Fréttablaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 22
4 3. október 2005 MÁNUDAGUR Ekki hafa allir flennistór eld- hús og því nauðsynlegt að nýta plássið vel. Því er gott að hugsa fyrir góðu skipulagi áður en farið er í að setja upp innréttinguna. Meðan eldhús- ið er hannað og innréttað er gott að hafa í huga leiðir til að gera það skilvirkt fyrir vinnu og gera ráð fyrir góðum geymslusvæðum. Hönnuðir eru farnir að taka sí- fellt meira tillit til skipulags í eldhúsum. Í nýjustu hönnun er hugsað fyrir geymsluplássi og aðgengi. Skápar hafa útdrög með færanlegum körfum. Einnig er hægt að fá skápa sem eru dregn- ir út á sama máta og skúffur. Skáparnir eru þá opnir á báða vegu sem auðveldar að komast í allt sem í þeim er. Í hillum skápanna eru þá færanlegar körfur og skilrúm í þær úr málmi og plasti. Skúffur eru nú hannað- ar alla leið að því leyti að hugsað er fyrir því hvað á að vera í þeim. Hægt er að fá stærri skúffur sem eru með sökkli sem lyftist sjálf- krafa þegar skúffan er dregin út og hentar vel fyrir stærri, þyngri hluti. Til að tryggja góðan að- gang að því sem geymt er í skúff- unum er gott að velja fullútdrag- anlegar skúffur, í skúffurnar má svo fá málm- eða plastskilrúma- kerfi, áhalda- og hnífaparabakka. Nýta má hornrýmin betur með hálfmánalaga hornskápum sem lokast til fulls. Hornrýmið nýtist líka vel fyrir pottageymslur, þar má setja 90˚ eða 135˚ snúnings- hillur fyrir potta og pönnur. Til að spara rýmið enn frekar er hægt að fá vinnuborð sem falla inn í innréttinguna. Þá eru borðin dregin út, lyft upp og fest þannig þau nemi við borðbrún. Einnig má fá slík borð sem nýtast sem matarborð. Plássið í kringum uppvöskun- arsvæðið á það til að nýtast illa. Hægt er að fá skúffur sem falla vel undir vaskinn og þar er hægt að geyma þvottaburstana, sáp- una og svampana. Hægt er að fá útdrög með körfum fyrir sáp- urnar, bæði áfastar og færanleg- ar, sem auðvelda aðgengi. Við hliðina á vaski eða eldavél má koma fyrir mjóum skápum sem dragast út. Þar má setja upp hengi fyrir viskustykki eða fær- anlegar körfur fyrir olíur og krydd. Gott skipulag í annasömu her- bergi eykur á gleði og skilvirkni fyrir alla þá sem að því koma. H.G. Guðjónsson: Minni tegund af út- dreginni grind undir vaski fyrir sápurnar. Axis: Skúffa sem fellur undir vaskinn. Nýt- ist vel til geymslu á smærri hlutum, þvottaburstum og svömpum. Axis: Skúffa með plastskilrúmakerfi gerð fyrir stærri hlutina sem geyma þarf. H.G. Guðjónsson: Hornskúffa með hólf- uðum bakka fyrir hnífapör og eldhúsáhöld. Axis: Hólfaðar skúffur fyrir borðbúnað. H.G. Guðjónsson: Stór matarskúffa með ál skilrúmakerfi. Axis: Útdreginn skápur með skilrúmum. Báðar hliðar opnar og aðgengi gott. H.G. Guðjónsson: Stærri tegund af grind undir vaski. Grindin dregst út og hefur mikið geymslupláss. Leyf›u eldhúsinu a› njóta sín H.G. Guðjónsson: Mánalaga hornskápur úr plasti, stáli og járni. H.G. Guðjónsson: Veggpláss milli borðs og skápa má nýta á marga vegu. Hægt er að setja upp grindur sem hengja má á eldhúsáhöld, eldhúspappír, plastrúllur og fleira. Einnig er hægt að setja upp segla fyrir hnífa og þess háttar. Fossaleyni 8 · 112 Reykjavík Sími 577 2050 · www.formaco.is Gluggar 10 ára ábyrgð Hreinlega… …ótrúleg verð!!!! Sturtuklefar og baðker í úrvali! Símaþjónusta frá 10-19: 899-4567 Öll viðgerða/varahluta og uppsetningaþjónusta fyrir hendi www.sturta.is allan sólarhringinn! H.G. Guðjónsson: Útdregið vinnuborð sem nýtist líka sem matarborð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.