Fréttablaðið - 03.10.2005, Page 86

Fréttablaðið - 03.10.2005, Page 86
Gylfi Gröndal er Íslendingum að góðu kunnur fyrir ævisögur sínar og heimildarþætti um helstu skáld tuttugustu aldar. Fyrir tæpu ári greindist hann hins veg- ar með ólæknandi krabbamein. Í baráttu sinni hefur hann notast við skáldgáfuna. Í næsta mánuði kemur út áttunda ljóðabók hans, Eitt vor enn, en þar fá lesendur að skyggnast inn í huga höfundarins þar sem hann veltir lífinu og dauðanum fyrir sér. „Ég hef alltaf haft þann hátt- inn á að yrkja mig frá hlutunum,“ útskýrir Gylfi sem var nokkuð hress þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Sagðist hafa verið ról- fær síðustu tvo mánuði. „Þetta var mjög erfitt fyrstu mánuðina þar sem ég fékk mikið af sterkum lyfjum en þeim fylgdu miklar aukaverkanir.“ Gylfi segir að þessi bók sé allt öðruvísi en aðrar ljóðabækur hans. „Hún er viðbrögð mín við aðstæðum,“ útskýrir hann og í þessu tilviki hafi ljóðin komið af sjálfu sér. Það stóð þó aldrei til að gefa ljóðin út og Gylfi var á báð- um áttum þegar það kom til tals enda bókin óvenjupersónuleg. „Krabbamein er hins vegar al- gengur sjúkdómur og ég fór að spá í það hvort aðrir sem glímdu við slík veikindi hefðu ekki gagn af því að lesa hugleiðingar ein- hvers sem væri í sömu stöðu,“ segir hann. Gylfi segir að áður en veikind- in dundu yfir hafi hann ekki spáð mikið í hlutum eins og dauðanum. „Svo allt í einu fer maður að hugsa út í þetta og gerir sér grein fyrir því að það er ekki langt milli lífs og dauða,“ segir hann. Auk ljóðlistarinnar segir Gylfi trúna hafa hjálpað sér mikið og reynst honum dýrmæt á þessum vega- mótum. „Þetta snýst allt um að geta sæst við dauðann,“ segir hann. Gylfa finnst nauðsynlegt að fá ekki veikindi sín á heilann. Það geti reynst þreytandi fyrir að- standendur. „Ég áttaði mig strax á því að hugarfarið yrði að vera í lagi því þetta er ekki síður bar- átta hugans en líkamans. Það þýð- ir ekki að detta niður í þung- lyndi,“ útskýrir hann og segist hafa reynt eftir fremsta megni að vera hress. „Ég nota ljóðlistina til að rasa út.“ ■ 34 3. október 2005 MÁNUDAGUR Ávef Víkurfrétta kemur fram aðMagnús Ólafsson, leikarinn góð- kunni, lýsir yfir framboði sínu til fyrsta sætis á lista Sjálfstæðis- flokksins í Hafnarfirði. Þar segir hann að pólitíkin hafi lengi blundað í honum og nú ætli hann að láta til skara skríða. Það er þó létt yfir yfir- lýsingunni og bendir Magnús á að hann hafi sinnt bæjarstjórahlutverk- inu nokkuð lengi. Fyrir þá sem ekki vita þá hefur Magnús verið bæjar- stjóri í Latabæ um nokkurra ára skeið. Ef eitthvað má marka vel- gengni þess bæjarfé- lags má ljóst vera að Magnús hefur sitthvað til mál- anna leggja. Stefán Pálsson gerir mannabreyt-ingar fjölmiðlanna að umtalsefni á bloggsíðu sinni. Segir hann þær bera vott um lítið ímyndunarafl. Starfsmenn RÚV séu ráðnir á Stöð 2 og öfugt. Stefán vitnar ennfremur í orð alþingismannsins Péturs Blön- dal sem þingmaðurinn lét falla fyrir meira en viku síðan. „Fjölmiðlarnir virtust ekki bara vanhæfir til að fjalla um málefni sinna eigin eigenda, heldur líka mál- efni eigenda annarra fjöl- miðla – því að starfsmenn RÚV í dag væru starfsmenn 365 á morgun.“ Segir Stefán að Pétur hafi sennilega ekki grunað hversu fljótt þessi spádóm- ur myndi rætast. 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 FRÉTTIR AF FÓLKI Útvarpsstöðin Létt FM 96,7 er sjö ára í dag. Í tilefni dagsins verður afmælissöngurinn sunginn, tertur borðaðar og afmæliskveðjur lesnar á stöðinni. „Þetta er kannski ekki hár aldur en talan sjö er heilög og vonandi framundan það besta sem stöðin hefur borið fram,“ segir Sigga Lund, út- varpsskona og verkefnastjóri á Létt FM. „Þetta er fínn líftími og ekki margar útvarpsstöðvar sem stofnaðar voru á þessum tíma sem enn lifa. Konseptið er pottþétt og styrkleiki stöðvarinnar stuttar og hnitmiðaðar kynningar, sígild tónlist og viðtöl sem fara ekki yfir fimm mínútur að lengd.