Fréttablaðið - 03.10.2005, Page 88

Fréttablaðið - 03.10.2005, Page 88
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 HORF‹U EINSOG fiÉR S†NIST! Yfir 300 sjónvarpsflættir og kvikmyndir í stafrænum gæ›um á vísir.is fiÚ ERT SJÓNVARPSSTJÓRI Á Ígamla daga þegar frændur okkarÍrar trúðu á páfann í Róm en ekki Evrópusambandið í Brussel var ég við nám í Dublin. Í þessu strangtrú- aða landi var margt sem ekki þótti við hæfi að nefna. Til dæmis voru kjúklingabringur („chicken-breast“) á matseðlum veitingahúsa ævinlega kallaðar „kjúklingavængir“. Það var óviðeigandi að nefna hið klúra og lostuga orð „brjóst“ á siðprúðum matseðli. Á ÍSLANDI vogaði fólk sér að nefna orðið „brjóst“, en allt þar fyr- ir handan – eða neðan -var svartasta klám. Bækur sem sögðu frá hinni líkamlegu hlið ástalífs og kynhvatar voru bannaðar með lögum (en gengu manna í milli í handskrifuðum stíla- bókum). Þótt forboðið væri að fjalla um kynlíf á prenti var þó sem betur fer ekki bannað að stunda það á laun án þess að vitnum væri við komið – rétt eins og hrossaketsát eftir kristnitöku. HINNI MIKLU BÆLINGU var svarað með því að leggja gífurlega áherslu á svonefnda „friðhelgi einkalífsins“ sem þýddi að menn sem gátu stundað vinnu sína frá 9 til 5 á mánudegi til föstudags og 9 til 12 á laugardögum máttu klæða sig í kvenmannsföt fyrir luktum dyrum í frítíma sínum ef þeir sýndu sig ekki á almannafæri í þeim skrúða. Og menn voru að sjálfsögðu frjálsir að því að drekka sig fulla heima hjá sér og lúskra á konu og börnum af hjartans lyst svo lengi sem neyðar- ópin trufluðu ekki nætursvefn ná- grannanna. Heilsufar fólks flokkað- ist í eina tíð líka undir einkamál áður en heilsufarsupplýsingar urðu verðmæt verslunarvara í líftækni- iðnaði og tryggingaviðskiptum. En sú þróun er önnur saga. Þegar á heildina er litið er það mikill léttir að þöggun og bæling skuli hafa minnkað og frelsi og umræða komið í staðinn. FRIÐHELGI EINKALÍFS snýst ekki lengur um pukur og þöggun heldur um rétt allra manna til að hugsa og tala og hegða sér eins og einstaklingnum sjálfum sýnist, svo lengi sem hann eða hún abbast ekki upp á annað fólk með hátterni sínu. Það er til marks um bælingu og helgislepju að banna að kalla hlutina sínum réttu nöfnum og réttlæta hræsnina með friðhelgi einkalífsins. BAKÞANKAR ÞRÁINS BERTELSSONAR Fri›helgi einkalífsins

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.