Tíminn - 10.08.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 10.08.1975, Blaðsíða 20
DERBY HEFUR ÁHUGA r A UNGUAA AAARK- VERÐI DERBY og Aston ViIIa hafa nú mikinn áhuga á hinum 18 ára markverði Nottingham Forest, JOHN MIDDLETON. Aston Vilja hefur iengi liaft augastað á þess- um unga og efnilega markverði, og i sl. viku tilkynnti fram- kvæmdastjóri Derby, Dave Mac- kay, að Derby hefði áhuga á Middleton. Ef Derby kaupir Middieton, þá væri það kórónan í uppbyggingu Mackay á Derby-liðinu, sem er skipað frá- bærum knattspyrnumönnum. Derby vantar nú aðeins ungan og efnilegan markvörö. ELÍAS FÉKK FJÓRA GULL- PENINGA ELÍAS Sveinsson, hinn fjölhæfi frjálsiþróttamaður úr 1R tryggði sér fjóra gullpeninga á Meistara- móti Islands, sem lauk i vikunni. Elias varð sigurvegari i tugþraut, hástökki, stangarstökki og hann hljóp i sigursveit 1R i 4x100 m hlaupi. Þessa skemmtilegu mynd hér fyrir ofan, tók Róbert ljós- myndari Timans, þegar Elias snaraöi sér léttilega yfir 2 m i há- stökki — hæsta stökk Islendings i ár. Elias er aftur i sviðsljósinu i dag á Laugardalsvellinum, en þá keppir hann i BIKARKEPPNI FRt, sem hófst i gær. Keppnin i dag hefst kl. 15. Ball vara- maður ALAN BALL, fyrirliði enska landsliðsins, var varamaður hjá Arsenal þegar Lundúnaliðið lék vináttuleik gegn Aberdeen á Pittodrie nú i vikunni. Arsenal vann sigur (1:0) í leiknum, með marki, sem Liam Brady skoraði. Arsenal-liðið var skipað þess- um leikmönnum i leiknum: Rimmer, Rice, Nelson, Kelly, Mancini, Simpson, Armstrong, Cropley, Radford, Brian Kidd, sem var bezti maður liðsins, og Brady. Varamenn voru Storey, Hornsby, Ball og Rostron, sem komu allir inn á i leiknum. Tveir aðrir leikir fóru fram i Skotlandi i vikunni. Derby vann sigur (1:0 — Rioch) yfir Hibs og v-þýzka liðið Hertha Berlin vann sigur (3:2) yfirGlasgow Rangers. MacDonald ófram hjd Newcastle MARKASKORARINN mikli Mal- colm MacDonald, sem heíur að undanförnu hótaö að fara fram á sölu, undirritaði I gær nýjan eins árs samning við Newcastle. TÍMINN Sunnudagur 10. ágúst 1975. Umsjón: Sigmundur ó. Steinarsson. ^ ; ; ~ - ....m ..Nunni" varð fyrstur til að skora mark úr GUNNAR Guðmannsson, hinn leikni og lipri knatt- spyrnugarpur úr KR, varð fyrstur til að skora mark úr vítaspyrnu í 1. deildar- keppninni. Siðan að Gunnar, eða Nunni, eins og hann er kallaður, afrekaði þetta — á Melavellinum 1955, þegar KR-ingar unnu stórsigur (7:0) yfir Víking — hafa 43 knattspyrnu- menn skorað 105 mörk úr vítaspyrnum í 1. deildar- keppninni. Félagi Gunnars úr Vesturbæ ja r liðinu Ellert B. Schram og Akur- eyringurinn Magnús Jóna- 0 G U N N A R „N u n n i GUÐMANNSSON.... sést hér á myndinni i návigi við Vals- manninn Ormar Skeggjason á Laugardalsvellinum. Að sjálf- sögðu hafði Gunnar betur, eins og svo oft á knattspyrnuvcllinum. tansson, hafa verið drýgstir við að skora mörk úr vítaspyrnum — eða alls 8 sinnum. beir leikmenn sem oftast hafa skorað mark úr vitaspyrnum, eru: Ellert B. Schram, KR........8 Magnús Jónatansson, Akureyri . 8 Steinar Jóhannsson, Keflavik ... 6 Gunnar Guðmannsson, KR......6 Bergsteinn Magnússon, Val...5 Marteinn Geirsson, Fram ....5 Skúli Agústsson, Akureyri...5 Skúli Hákonarson, Akranesi .... 5 Magnús Jónatansson hefur tvisvar sinnum skorað úr tveimur vitaspyrnum i leik — gegn Akra- nesi 1962 og niu árum siðar (1971) vítqspvrnu ELLERT B. SCHRAM. MAGNUS JÓNATANSSON. gegn Val. Þeir Gunnar Guðmannsson, Bergsteinn Magnússon og Reynir Jónsson, Val, hafa einu sinni skorað úr tveimur vitaspyrnum i leik. Hafnfirðingurinn Helgi Ragnarsson skoraði 100. vita- spyrnumarkið i 1. deildar- keppninni — gegn Keflvikingum 21. júni sl. — es,n Ellert B. Schram og Magnús Jónatansson hafa skorað flest mörk úr vítaspyrnum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.