Fréttablaðið - 03.10.2005, Side 2

Fréttablaðið - 03.10.2005, Side 2
2 3. október 2005 MÁNUDAGUR Ekkert lát á vanda rækjuvinnslunnar hér á landi: Átta fyrirtæki hafa hætt rekstri SJÁVARÚTVEGUR „Fyrir einu og hálfu ári voru átján rækjuframleiðendur hér á landi en nú eru þeir eitthvað um tíu,“ segir Pétur Bjarnason, framkvæmdastjóri Fiskifélags Ís- lands. „Þetta hefur verið erfitt lengi og ég sé ekki fram á að ástandið eigi eftir að batna neitt á næstunni svo það er við því að búast að fleiri hætti,“ bætir hann við. Pétur nefnir þrjár ástæður helst- ar fyrir erfiðleikunum í rækjufram- leiðslunni hér á landi: Kanadabúar hafa aukið mjög framleiðsluna og geta þess vegna boðið hana á mun lægra verði en Íslendingar, Færey- ingar og Norðmenn en Pétur segir að kvótinn í Kanada sé byggður á markaðslegum grunni en ekki fiski- fræðilegum. Einnig er framleiðsla á heitsjáv- arrækju í Tailandi, Suður-Ameríku og víðar farin að hafa verulega nei- kvæð áhrif á markaðinn fyrir ís- lenska rækju. Þriðja ástæðan er svo hið margumrædda háa gengi krón- unnar sem svo margir í útflutnings- geiranum hafa kvartað yfir að und- anförnu. - jse Fundur fyrirhuga›ur JERÚSALEM, AP Ariel Sharon, forsæt- isráðherra Ísra- els og Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínumanna, hafa samþykkt að funda í fyrsta sinn síðan Ísrael- ar drógu herlið sitt frá Gaza- svæðinu. Abbas hringdi í Sharon í gær til að óska honum gleðilegs nýs árs, en nýtt ár hjá gyð- ingum, Rosh Hashana, er í þann mund að hefjast. Í samtalinu ákváðu þeir að hittast brátt og ræða saman í von um að efla friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs. ■ SPURNING DAGSINS Einar, ver›ur fletta íslenskt Manhattan? „Nei, þetta verður íslensk Árborg.“ Einar Njálsson bæjarstjóri hefur tilkynnt miklar breytingar sem fyrirhugaðar eru á miðbæ Selfoss á næstu árum. Meðal annars munu þar rísa tveir turnar með alls 120 íbúðum. LÖGREGLUFRÉTTIR MAHMOUD ABBAS ÞRJÚ FÍKNIEFNAMÁL Lítilræði af amfetamíni fannst í bifreið öku- manns sem lögreglan í Borgarnesi stöðvaði við eftirlit í fyrrakvöld. Maðurinn er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum amfetamíns. Lítilræði af kannabisefnum fannst einnig í tveimur bifreiðum í fyrr- inótt í Hafnarfirði. Ökumennirnir höfðu í báðum tilfellum verið stöðvaðir í venjubundnu eftirliti lögreglunnar. SLASAÐIST VIÐ LÖNDUN Maður slasaðist lítillega á höfði og baki í fyrradag í erlendu mjölskipi sem lá í Eskifjarðarhöfn. Hankar slitnuðu af mjölpoka sem verið var að landa svo eins og hálfs tonns pokinn slóst í höfuð manns- ins. Var hann strax sendur á heilsugæslustöðina til skoðunar að sögn lögreglunnar á Eskifirði. Tíu læknar ávísa lyfjum til sama fíkils LYFJAMÁL Landlæknisembættið hefur komist að því að allt að tíu læknar hafi ávísað vanabindandi lyfjum til eins og sama fíkilsins, að sögn Matthíasar Halldórssonar aðstoðarlandlæknis. Nýi lyfja- gagnagrunnurinn, sem notaður hefur verið hjá embættinu síðan um áramót, reynist vel til að rekja dæmi af þessum toga. Matthías leggur áherslu á að gagnagrunn- urinn sé einungis notaður til að fylgjast með því að lyfjaávísun sé með eðlilegum hætti. „Við sjáum ef fólk er að ganga á milli margra lækna til að fá lyf- seðil,“ segir Matthías. „Við send- um upplýsingar til læknanna um það og mælumst þá til þess að það sé einungis einn sem sjái um ávís- un á vanabindandi efni til viðkom- andi einstaklings. Ekki er alltaf hægt að skrúfa fyrir það.“ Matthías segir að oft bregði læknunum við þegar þeir fái að vita um einstaklinga sem hafa far- ið á milli lækna og orðið sér úti um lyfseðla. Embættið óski eftir skýringum frá þeim á því hvers vegna þeir séu svo háir í útskriftum á ákveðin lyf. Í mörgum tilvik- um fáist ein- hverjar skýr- ingar. „Sumir lækn- ar verða oft mjög undrandi því þeim hafði ekki dottið í hug að viðkomandi leitaði til annarra lækna í sömu erindum,“ segir Matthías. Spurður um fjölda fíkla sem fari milli lækna til að fá ávísun á lyf kveður hann embættið ekki hafa tekið það saman. Starfsmenn þess fari mjög varlega í sakirnar. Ein- ungis sé um að ræða mjög af- brigðileg tilvik sem athugasemdir séu gerðar við. „Þær höfum við gert í allmörg- um tilvikum. Það eru nokkrir tug- ir manna sem hafa einhvern veg- inn ánetjast ávanabindandi lyfj- um og leita síðan til margra lækna til að verða sér úti um þau. Þeir halda því þá leyndu að þeir séu að fara til fleiri en eins læknis.