Fréttablaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 21
MÁNUDAGUR 3. október 2005 Miklar breytingar hafa átt sér stað á heimili Dags B. Egg- ertssonar. Verið er að lagfæra húsið bæði að innan og utan og nýr fjölskyldumeðlimur hefur bæst í hópinn. Dagur B. Eggertsson stendur í ýmsu þessa dagana. Þau hjónin eignuðust annað barn sitt fyrir tæpri viku og ákváðu af því til- efni að gera eldhúsið upp. „Það kemur upp í manni þörf fyrir hreiðurgerð á slíkum tímamót- um. Auðvitað má alltaf bæta og breyta en við ákváðum að þessu sinni að einbeita okkur að eld- húsinu.“ Þau pússuðu upp eld- húsinnréttinguna, máluðu hana hvíta og settu nýjar höldur á. „Við búum í gömlu húsi í Þing- holtunum og eldhúsið er í þeim anda,“ segir Dagur og bætir því við að raunar sé líka verið að gera húsið upp að utan og laga bárujárnsklæðninguna. „Svo stefnum við að því að gera efri hæðina upp. Við ætlum að setja tvo kvisti, innrétta barnaher- bergi ásamt litlu baði og setja svalir. Við vonumst til að komast í þetta í vetur en það er í vinnslu.“ Dagur segir afar erfitt að fá iðnaðarmenn á þessum árs- tíma, sér í lagi nú þegar þenslan er í hámarki. „Bárujárn, eld- húsinnrétting og barneignir eru okkar fag þess dagana.“ Að- spurður hvað sé á döfinni segir Dagur vitaskuld allt snúast um nýburann og það að halda málum á floti í vinnunni. „Maður vill auðvitað vera sem mest hjá kríl- inu en það reynist dálítið erfitt,“ segir Dagur sem fer ekki í feðra- orlof fyrr en næsta sumar. Á hverju ári stendur Steypustöðin fyrir leik þar sem fallegasti hellu- og steinagarður ársins er valinn. Leikurinn er haldinn í samstarfi við Rás tvö og fjallað er um leik- inn í þættinum Brot úr degi. Þeir sem eiga fallegan hellu- garð eða vita um einhvern slíkan geta tekið þátt í leiknum með því að senda inn mynd og upplýsingar til Rásar tvö. Skilafrestur til að senda inn tilnefningar rennur út miðvikudaginn 19. október en dómnefnd velur vinnningshafann í beinni útsendingu 22. október. Þann dag verður mikið um að vera á sýningarsvæði Steypu- stöðvarinnar á Malarhöfða og vegleg verðlaun eru í boði fyrir þá sem vinna. Þeir sem eiga fallega hellu- eða steinagarða ættu að taka þátt í leik Steypustöðvarinnar. Dagur B. Eggertsson mæðist í ýmsu þessa dagana, barneign- um, bárujárni og endurbótum á eldhúsi. Átt flú fallegan hellugar›? Steypustöðin velur fallegasta hellu- og steinagarð ársins. Bárujárn og barneignir STOFAN ER STAÐURINN ÞAR SEM FJÖLSKYLDAN SAFNAST SAMAN, OG TEKUR Á MÓTI GESTUM. HÆTTAN ER AÐ HÚN FYLLIST AF DRASLI. HÉR ERU NOKKUR RÁÐ SVO AÐ STOFAN LÍTI SNYRTILEGA ÚT. • Veldu sófa úr efni sem ekki er skítsælt. • Parket, viðargólf og dúkar eru betri gólfefni en teppi. Ef þú vilt hafa teppi veldu þá teppi með stuttum hárum. • Borð með geymsluplássi koma sér vel. • Því minna af smádóti og hlutum sem er í stofunni því auðveldara er að þrífa hana. • Ein stór mynd er snyrtilegri en margar litlar. • Forðastu lampaskerma úr efni sem safna skít. • Hafðu bækur og geisladiska á einu svæði í stofunni. Hjarta heimilisins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.