 11–10 11
CHIEVO 6 3 1 2 6–4 10
SIENA 6 3 1 2 12–11 10
LAZIO 6 3 1 2 9–9 10
Spænska úrvalsdeildin:
REAL SOCIEDAD–REAL BETIS 1–1
0–1 Juanito (21.), 1–1 Kovacevic (46.).
RACING–ALAVES 1–2
0–1 Wesley (32.), 1–1 Juanjo (77.), 1–2
Carpintero (94.).
VILLARREAL–ATHLETIC BILABO 3–1
0-1 Exteberria (19.), 1–1 Riquelme (45.),
2–1 José Mari (63.), 3–1 Senna (77.).
DEPORTIVO–OASASUNA 0–1
0–1 Munoz (16.).
SEVILLA–ESPANYOL 1–1
0–1 Fredson (14.), 1–1 Kepa (90.).
CADIZ–CELTA VIGO 1–1
1–0 Fleurquin (14.), 1–1 Baiano (24.).
REAL MADRID–MALORCA 4–0
1–0 Ronaldo (32.), 2–0 Roberto Carlos
(45.), 3–0 Roberto Carlos (65.), 4–0
Baptista (76.).
MALAGA–ALETICO MADRID 0–2
0–1 Torres (66.), 0–2 Kezman (75.).
STAÐA EFSTU LIÐA:
GETAFE 6 4 2 0 11–6 14
CELTA 6 4 1 1 10–6 13
R. MADRID 6 4 0 2 14–6 12
OSASUNA 6 4 0 2 7–5 12
BARCELONA 6 2 3 1 11–7 9
VALENCIA 6 2 3 1 10–9 9
DEPORTIVO 6 2 3 1 6–5 9
ZARAGOZA 6 1 5 0 8–6 8
PATREKUR GÓÐUR Í GÆR Patrekur Jóhannesson átti mjög góðan leik með Stjörnu-
mönnum gegn HK í gær. Patrekur tók af skarið undir lokin þrátt fyrir að vera í mjög
strangri gæslu eins og sjá má á myndinni fyrir ofan. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR
MÁNUDAGUR 3. september 2005
FULLT HÚS Juventus er búið að vinna alla
sex leiki sína á tímabilinu. David Trezeguet
sést hér fagna marki sínu í sigrinum á
Inter í stórleiknum í gær. GETTYIMAGES