Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.10.2005, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 03.10.2005, Qupperneq 18
> Við vorum ánægðir... ... með að sjá að Patrekur Jóhannesson er ekki dauður úr öllum æðum og ætlar sér greinilega að hjálpa Stjörnumönnum í að safna stigum í DHL-deildinni í vetur. Patrekur átti stóran þátt í góðum sigri Stjörnunnar í Digranesi í gær með góðum leik vörn sem og sókn á úrslitastundu hans þrátt fyrir að ganga greinilega ekki heill til skógar. Dómarar skrópuðu ekki Knattspyrnudómarar skrópuðu ekki á Lokahóf KSÍ eins og sögusagnir voru um heldur héldu þeir saman upp á fertugs- afmæli félaga síns Gísla Hlyns Jóhanns- son á sama tíma og knattspyrnufólkið gerði upp sumarið. Dómararnir skrópuðu því ekki á hófið útaf slæmum sætum árið áður heldur af því að afmælisveisla Gísla var á sama tíma og lokahóf KSÍ. sport@frettabladid.is 18 > Við hrósum ... .... Njarðvíkingum fyrir að verja titil sinn á æfingamóti Bakken Bears í Danmörku og um leið hefna „aðeins“ fyrir ófarir íslenska A- landsliðsins gegn Dönum í Evrópukeppninni á dögunum. Njarðvíkingar eru greinilega með hörkulið í vetur. Didier Drogba átti flátt í öllum fjórum mörkum Chelsea sem er enn me› fullt hús eftir átta leiki og ná›i níu stiga forskoti á toppinn eftir leiki helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool steinlá heima gegn Chelsea FÓTBOLTI Það fær fátt stöðvað Eng- landsmeistara Chelsea ef marka má frammistöðu liðsins í gær þeg- ar liðið fór illa með Liverpool á An- field. 1-4 urðu lokatölur og það eru svo sannarlega ekki úrslit sem fólk bjóst við. Miðað við leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku þá mátti búast við rólegum leik. En sú varð ekki raunin og áður en yfir lauk höfðu fimm mörk litið dagsins ljós. Svöruðu gagnrýnisröddum Chelsea voru gagnrýndir harð- lega fyrir frammistöðu sína í leiknum í síðustu viku en þeir svöruðu gagnrýnisröddum með stórsigri á Anfield. Frank Lampard kom gestunum yfir úr vítaspyrnu eftir að Djimi Traore gerði sig sekan um slæm mistök og felldi Didier Drogba. Það tók heimamenn ekki langan tíma að jafna og það gerði Steven Gerrard eftir hornspyrnu og áhorfendur tóku við sér. Drobga sýndi styrk sinn þegar hann lék á Hyypia og lagði boltann á Damien Duff sem kom Chelsea í forystu áður en flautað var til hálfleiks. Þrjú mörk í fyrri hálfleik var eitt- hvað sem engan óraði fyrir. Liverpool sýndi það á upphaf- smínútunum að liðið ætlaði ekki að gefast svo auðveldlega upp og pressaði Chelsea stíft en gestirnir sýndu styrk og bættu þriðja mark- inu við eftir vel útfærða sókn, Joe Cole var ekki í vandræðum með að koma boltanum yfir marklínuna af stuttu færi. Þar með var ljóst að björninn var nánast unninn og sama hvað heimamenn reyndu þá gekk lítið upp. Þegar þeir fengu loksins fær- in þá fóru þeir illa með þau. Það var því í takt við leikinn þegar gestirnir tóku innkast á miðjunni og með þremur snertingum hafði Chelsea tekist að skora og þar var að verki Geremi. Algjör sofanda- háttur í vörn Liverpool og 1-4 tap á heimavelli staðreynd. Eigum skilið meiri virðingu Jose Mourinho sagði að lið sitt ætti skilið meiri virðingu. „Við eig- um skilið að fá meiri virðingu, ekki frá Liverpool heldur bara frá fólki almennt. Við erum búnir að spila 8 leiki, vinna þá alla, búnir að skora 16 mörk og fengið á okkur eitt. Fólk verður að virða það.