Fréttablaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 82
Tölvuleikir eru orðnir leiðandi í afþreyingariðnaðinum í dag. Tölvuleikir velta miklu meiru en kvikmyndaiðnaðurinn gerir og markhópurinn fyrir tölvuleiki breikkar með hverri kynslóð. Iðn- aðurinn hefur lengi verið gagn- rýndur fyrir að ala upp heilu hverfin af feitum unglingum sem gera ekkert annað en að borða sælgæti, drekka gos og spila tölvuleiki. Með tilkomu EyeToy- myndavélarinnar sem tengist við Playstation 2 leikjavélina er loks- ins komin hreyfing á málið. Með EyeToy þurfa leikendur að nota líkamann til að spila og er stundum mikill hamagangur og leikendur svitna við að spila leik- ina. Nike hefur tekið EyeToy opn- um örmum og hefur hannað heilsuræktarprógramm fyrir tölvuleikjahausa. Heilsuræktarstöð heima í stofu Sony og Nike hafa tekið höndum saman og framleitt fyrsta heilsu- leikinn fyrir Playstation 2. Sony kom með tækniþekkinguna sína að borðinu og Nike mætti með sérfræðikunnáttu sína á sviði heilsuræktar og úr varð mjög metnaðarfullur leikur sem heitir EyeToy Kinetic. Í leiknum er fjöldinn allur af heilsuæfingum sem þjálfa allan líkamann og er hann tilvalinn fyr- ir þá sem af einhverjum ástæðum vilja ekki þjálfa líkamann í heilsu- ræktarstöðvum eða hreinlega vilja spara sér peninga en komast samt í form. Til þess að þjálfa heima í stofu þarf eitt stykki Playstation 2 tölvu ásamt EyeToy-myndavél, Kinetic- forritið, gott gólfpláss og æf- ingagalla. Nike Motionworks lagði til að- stöðu sína, en vanalega er stúdíóið notað til að skoða íþróttamenn og hreyfingar þeirra til að stemma stigu við algengum íþróttameiðsl- um. Motionworks er eitt full- komnasta stúdíóið í þessum geira og lagði teymið sitt af mörkum til að nýta tæknina í þágu EyeToy Kinetic. Árangurinn sést vel í leiknum því allar hreyfingar hjá þjálfurunum eru sérstaklega vel gerðar og gefur titlinum það raun- veruleikagildi sem Sony sóttist eftir. Hvað er verið að þjálfa Þær eru fjórar aðaláherslurnar sem Kinetic byggir á og er hægt að þjálfa allan líkaman. Cardio zone: Eróbikk og dans Combat zone: Hreyfingar og æf- ingar sem byggjast á bardaga- íþróttum Toning zone: Teygjuæfingar sem styrkja vöðva líkamans Mind and body zone: Öndunaræf- ingar og slökunaræfingar Í hverju æfingasvæði eru margar æfingar sem eru hannað- ar til að byggja upp líkamann. Einnig er boðið upp á upphitun sem er góður kostur til að forðast algeng íþróttameiðsl eins og togn- un. Sérsniðið æfingaprógramm Kinetic býður upp á sérsniðið æf- ingaprógramm með einkaþjálfur- um leiksins, Matt og Önnu. Prógrammið nær yfir 12 vikur og er árangurinn mældur og þjálfar- arnir leiðbeina í öllum liðum prógrammsins. Það er eins gott að fylgja prógramminu eftir því þjálfararnir láta þig vita ef þú sinnir ekki æfingunum og ferð eftir prógramminu. Æfinga- prógrammið nýtir klukkuna í Playstation 2 vélinni til að keyra æfingadagskrána áfram og ef ekki er mætt í æfingar riðlar það prógramminu og þjálfararnir verða fúlir. Engin pressa Það er að