Fréttablaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 23
5MÁNUDAGUR 3. október 2005 ÚTSALA verslun FULLORÐNA FÓLKIÐ EYÐIR MIKLUM TÍMA Í ELDHÚSINU OG OFT VILJA BÖRNIN FÁ AÐ FYLGJ- AST MEÐ ÞEGAR VERIÐ ER AÐ ELDA, ÞÓTT ÞAÐ GETI VERIÐ HÆTTULEGT. HÉR ERU NOKKUR ATRIÐI SEM GOTT ER AÐ HAFA Í HUGA TIL AÐ TRYGGJA ÖRYGGI BARNANNA Í ELDHÚSINU. 1Geymdu eldfæri, beitt áhöldog hreinsiefni þar sem litlir fingur ná ekki til. 2Settu barnalæsingar á skápaog skúffur sem börn geta náð til, sérstaklega ef innihald skápanna getur reynst varasamt. 3 Taktu tæki úr sambandi umleið og búið er að nota þau. Passaðu að börnin nái ekki í snúrurnar því þá geta þau togað tækin niður af eldhúsbekknum. 4Þú skalt aldrei hella sjóð-andi vatni eða vökva þegar barn er nærri og fylgjast með því að börn komist ekki í heita drykki eins og nýuppáhellt kaffi. 5Not-aðu frek- ar eldavélarhell- ur nær veggnum. Láttu sköft á pott- um og pönnum alltaf snúa að veggnum. 6Gættu þess að frístandanditæki, eins og eldavélar eða ísskápar, séu vel fest svo ekki sé hægt að velta þeim um koll. 7Dúkar geta verið hættulegirþví börn geta dregið þá niður af borðinu og borðbúnaðinn með. 8Ekki hafa kolla eða stóla ná-lægt eldavélinni. Reyndu að koma í veg fyrir að barnið geti klifrað upp á eldhúsbekkinn. 9Börn ættu ekki að leika séreftirlitslaus í eldhúsi og því er gott að geta lokað því þegar enginn er þar inni. Öruggt eldhús Sitjandi e›a standandi Borð sem má hækka og lækka. Borð sem má hækka og lækka getur verið góð lausn til að bæta vinnuaðstöðuna í eldhús- inu og jafnvel til að spara pláss. Heildverslunin H.G. Guð- jónsson býður upp á borð á stöpli sem hægt er að hækka og lækka með rafmagni eða loftþrýstingi. Borðin má hafa í hæð sem passar fyrir sitjandi stöðu og svo má hækka þau upp í þá vinnustöðu sem hentar hverjum og einum best. Borðið er einnig hægt að lækka og sitja við og matast.. Í upphækkaðri stöðu nýtist borðið vel til vinnu í eldhúsinu. M YN D /G ET TY Sáð til reyniviðar AUÐVELT ER AÐ FJÖLGA REYNIVIÐI MEÐ SÁNINGU. Til að fjölga reyniviðartrjám með sáningu er gott að safna þroskuðum berjum, merja þau saman við þurrkaðan hænsna- skít og dreifa maukinu yfir bakka með mold. Hylja það síðan með þunnu lagi af jarðvegi. Best er að geyma bakkann á köldum stað, annað hvort í köldu gróðurhúsi eða vermireit sem breitt er yfir. Heimild: Garðurinn allt árið. Ritstjóri Vilmundur Hansen. Sáning } Eldhúsið tekið í gegn HAUSTIÐ ER OFT TÍMI FRAM- KVÆMDA. EF ENDURNÝJA Á Í ELDHÚSINU ER GOTT AÐ UND- IRBÚA SIG VEL ÁÐUR EN HAFIST ER HANDA. • Skoðaðu vel og gerðu verð- samanburð áður en þú kaupir tæki í eldhúsið. Gott getur verið að kaupa öll tækin á sama stað. Þá eru meiri líkur á að fá góðan afslátt. • Hugsaðu þig vel um áður en þú ræðst í að brjóta niður veggi til að stækka eldhúsið. Stundum passar það ekki við karakter íbúðarinnar að breyta herbergjaskipan. • Hafðu innanhússarkitekt með í ráðum ef róttækar breytingar eru framundan. • Það eru aldrei of margar innstungur í eldhúsinu. Ef ver- ið er að leggja nýtt rafmagn þá er um að gera að setja sem flestar innstungur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.