“ jss@frettabladid.is A›sto›arlandlæknir segir dæmi fless a› einn og sami fíkillinn fái ávísun á vanabindandi lyf frá allt a› tíu læknum. N‡i lyfjagagnagrunnurinn hefur reynst vel vi› eftirlit á afbrig›ilegum ávísunum á tiltekin lyf. MORFÍNFÍKN Fíklar sækjast meðal annars eftir contalgin forðatöflum. Það eru verkjatöflur sem innihalda morfín. Þeir leysa þær upp og sprauta lyfinu í sig. MATTHÍAS HALLDÓRSSON Leggur áherslu á að lyfjagagnagrunnurinn sé einungis notaður til að fylgjast með af- brigðilegum fjölda ávís- ana á tiltekin lyf. RÆKJUVINNSLA Á einu og hálfu ári hafa um átta fyrirtæki hætt rækju- vinnslu og framkvæmdastjóri Fiski- félags Íslands segist ekki sjá að lát verði á þessari þróun eins og málin standa. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M G U N N AR SS O N HAMAS Félagar í samtökum Hamas í full- um herklæðum. Átök á Gaza-svæðinu: firjátíu sárir og einn látinn GAZA Til skotbardaga kom milli palestínskra lögreglumanna og meðlima Hamas-samtakanna á Gaza-svæðinu í gær. Þetta er í fyrsta skipti sem til átaka kemur síðan Ísraelar létu Gaza í hendur Palestínumanna í síðasta mánuði. Einn palestínskur lögreglu- maður lést og þrjátíu særðust. Aðeins er vika síðan meðlimir herskárra samtaka Palestínu- manna hétu því að hætta að bera vopn á almannafæri. ■ ÖRYGGISRÁÐ Fundur í Öryggisráðinu. Öryggisráð SÞ: Helmingur and- vígur frambo›i SKOÐANAKÖNNUN Aðeins 28 prósent þeirra sem tóku þátt í nýlegum Þjóðarpúlsi, skoðanakönnun á veg- um Gallup, eru hlynntir framboði Íslands til setu í Öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna. Rúmur helmingur þjóðarinnar eða 53 prósent eru and- víg framboðinu. Nítján prósent tóku ekki afstöðu. Munur reyndist á afstöðu ef litið var til stjórnmálaskoðana, en hlut- fallslega fleiri þeirra sem sögðust kjósa Framsóknarflokk voru hlynntir framboðinu en þeirra sem sögðust kjósa Sjálfstæðisflokk. Ríkisútvarpið greindi frá. - saj SAGA „Okkur þykir það afar und- arlegt að forsætisnefnd Alþingis skuli ekki hafa fundið einn einasta sagnfræðing til að vinna þetta verk,“ segir Guðni Thorlacius Jó- hannesson, formaður Sagnfræð- ingafélags Íslands, um þá ákvörð- un nefndarinnar að fela Þorsteini Pálssyni umsjón með ritun sögu þingræðis á Íslandi. „Við höfum verið að ráða ráð- um okkar og munum gera betur grein fyrir afstöðu okkar en eins og svo oft áður þá snýst þetta ekki um einstaklinga og viljum við engan veginn kasta rýrð á Þor- stein,“ bætir hann við. Félagið mun væntanlega senda frá sér ályktun fundarins í dag. Forsætisnefnd Alþingis skip- aði einnig þau Helga Skúla Kjart- ansson, prófessor í sagnfræði við Kennaraháskóla Íslands, og Ragn- hildi Helgadóttur, lektor í stjórn- skipunarrétti við Háskólann í Reykjavík, í ritnefnd vegna þessa verkefnis. Bókin verður gefin út í tilefni þess að öld er liðin frá upphafi þingræðis hér á landi. - jse Sagnfræðingafélag Íslands ætlar að álykta um ritun sögu þingræðis á Íslandi: Undrast ákvör›un forsætisnefndar GUÐNI THORLACIUS JÓHANNESSON Guðni undrast það að forsætisnefnd Alþingis skuli ekki hafa fundið neinn sagn- fræðing til að hafa umsjón með ritun um sögu þingræðis á Íslandi, en nefndin fól Þorsteini Pálssyni verkefnið. Ritsko›un Sökum lögbanns sem sýslu- maðurinn í Reykjavík setti á skrif Fréttablaðsins sem byggja á tölvupósti, sem með einum eða öðrum hætti hefur haft viðkomu hjá Jónínu Bene- diktsdóttur, eru lesendur beðn- ir að athuga að blaðið getur þar með ekki skrifað fréttir um að- draganda rannsóknar Baugs- málsins eins og það hefði kosið að gera. Sýslumaður hefur bannað Fréttablaðinu að endur- birta, í heild eða hluta, fyrri fréttir um sama mál. Þar sem fátt fréttnæmt var eftir óbirt í þeim gögnum sem hald var lagt á munu aðgerðir sýslumanns ekki skaða fréttaskrifin eins mikið og í fyrstu mætti ætla. -ritstj.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.