sjálfsögðu nokkuð slæmt að vera ekki með raunveru- legan þjálfara úr holdi og blóði sem segir þátttakendum til en markmiðið með leiknum er ekki að þrýsta á þátttakendur að púla og svitna. Með Kinetic er hægt að hoppa beint inn í stakar æfingar og þær eru margar hverjar mjög skemmtilegar. Það þarf óneitan- lega aga til að fara í gegnum tólf vikna prógramm en kosturinn er sá að hægt er að gera æfingarnar heima algjörlega á eigin forsend- um án þess að þurfa æfa innan um fullar líkamsræktarstöðvar á há- annatímum. Kinetic býður einnig upp á sérsniðna tónlist fyrir æf- ingarnar hvort sem það er slak- andi tónlist fyrir Tai Chi eða pumpandi danstónlist fyrir eró- bikk og hægt er að velja milli mis- munandi laga. Allir geta æft Þar sem EyeToy er orðið eitt vin- sælasta fjölskyldutækið á Íslandi fyrir Playstation 2 má fastlega bú- ast við því að allir meðlimir í fjöl- skyldunni geti bætt heilsuna heimafyrir. Framsetningin á Kinetic er mjög aðgengileg þannig að unga kynslóðin getur al- veg eins verið með eins og full- orðna fólkið. Satt að segja er ekki svo vitlaust að foreldrar leyfi börnunum sínum að leika sér í tölvuleikjum gegn því að þau spili Kinetic í klukkutíma á hverjum degi til að fá gagnlega hreyfingu. Það er eitthvað sem gæti spornað við óheilsusamlegu líferni og bætt líkamsgetu á fjörugan máta. Franz Gunnarsson Heilsuleikur ry›ur sér til rúms [ TÖLVULEIKUR ] UMFJÖLLUN Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 Sýnd kl. 4 í þrívídd Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 B.i. 14 ára Sýnd í Lúxus kl. 4, 6, 8 og 10 HUGSAÐU STÓRT SÍMI 564 0000 Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i. 14 ára Sýnd kl. 4 ÍSLENSKT TALSýnd kl. 8 og 10.30 B.i. 16 ára ★★★ -ÓHT Rás 2 ★★★ -HJ MBL ★★★ -SV MBL Sýnd kl. 4 og 6 Miðaverð 450 kr. ÍSLENSKT TAL Óbeint framhald af þáttaröðinni Jesú og Jósefína sem var sýnd við miklar vinsældir á Stöð 2 síðustu jól. Skemmtileg ævintýramynd með íslensku tali. SÍMI 551 9000 400 kr. í bíó! Gildir á allar sýningar merktar með rauðu Red Eye kl. 6, 8 og 10 Óskar & Jósefína kl. 6 Bewitched kl. 8 The Man kl. 10 Sýnd kl. 8, og 10.20 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 Til að hafa stjórn á hrottum og illmennum er sett á laggirnar sérstök sveit sem kallar sig Night Watch! Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 16 ára ★★★ -ÓHT Rás 2 ★★★ -ÓHT Rás 2 ★★★ -HJ MBL ★★★ -SV MBL Lost Children/Týndu börnin Sýnd kl. 6 Something like Happiness/Eins konar hamingja Sýnd kl. 6 Shark in the Head/Hákarl í höfðinu Sýnd kl. 8 Bed Stories/Rekkjusögurdraumur Sýnd kl. 10 Sýnd kl. 6 ÍSLENSKT TAL Óbeint framhald af þáttaröðinni Jesú og Jósefína sem var sýnd við miklar vinsældir á Stöð 2 síðustu jól. Skemmtileg ævintýramynd með íslensku tali. SIRKUS NÝ DAGSKRÁ Í OKTÓBER! FYLGSTU MEÐ. THE CUT MÁNUDAGA KL 22.00 WEEDS FIMMTUDAGA KL 21.30 VEGGFÓÐUR MÁNUDAGA KL 21.00 FASHION TV MÁNUDAGA KL 20.30 ÁSTARFLEYIÐ BYRJAR FIMMTUDAGINN 20. OKTÓBER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.