“ Það var ljóst fyrir þennan leik að Liverpool mátti alls ekki tapa ef liðið ætlaði sér að fylgja Chelsea eftir. Sautján stiga munur á liðun- um þegar mótið er vart byrjað er munur sem verður erfitt, eða nán- ast ómögulegt að brúa. Chelsea hefur hins vegar sýnt það að liðið á svo sannarlega innistæðu fyrir öll- um þeim yfirlýsingum sem hafa komið fram í fjölmiðlum. Það er sama hvað Chelsea gerir, það virð- ist alltaf gera nægilega mikið til þess að sigra. Þegar það er ekki nóg þá tekur liðið sig til og fer illa með Evrópumeistarana á Anfield. Það má með góðri samvisku segja að með þessu áframhaldi þá verði erfitt að stoppa Englandsmeistar- ana í að verja titilinn. Rafael Benitez, knattspyrnu- stjóri Liverpool, var undrandi á úr- slitunum í leikslok. „Ég skil ekki hvernig við fórum að því að tapa 4- 1. Fyrstu tuttugu og fimm mínútur leiksins vorum við betri aðilinn og lékum góða knattspyrnu. Síðan koma ein mistök og Chelsea fær vítaspyrnu. Við náum svo að jafna og ætlum að láta kné fylgja kviði strax í kjölfarið, en í staðinn fáum við á okkur afar klaufaleg mörk. Í seinni hálfleik ætluðum við að pressa stíft og það gekk ágætlega. En einstaklingsmistök reyndust okkur dýrkeypt að þessu sinni. Mér fannst við ekkert lakara liðið á vellinum.“ -gjj LEIKIR GÆRDAGSINS Enska úrvalsdeildin: MAN. CITY–EVERTON 2–0 1–0 Danny Mills (73.), 2–0 Darius Vassell (90.). WIGAN–BOLTON 2–1 1–0 Henri Camara (48.), 2–0 Lee McCulloch (63.), 2–1 Radhi Jaidi (68.). ASTON VILLA–MIDDLESBROUGH 2–3 0–1 Yakubu Aiyegbeni (33.), 1–1 Luke Moore (50.), 1–2 George Boateng (64.), 1–3 Yakubu Aiyegbeni, víti (88.), 2–3 Steven Davis (90.). ARSENAL–BIRMINGHAM 1–0 1–0 Robin Van Persie (81.). LIVERPOOL–CHELSEA 1–4 0–1 Frank Lampard, víti (27.), 1–1 Steven Gerrard (36.), 1–2 Damien Duff (43.), 1–3 Joe Cole (63.), 1–4 Geremi (82.). STAÐAN: CHELSEA 8 8 0 0 18–2 24 CHARLTON 7 5 0 2 12–7 15 TOTTENHAM 8 4 3 1 9–5 15 MAN UTD 7 4 2 1 10–5 14 BOLTON 8 4 2 2 9–6 14 MAN CITY 8 4 2 2 9–6 14 ARSENAL 7 4 1 2 10–4 13 WIGAN 7 4 1 2 7–5 13 WEST HAM 7 3 3 1 11–5 12 MIDDLESB. 8 3 2 3 9–11 11 BLACKBURN 8 3 2 3 7–9 11 NEWCASTLE 8 2 3 3 5–7 9 LIVERPOOL 6 1 4 1 4–6 7 PORTSM. 8 1 3 4 5–9 6 BIRMINGH. 8 1 3 4 7–12 6 A. VILLA 8 1 3 4 8–14 6 SUNDERL. 8 1 2 5 6–11 5 FULHAM 8 1 2 5 7–13 5 WBA 8 1 2 5 7–15 5 EVERTON 7 1 0 6 1–9 3 MARKAHÆSTIR: Darren Bent, Charlton 7 Ruud Van Nistelrooy, Man. Utd 7 Frank Lampard, Chelsea 5 Yakubu Aiyegbeni, Middlesbrough 4 Marlon Harewood, West Ham 4 Geoff Horsefield, WBA 4 Jermain Defoe, Tottenham 3 Thierry Henry, Arsenal 3 Brian McBride, Fulham 3 Morten Gamst Pedersen, Blackburn 3 Wayne Rooney, Manchester United 3 Danny Murphy, Charlton 3 Everton hefur tapað fimm leikjum í röð í ensku úrvalsdeildinni og hefur ennfremur ekki skoraði mark í 488 mínútur eða síðan 21. ágúst þegar Marcus Bent skorað eina mark liðsins á tímabilinu í 1–0 útisigri á Bolton. Arsenal vann nauman sigur og Wigan heldur áfram sigurgöngu sinni: FÓTBOLTI Maik Taylor sýndi stór- kostlega takta þegar Birmingham sótti Arsenal heim. Þrátt fyrir að eiga stórleik þá dugði það ekki til því Robin Van Persie sá til þess að liðin skiptu ekki með sér stigun- um. Leikurinn byrjaði ekki vel fyr- ir gestina því þeir misstu Kenny Cunningham að velli þegar hann braut á Fredrik Ljungberg. Skömmu síðar fengu heimamenn vítaspyrnu sem Taylor varði vel. Eftir þetta dundu skotin á Taylor en þeim virtist fyrirmunað að skora. Það þurfti heppnismark