Fréttablaðið - 03.10.2005, Page 83

Fréttablaðið - 03.10.2005, Page 83
FRÉTTIR AF FÓLKI Alex Kapranos, söngvari FranzFerdinand, segir leikarann Ro- bert De Niro vera hans aðal tísku- fyrirmynd. Skoski söngvarinn segist elska stíl De Niros og segir leikarann geisla af kynþokka og töffaraskap. „Ég hef alltaf dýrkað þetta fína en um leið harða lúkk. Svona lúkk eins og Robert De Niro nær. Mér finnst það virka miklu hættulegra heldur en Marlon Brando – leðurjakkatýp- an,“ segir söngvarinn. Breska leikkonan Rosamund Pikehefur viðurkennt að henni finnist leikarinn Don- ald Sutherland einstaklega kyn- þokkafullur en hún lék nýlega á móti honum í myndinni Pride and Prejudice. „Hann var frá- bær. Hann er mjög innilegur maður, afar per- sónulegur og til- búinn til að tala um kynlíf, ástina, lífið og hraða bíla. Hann er afar kynþokkafullur í eigin persónu,“ sagði Pike. Mike Myers mun leika KeithMoon heitinn sem trommaði með hljómsveitinni The Who. Roger Daltrey sem var með Moon í hljómsveitinni framleiðir myndina og hefur leitað mikið að hinum full- komna manni í hlutverkið og telur sig hafa fundið hann í Myers. Leikarinn sjálfur vildi einnig ólmur taka að sér hlut- verkið. Moon dó aðeins 32 ára gamall eftir að hann tók of stóran skammt af eiturlyfjum árið 1978. Mick Jagger segist aldrei hafanotað Viagra og segir frammi- stöðu sína í rúminu ekkert hafa breyst í gegnum árin. Jagger segist ekki hafa neina þörf fyrir hjálp þegar kemur að framkvæmdum þar. „Það er aðeins hægt að komast visst langt með konum með sjarma og húmor. Svo þarftu að standa þig vel í öðrum málum líka. Ég hef aldrei notað Viagra. Ég þarf það ekki,“ sagði hann stoltur. Næsti smádiskur White Stripes verður með laginu The Denial Twist og mun leikstjórinn Michael Gondry leikstýra myndbandinu. Gondry leikstýrði einnig mynd- bandinu The Hardest Button to Button með Jack og Meg. „Þetta verður rosalegt myndband held ég,“ sagði Gondry í viðtali nýlega. „Það verður byggt á degi úr lífi þeirra Jacks og Meg. Við munum endurvekja daginn þegar þau fóru í viðtal til Conan O’Brian á afar furðulegan hátt. Við sjáum þau að tala við Conan, svo spila þau lag og keyra svo heim og í kringum þau er fullt af risum. Þau fara heim og horfa á sig í sjónvarpinu en allan tímann munu þau verða mjög afmynduð og teygð,“ sagði Gondry. ■ WHITE STRIPES Næsti smádiskur hljóm- sveitarinnar kemur út bráðlega og mun hinn virti Michael Gondry leikstýra mynd- bandinu við lagið. Gondry leikst‡rir Pete Doherty, söngvari hljómsveit- arinnar Babyshambles og fyrrver- andi söngvari The Libertines, hef- ur verið handtekinn fyrir að hafa fíkniefni í fórum sér. Atvikið átti sér stað eftir tón- leika sem sveitin hélt í Shrews- bury á Englandi á laugardags- kvöld. Vegna handtökunnar hefur Hr. Örlygur, framkvæmdaaðili tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves ákveðið að aflýsa tón- leikum Babyshambles sem voru fyrirhugaðir í lok þessa mánaðar. Í tilkynningu frá Hr. Örlygi seg- ir að það hafi legið fyrir í nokkurn tíma að Pete Doherty eigi við al- varlegan vímuefnavanda að stríða. Vandamál Dohertys hafi hinsvegar náð nýjum hæðum undanfarna daga og því fannst Hr. Örlygi ekki réttlætanlegt að standa að komu Babyshambles til Íslands, þótt sveitin hafi fengið frábæra dóma í Bretlandi fyrir tónleika sína. Þorsteinn Stephensen, fram- kvæmdastjóri Hr. Örlygs, segir að ákvörðunin um að hætta við tón- leikana hafi ekki verið erfið úr því sem komið var. „Málið var orðið þannig að það var engin leið út úr þessu. Við bókum þá snemma í vor og þá leit út fyrir að þeir væru á leiðinni á rétta braut. Við áttum góð samskipti við þá í sumar og fórum á nokkra tónleika með þeim. En þeir voru bara komnir upp að vegg og við getum ekki unnið með svona fólki,“ segir Þorsteinn. Hann segir það eiga eftir að koma í ljós hvort önnur hljómsveit verði fengin á hátíðina í staðinn fyrir Babyshambles. „Það eru þrjátíu erlendar hljómsveitir og tónlistarmenn á hátíðinni þannig að þetta mun ekki hafa stór áhrif á heildarútkomuna en óneitanlega losnar þarna um pláss. Við erum í sambandi við að- ila úti og sjáum bara til úr hverju við höfum að moða. Það er að minnsta kosti enginn skortur á góðum tónlistarmönnum sem vilja koma til Íslands. Það er bara spurning hvort það sé laus tími í dagskránni þeirra.“ ■ Tónleikum Babyshambles afl‡st Pete Doherty, lengst til hægri, og félagar í Babyshambels munu ekki spila á Iceland Airwaves í október eins og fyrirhugað var. Í yfir 19 ár hefur borgarastyrjöld geisað í Úganda fyrir augum um- heimsins án þess að hann hafi látið sig það varða. Skæruliðar Frelsis- hers drottins hafa rænt börnum í þeim tilgangi að nota þau sem her- menn og þvinga til að drepa eigin skyldmenni. Á Alþjóðlegu kvikmyndahátíð- inni í kvöld klukkan sex verður heimildarkvikmyndin Lost Children sýnd í Regnboganum en hún er um fjögur börn sem náðu að sleppa úr klóm Frelsishersins. Þau snúa aftur heim en þar er tekið á móti þeim sem morðingjum. Ali Samadi Ahadi, annar leikstjóri myndarinnar, mun svara spurningum eftir sýningu en Stefán Ingi Stefánsson, fram- kvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, stjórnar umræðunum. Talið er að yfir 12 þúsund börn- um hafi verið rænt í stríðinu og þau notuð í stríðsrekstrinum, bæði sem drápstól og til kynlífsþrælkunar. Frelsisherinn telur að börn eigi að byrja að taka þátt í stríði við sjö ára aldur. ■ T‡ndu börnin frá Úganda BORGARASTYRJÖLDIN Börnum hefur verið rænt frá heimilum sínum í borgarastyrjöld- inni í Úganda og þau notuð sem kynlífsþrælar eða drápstól.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.