Tíminn - 10.08.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.08.1975, Blaðsíða 3
Sunnudagur 10. ágúst 1975. TÍMINN 3 Útvegsbændur í Vestmannaeyjum: Aðgát nauðsyn- leg við nýtingu náttúru- auðæfa sjávarins Stjórn og trúnaöarráð Útvegs- bændafélags Vestmannaeyja hélt fund þann 28. júli sl. og voru þar gerðar tvær ályktanir, sem sam- þykktar voru einróma. t þeirri fyrri segir, að fundurinn mótmæli harðlega þeirri ákvörð- un stjórnar Fiskveiðasjóös ís- lands og rikisstjórnar Islands, er tekin hefur verið nýlega, um breytt lánakjör og vaxtahækkun hjá aðal-fjárfestingarstofnun islenzka sjávarútvegsins, FISK- VEIÐASJÓÐI ISLANDS. Ráða- menn þjóðarinnar eru vel kunnugir, eða ættu að minnsta kosti að vera það, þeim gifurlegu erfiðleikum, sem sjávarútvegur- inn á við að striða og eru út- gerðarmenn þvi furðu lostnir yfir þessari ráðstöfun og vildu þvi gjarnan fá skýringu á, hvað ligg- ur að baki og hvaða tilgangi ráð- stöfun þessiáað þjóna. 1 siðari ályktuninni lýsir fundurinn yfir ánægju sinni og fyllsta stuðningi við þá ákvörðun Rikisstjórnar Islands, að færa fiskveiðilögsögu tslendinga i 200 mllur. Jafnframt telur fundurinn að ekki komi til greina, að samið verði við aðrar þjóðir um veiði- heimildir innan fyrrgreindrar fiskveiðilögsögu. Þá telur fundurinn að fyllsta þörf sé á, að skipuleggja fiskveið- ar Islendinga innan væntanlegrar fiskveiðilögsögu, með það fyrir augum, að nýta á sem skynsam- legastan hátt fiskimiðin, friða uppeldisstöðvar nytjafiska og banna með öllu smáfiskadráp þeirra fisktegunda, sem fiskveið- ar Islendinga byggjast á. Vill fundurinn i þessu sambandi benda á, hvort ekki sé nauðsyn- legt að haft verði nánara eftirlit með fiskveiðunum og að ekki verði látið liðast, að bera að landi það smáan fisk, að fiskstofnunum stafi hætta af, og að á þann hátt verði kipptstoðunum undan fram- tiðarfiskveiðum tslendinga, og þannig dregið verulega úr þeim stóra ávinningi, sem útfærslu landhelginnar er ætlað að gefa. Fundurinn vill i framhaldi af þessu benda á, að mikil aðgát er nauðsynleg við nýtingu náttúru- auðæfa sjávarins, og að miðin hér við suðurströnd landsins eru of- setin, með þeim afleiðingum að afli fer hraðminnkandi frá ári til árs, og útgerð báta, sérstaklega þeirra minni, er stefnt i beinan voða. Auglýsícf í Tímanum .Verjum ,08gróóur verndum' landcjgjl LANDVERND TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS KARNABÆR AUSTURSTRÆTI 22 LAUGAVEC. 66 LAUGAVEG 20a SÍMI FRÁ SKIPTIBORÐI 28155 Opinber stofnun i Reykjavík óskar að ráða stúlku til skrif- stofustarfa sem fyrst. Góð vélritunar- kunnátta nauðsynleg og kunnátta i ensku og norðurlandamáli. Mjög góð vinnuskilyrði. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf óskast sendar af- greiðslu blaðsins merktar 1858 fyrir mið- vikudaginn 20. ágúst n.k. A V Laust starf Starfsmaður óskast til að annast innkaup handavinnuefnis fyrir skólana i Kópavogi og fleiri skyld störf. Upplýsingar gefur undirritaður. Umsóknarfrestur er til 20. ágúst. Bæjarritarinn i Kópavogi. LÆKJARGÖTU 2 SÍMI FRÁ SKIPTIBORÐI 28155

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.