til þess að brjóta múrin þegar skot Robin Van Persie breytti um stefnu og fór rétt yfir löppina á Taylor. Aykubu sýndi mikilvægi sitt fyrir Middlesbrough þegar hann hjálpaði liðinu að vinna þriðja sig- ur sinn á leiktíðinni. Tvö mörk frá Aykubu og eitt frá George Boa- teng dugðu til að leggja Aston Villa að velli á útivelli, 2-3. Steve McClaren, knattspyrnstjóri Boro, var sáttur í leikslok. „Við sýndum frábæran karakter hér í dag og að ná sigri hér eftir erfiðan Evrópu- leik á fimmtudaginn er alveg stórkostlegt.“ Wigan lagði Bolton 2-1 á heimavelli sínum sem þýðir að liðið hefur ekki tapað í síðustu fimm leikjum sínum í deildinni. Henry Camarar og Lee McCull- och skoruðu mörk heimamanna en Jaidi minnkaði muninn fyrir gestina. Wigan hefur nú 13 stig og hefur komið mjög á óvart það sem af er leiktíðinni. „Það var lítið um færi í leikn- um þangað til að Danny Mills skoraði mark sem Pele hefði ver- ið sáttur við. Stórkostlegt mark hjá Mills en það eina neikvæða sem ég sá við leikinn var að við spiluðum ekki á nægilega miklum hraða,“ sagði Stuart Pearce eftir 2-0 sigur Man.City á Everton. Danny Mills kom heimamönnum yfir með frábæru marki og Dari- us Vassel gerði svo út um leikinn í lokin eftir frábæran undirbún- ing Joey Barton. - gjj Einum fleiri í 66 mínútur en í marki› í blálokin Njarðvíkingar sigruðu á æfingamóti í Aarhus í Danmörku þegar liðið lagði heimamenn í Bakken Bears að velli í úrslitaleik með 69 stigum gegn 67. Heimamenn voru sjö stigum yfir þegar skammt var til leiksloka en Njarðvíking- um tókst að skora níu síðustu stigin í leiknum og unnu því með tveggja stiga mun. Egill Jónasson tryggði Njarðvíkingum sigurinn sex sekúndum fyrir leikslok með glæsilegri troðslu. Þetta er ann- að árið í röð sem Njarðvík vinnur á æfingamóti sem Bakken Be- ars heldur á þessum árstíma. Einar Árni Jóhannsson, þjálf- ari Njarðvíkur, var að von- um ánægður með sína menn. „Þetta gekk ljóm- andi vel. Það var mikil dramatík undir lok leiksins þar sem okkur tókst að skora níu stig í röð og tryggja okkur sig- urinn. Egill skoraði sigurkörf- una með því troða boltan- um ofan í körfuna nokkrum sekúndum fyrir leikslok og það var ein- staklega gaman að sigra með þeim hætti.“ Einar Árni sagði nokkra leikmenn danska liðsins hafa verið erfiða viðureign- ar vegna stærðar- innar. „Það voru fimm leikmenn yfir 205 sentímetrar og það olli auðvitað tölu- verðum vandræðum. En það er lær- dómsríkt að spila gegn svo hávöxnum mönnum þar sem það eru ekki svo margir mjög hávaxnir leikmenn hér á landi.“ Þór frá Akureyri tók einnig þátt í mótinu og endaði í sjötta sæti eftir að hafa tap- að fyrir Svendborg í leik um fimmta sæti. Einar Árni segir Njarðvíkinga ætla að koma grimma til leiks þegar Íslands- mótið hefst. „Þetta verður skemmtilegur vetur. Við erum að komast í gott form og verðum tilbúnir þegar mótið hefst. Ég á von á jafnri og skemmtilegri keppni í vetur.“ NJARÐVÍKINGAR GERA ÞAÐ GOTT: UNNU ÆFINGAMÓT Í KÖRFUBOLTA Í DANMÖRKU UM HELGINA Glæsileg tro›sla trygg›i Njar›vík sigur RÉÐU EKKERT VIÐ DROGBA Leikmenn Liverpool áttu í miklum vandræðum með Didier Drogba í leiknum í gær en Drogba átti þátt í öllum mörkum Chelsea þó að hann kæmist ekki á blað sjálfur. Til hægri fagna Chelsea-menn flottum sigri. GETTYIMAGES 3. október 2005 MÁNUDAGUR SKORAÐI SIGURMARKIÐ Robin Van Persie hjá Arsenal. GETTYIMAGES
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.