Fréttablaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 71

Fréttablaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 71
Andy Murray sem gerði sér vonirum að vinna sigur á stórmóti á Thailand Open, varð ekki að ósk sinn því Roger Federer sá til þess að Murray þarf að bíða lengur eftir sínum fyrsta sigri. Murray, sem er 18 ára, sýndi oft á tíð- um skemmtileg til- þrif í 6-3 og 7-5 tapi, hann spilaði sinn leik og sýndi enga hræðslu. En einföld mistök í öðru setti urðu til þess að Federer landaði sigri, sínum 31. í röð. Jafnframt var þetta ellefti titill hans á þessu ári. Murray komst inn á mótið þar sem Tim Henman forfallaðist. Skotinn byrjaði illa en óx ásmeginn þegar á leið mótið. Hann sýndi hraðar framfarir á mótinu en getumunurinn var of mikill þegar hann loks mætti Federer úrslitaleikn- um. Federer hefur hins vegar sýnt það og sannað að hann er einn allra besti tennisleikari sem komið hefur upp í áraraðir. Arsene Wenger telur að Sol Camp-bell hafi sýnt nægilega mikið síð- an hann kom aftur úr meiðslum, til að verðskulda sæti í byrjunarliði Eng- lendinga. Senn styttist í næstu verk- efni enska liðsins sem mætir Austur- ríkismönnum og Pólverjum í næstu viku en liðið þarf að vinna báða leikina til þess að komast beint á HM 2006 í Þýskalandi. Sven Göran Eriksson hefur hingað til látið John Terry og Rio Ferdinand spila saman í miðri vörninni. Jamie Carrag- her hefur verið varaskeifa fyrir þá tvo en Wenger telur að Campbell sé maðurinn sem eigi að vera vörn enska liðsins. „Campbell hefur hraða, hann hefur reynslu og svo hefur hann aðeins meira en hinir varnar- mennirnir. Hann hefur það sem hinir hafa ekki, það er erfitt“, sagði Wen- ger. Umboðsmaður Ruud Van Nistel-rooy hefur gefið það í skyn að leikmaðurinn gæti verið á leiðinni til Spánar næsta sumar, hann myndi þá að öllum líkindum ganga í raðir Real Madrid. Þessi 29 ára gamli leikmaður Man.Utd hefur verið orðaður við spænska stórliðið oftar en einu sinni en hann hefur ávallt sagt að hann muni halda tryggð sinni við félagið. Hins vegar hefur Rodger Lind, um- boðsmaður Nistel- rooy, gefið það í skyn að leikmaður- inn hafi áhuga á að breyta til einn dag- inn. „Ef ég segði eitthvað meira þá væri ég í vondum málum. Blöðin á Spáni og á Englandi myndu ekki láta mig í friði en ég myndi hins vegar ekki ljúga um þetta. Hann hefur áhuga á að leika á Spáni en hvort það verður næsta sumar eða eftir nokkur ár, verður bara að koma í ljós“, sagði Lind. FIFA er mjög ánægt með örflögunasem á að taka af allan vafa varð- andi hvort boltinn hafi farið yfir marklínuna. FIFA ákvað að prófa nýju tæknina á heimsmeistaramóti U-17 ára sem fram fer í Perú. „Við höfum mjög áhugaverðar niðurstöður varð- andi örflöguna“, sagði Sepp Blatter. Enn á eftir að bæta tæknina en hún verður notuð næst á heimsmeistara- keppni félagsliða sem fer fram í Jap- an í desember. Það verður forvitni- legt að sjá hvort FIFA tekst að bæta tæknina enn frekar en stefnan er að nota örflöguna á HM 2006 í Þýska- landi á næsta ári. Talið er líklegt að Peter Crouch fáitækifæri í byrjunarliði enska lands- liðsins í næstu viku þegar liðið mætir Austurríki í undankeppni HM. Crouch mun þá leika frammi ásamt Mich- ael Owen þar sem Wayne Rooney er í leikbann og fær Crouch því tækifæri í þessum leik. Sven Göran Eriksson sagði að það væri afar slæmt að vera án Rooney. „Það er frekar svekkjandi að hann skuli ekki getað leikið gegn Austurríki. Hann er skapmikill en ef hann hefði það ekki þá myndi hann ekki spila jafnvel. Hvað Crouch varðar þá á hann alveg möguleika á sæti í liðinu, þetta kemur í ljós þegar nær dregur.“ ÚR SPORTINU MÁNUDAGUR 3. október 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.