Fréttablaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 10
HREINSAÐ Í NEW ORLEANS Martin Aguinaga frá Oklahoma hreinsar rusl eftir fellibyljina Katrínu og Ritu af götunni Canal Street í New Orleans. 10 3. október 2005 MÁNUDAGUR Stasi njósnaði um Joseph Ratzinger áður en hann varð páfi: Talinn hættulegur kommúnisma ÞÝSKALAND Austur-þýska leyni- þjónustan sáluga, Stasi, áleit Joseph Ratzinger kardinála, sem nú er Benedikt páfi sextándi, einn hættulegasta gagnrýnanda kommúnisma og njósnaði um hann frá árinu 1974. Þetta kemur fram í þýska tímaritinu Bild am Sonntag sem birti nýlega gögn sem sýna að Stasi fylgdist náið með Ratzinger í mörg ár. Þar kemur fram að vinátta Ratzingers við hinn pólska Jóhannes Pál páfa annan var álit- in mjög hættuleg. Talið var að Ratzinger, sem fæddur er í Bæjaralandi, gæti haft töluverð áhrif á andstöðu gegn kommún- isma innan kaþólsku kirkjunnar. Í skjölunum kemur einnig fram að Stasi reyndi árið 1981 að finna einhverjar vísbendingar um að Ratzinger hefði verið viðriðinn Nasistaflokkinn, en vitað er að Ratzinger var félagi í Hitleræsk- unni. Sú leit bar þó engan árangur. Bild am Sonntag heldur því fram að Benedikt páfi sjálfur hafi leyft birtingu á skjölunum en yfir- völd í Vatíkaninu hafa ekki viljað staðfesta það. - sgi Afgreiðslutími forræðismála stefnir fjölskyldutengslum í hættu: Um níu mána›a bi› DÓMSMÁL Það tekur sýslumann Reykjavíkur níu mánuði að meðal- tali að fella úrskurð í umgengnis- máli, og dóms- og kirkjumálaráðu- neytið tekur sér enn rýmri tíma til þess sama. Þetta kemur fram í kandidatsritgerð Helga Áss Grét- arssonar, sem hann varði við laga- deild Háskóla Íslands á föstudag. Helgi skoðaði 302 umgengnismál hjá sýslumanninum í Reykjavík og 41 mál á sama tímabili hjá ráðu- neytinu á árunum 2002 til 2003. „Þetta ástand hefur verið lengi svona,“ segir Ingimundur Sveinn Pétursson, formaður Félags ein- stæðra foreldra, og bætir því við að þó lítill eða enginn ágreiningur sé milli foreldranna getur mál þeirra samt sem áður tekið fjöl- marga mánuði. Íslenska stjórnarskráin gerir ráð fyrir að allir hafi rétt á fjöl- skyldulífi og því að fá úrlausn sinna mála innan hæfilegs tíma. Þó er staðreyndin sú að stundum tekur málaskak það langan tíma að fjölskyldulíf fer mikið úr skorðum, og þá er það oft sem ann- að foreldrið, yfirleitt faðirinn, hvorki heyrir né sér barn sitt mán- uðum saman. „Þetta getur verið stressandi og sárt fyrir það foreldri sem er að missa af umgengni á meðan yfirvöld komast að niðurstöðu. Börn mynda tilfinningatengsl frá tveggja og upp í fimm ára, og ef verið er að hamla umgengi á þess- um tíma þá getur það skemmt gríðarlega fyrir næstu átján árun- um,“ segir Ingimundur, og bætir við að stundum verði tímalengd málaferlanna til þess að foreldrið sem ekki hefur umgengnisrétt hreinlega gefist upp og hætti að reyna að hafa samband við börnin sín. - smk ATVINNUMÁL Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarmanna og formaður iðnaðarnefndar Alþingis, hefur fulla trú á því að Slippstöðin á Akureyri, sem þurfti að sækja um greiðslustöðvun