“ Að sögn Siggu er fyrirmynd Létt FM útvarpsstöðin Light FM í New York. „Þar lifir þetta konsept ár eftir ár og alltaf sömu þáttastjórnendurnir. Fólk vill hafa það þannig og stöðin hefur gífurlega hlustun. Við horfum því til þeirra og fylgjumst með því sem þeir gera.“ Þegar Létt FM fór fyrst í loftið var stöðin hugsuð sem vinnustaðaútvarp; afþreying hins stritandi almúga. „Við stöndum enn við það þótt stöðin hafi líka á sér rómantískan stimpil. Róleg tónlist og notalegt andrúmsloft tengjast alltaf rómantík og rómantík því aldrei langt undan á Létt FM“ segir Sigga bros- andi. „Við leikum fallega tónlist á kvöldin svo hlustandinn geti andað léttar og leitumst við að fólk geti gengið að því sama þegar það kveikir á útvarpinu. Því er enginn einn þáttur vinsælli en annar og ekki mikill munur á þáttunum, annar en persónuleiki þáttastjórnenda.“ Þegar horft er til hlustendakannanna virðist stöðin komin til að vera. „Við eigum bara eftir að vaxa og dafna, en starfinu er aldrei lokið og við vinnum í sífellu að því að gera stöðina faglegri, betri og hlust- endavænni, sem er heilmikið verkefni út af fyrir sig.“ Og Sigga segir Létt FM örugglega hreyfa við ást- sjúkum og þeim sem glíma við sorg í hjarta. „Létt FM vekur tilfinningar með fólki og gömlu lög- in geðshræringu. Ég fæ reglulega símtöl frá hlust- endum sem viðurkenna að þeir hafi tárast við hlustunina. Þetta er því tilfinningaheitt útvarp.“ SIGGA LUND ...fær Hendrikka Waage fyrir að koma skartgripalínu sinni inn í verslunina Harrods. HRÓSIÐ SEGIR SJÖ ÁRA AFMÆLI STÖÐVARINNAR MARKA GÓÐ TÍMAMÓT SÉRFRÆÐINGURINN SIGGA LUND ÚTVARPSKONA Á LÉTT FM 96,7 Tilfinningaheitt útvarp Ofurtala GYLFI GRÖNDAL: YRKIR SIG FRÁ HLUTUNUM Veltir fyrir sér lífinu og dauðanum GYLFI GRÖNDAL Í næsta mánuði gefur Gylfi út sína áttunda ljóðabók sem verður hans persónulegasta hingað til. Hættir sem eins manns hljómsveit LÁRÉTT 2 afkvæmi 6 í röð 8 fjór 9 eins um u 11 haf 12 þíða 14 hvæsa 16 guð 17 blóm 18 fiskur 20 í röð 21 lipurð. LÓÐRÉTT 1 hæfileiki 3 austfirðir 4 planta 5 augnhár 7 spendýr 10 vel búin 13 haf 15 sjúkdómur 16 rangl 19 í röð. LAUSN LÁRÉTT: 2ansa,6jk,8áta,9æra,11Ra, 12föstu,14girnd, 16fg,17ísa,18aur, 20al,21tróð. LÓÐRÉTT: 1djæf, 3ná,4strunsa,5aaa, 7kröggur, 10asi,13trí,15dala,16fat, 19ró. Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, er um þessar mundir á lítilli tónleika- ferð um Evrópu. Á fimmtudaginn spilaði hann í Paradiso-klúbbnum í Amsterdam og á laugardag átti hann að vera í Eindhoven. Þaðan lá leiðin til Bretlands þar sem hann ætlaði að spila á fjórum tón- leikum. „Ég á síðan pantað flug heim fjórða október,“ segir hann augljóslega ekkert þreyttur þrátt fyrir mikil ferðalög á þessu ári. Hann er nýkominn frá Japan þar sem hann spilaði ásamt konu sinni Rúnu. „Þetta er í annað skiptið sem ég fer þangað. Þeir eru jafnruglaðir og við,“ segir hann og bætir við að þeir hafi tekið vel undir með Poke a Pale. Mugison hefur fengið fína dóma fyrir tónlist sína við kvik- myndina A Little Trip to Heaven sem hann vinnur núna við að hljóðvinna svo hægt sé að setja á geisladisk. „Það var æðislegt að gera þessa tónlist og mjög þægi- legt að vinna með Baltasar Kor- máki,“ segir hann. Mugison er þó hvergi nærri hættur að ferðast. Eftir dvöl sína hér heima fer hann til Frakk- lands og Þýskalands. „Síðan ligg- ur leiðin til Bandaríkjanna í til- efni af úgáfu plötunnar minnar þar í næstu viku,“ segir hann en búið er að skipuleggja tónleika í New York og Los Angeles auk Minneappolis. „Þessu lýkur í Skandinavíu og þá er ég hættur að troða upp einn“ segir hann og ráðgerir að setja saman hljóm- sveit fyrir næstu plötu. „Það verður einhver heljarinnar sirkus,“ segir hann og hlær. MUGISON Er á leiðinni til Banda- ríkjanna til að fylgja eftir útkomu plötu sinnar og heldur meðal annars tónleika í Los Angeles og New York. 7 18 24 35 36 1 13 21 25 26 33 12 28 21 6 8 6 9 2 3 7 7 5 1 10 28.09.2005 01.10.2005

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.