á dögunum, verði endurreist á sama stað. „Ég vil að stjórnvöld beiti sér í þá átt að bæta samkeppnisstöðu skipasmíðaiðnaðar hér á landi gagn- vart erlendum aðilum og tel þetta vera mikið forgangsmál,“ segir Birkir. Að sögn Birkis eru þegar komn- ar fram tillögur í nokkrum liðum frá nefnd sem var skipuð af iðnað- arráðherra þar sem fulltrúar frá iðnaðarráðuneytinu, fjármálaráðu- neytinu og Samtökum iðnaðarins fóru yfir leiðir til að bæta starfsum- hverfi íslensks skipaiðnaðar. Hann segir afar mikilvægt að missa ekki þennan iðnað úr landinu. „Það er nú einu sinni þannig að undirstöðuat- vinnugrein þjóðarinnar er fiskveið- ar og sá atvinnuvegur þarf að fá þjónustu frá fyrirtækjum eins og Slippstöðinni. Það væri dýrt að missa þessa þjónustu úr landi því það er mikil þekking í fyrirtæki eins og Slippstöðinni.“ Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á Akureyri, hefur einnig trú á að rekstur Slippstöðvarinnar haldi áfram og er ánægður með ummæli Birkis Jóns. „Það er mjög ánægjulegt að verða vitni að því að framsóknarþingmenn og fulltrúar ríkisstjórnarinnar skuli hafa svona tröllatrú á íslenskum skipasmíða- iðnaði, sérstaklega á Akureyri. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þeir beita sér í því,“ segir Kristján Þór. „Bæjar- og hafnaryfirvöld á Akur- eyri hafa verið í samskiptum við starfsmenn stöðvarinnar og ég hef enga trú á öðru en að rekstur haldi þarna áfram. Þarna er mikil þekk- ing fyrir hendi og ágætis verkefna- staða í viðhaldi skipa. Það er ástæðulaust að láta þetta verkefni á Kárahnjúkum draga niður þá verkþekkingu og kunnáttu sem er þarna fyrir hendi.“ freyr@frettabladid.is Bílvelta í Vestmannaeyjum: Réttindalaus og ölva›ur LÖGREGLUMÁL Sautján ára piltur velti jeppa á veginum norðan Breiðabakka í Vestmannaeyjum og er bifreiðin talin ónýt en pilturinn slapp lítið meiddur líkt og jafnaldri hans sem var með í för. Pilturinn hafði stolið bifreiðinni en hann er ekki kominn með öku- réttindi. Lögreglan í Vestmannaeyj- um grunar piltinn um að hafa verið ölvaðan við aksturinn og bendir flest til þess að hann hafi ekið mun hraðar en leyfilegt er. Piltarnir gengu til byggða af slysstað og voru því næst sendir til aðhlynningar á sjúkrahúsið en meiðsl þeirra reyndust ekki alvar- leg. - jse BRJÁLÆÐINGUR MEÐ SVEÐJU Á LOFTI Tindur höfuðkúpubraut ungling HAFÐI ÁÐUR STUNGIÐ PILT Í HÁLSINN MEÐ SKRÚFJÁRNI FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P M YN D /A P INGIMUNDUR SVEINN PÉTURSSON For- maður Félags einstæðra foreldra segir ís- lensk yfirvöld oft taka of langan tíma til að fella úrskurð í umgengnismálum. SLIPPSTÖÐIN Forsvarsmenn Slippstöðvarinnar á Akureyri sóttu um greiðslustöðvun á dögunum. Trú á endurreisn Slippstö›varinnar Forma›ur i›na›arnefndar Alflingis hefur trú á flví a› Slippstö›in á Akureyri ver›i endurreist flrátt fyrir grei›slustö›vun. Bæjarstjóri Akureyrar segir verk- efnastö›u Slippstö›varinnar gó›a. BENEDIKT PÁFI SEXTÁNDI Austur- þýska leyniþjónustan fylgdist náið með Ratzinger í gegnum árin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.