Tíminn - 10.08.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 10.08.1975, Blaðsíða 11
Sunnudagur 10. ágúst 1975. TÍMINN 11 hann var £ús til þess. Eftir að hafa horft á þann grunaða i aðeins nokkrar minútur, lágu ljósar fyrir dr. Langsner allar stað- reyndir málsins, sem gáfu lög- reglunni sannanir, sem dugðu til að morðinginn var dæmdur. Þrátt fyrir að Lesley liðsforingi hefði nákvæma skýrslu frá Los Angeles, San Fransisco og Port- land um hæfni þessa austurriska sálfræðings, var hann mjög vantrúaður. En Lesley vildi allt til vinna að morðið á Booher-fjöl- skyldunni yrði upplýst. Lausnin i sjónmáli? Lesley liðsforingi hringdi til lögreglufulltrúans. Charles Brians i Edmondton og bað hann að koma sér i samband við Austurrikismanninn og biðja hann um aðstoð. Dr. Langsner var reiðubúinn til aðstoðar i þessu máli. Það skal tekið fram, að hann hafði ekki minnstu þekkingu á Booher-málinu þegar hann kom til Edmondton. Hann hafði ekki einu sinni lesið um það i dag- blöðunum. 1 Edmondton fékk hann aðeins þær upplýsingar að fjörar manneskjur hefðu verið myrtar á sveitabæ einum. Brian lögreglu- fulltrúi og Lesley lögregluliðs- foringi voru mjög i vafa um árangur þessarar tilraunar en samt fannst þeim ástæða til að reyna enda þótt þeir vissu, að það sem Dr. Langsner sagði þeim, mundi ekki verða nothæft til sönnunar I réttarhöldunum. — Ef til vill get ég hjálpað ykkur — sagði dr. Langsner. — En þegar hugsanalestur er annars vegar er erfitt að lofa öruggum árangri. Ef hinn grunaði er i raun og veru sekur og hugur hans er upptekinn af mis^ gjörðum hans og ef til vill sér- stöku morðvopni, þá er hugsan- legt að ég geti lesið innstu hugsanir hans. Dr. Langsner skýrði frá þvi, að ekki væri neitt yfirnáttúrulegt við hugsanalestur. — Ég kýs að kalla það fjarsýni — sagði hann. — Andlega fjarsýni. Allar manneskjur gefa frá sér rafmagnaðar hugbylgjur og stundum má lesa hug manns i gegnum bylgjurnar. Fjarsýni var mjög almenn fyrr á öldum, og er enn beitt i sumum hlutum Afriku. En siðan mennirnir hafa uppgötvað svo margar aðrar leiðir til sálkannana, hæfileikinn til þess að lýsa eða túlka þessar rafmögnuðu bylgjur horfinn frá öllum, utan örfárra manna, sem hafa sérhæft sig i að nota þessa aðferð. — Ég skal reyna að gera mitt bezta, en ég get ekki lofað neinu — sagði dr. Langsner. Áfallið — og sannleikurinn Vernon Booher, sem stöðugt hélt fram sakleysi sinu var hand- tekinn og færður i fangelsi i Edmondton. Fáeinum minútum siðar kom Dr. Langsner. Hann settist á stól fyrir utan klefa- dyrnar og gerði ekkert annað en að horfa á Booher sem endurgalt augnaráð hans með hatursfullum svip. Eftir hálfa klukkustund stóð Dr. Langsner upp og gekk til skrifstofunnar, þar sem Lesley liðsforingi, Brian lögreglufulltrúi og nokkrir starfsfélagar þeirra biðu hans. Dr. Langsner sagði: — Það er ekki nokkur vafi á, að þessi ungi maður er sekur um morðið. Hann hugsaði ekki um neitt annað. Það var ef til vill áfallið sem hann hefur orðið fyrir við handtökuna, sem gerði það að verkum, að hann gat ekki hugsað um neitt annað. Hann hugsaði um allan verknaöinn upp að nýju meðan ég sat hjá honum. Hann leitaði að þvi i huga sér hvort hann einhvern tima hefði talað af sér, og reyndi að finna undan- komuleið, ef með þyrfti. Hann var stórkostlegt verkefni til hugsana- lesturs, og hann hugsaði i sifellu um það,hvaðþaðgæti verið,sem heföi orðið honum að falli. Hann kom inn i eldhúsið, þar sem fullorðin kona sat og hreinsaði jarðarber. Hann hafði riffil i höndum, en hún lét, sem húh sæi hann ekki. Hann gekk hringinn i kringum borðið, og aftan að henni og hóf riffilinn á loft, Þegar konan leit til hans, faldi hann riffilinn fyrir aftan bak, og þegar hún hélt áfram að hreinsa berin, skaut hann hana tvivegis i höfuðið. Augnabliki siðar kom ungur maður hlaupandi inn i eldhúsið og skaut Vernon Booher hann i vinstri siðu. Ungi maðurinn féll við og þá gekk sá grunaði með byssuna að honum, setti riffilinn alveg upp að höfði hans og hleypti af. Hann fór út úr húsinu til að at- huga hvort nokkur væri i ná- grenninu, sem gæti hafa orðið þessa var. Hann hikaði örlitið eins og hann væri i vafa um hvað hann ætti að gera. Svo hraðaði hann sér niður að hlöðunni, þar sem maður var aö vinna við heygaffal. Sá maður var skotinn tveimur skotum. Lögreglumennirnir hlustuðu forviða á hann. — En morð- vopnið, sagði Brian lögreglu- fulltrúi. — Hugsaði hann nokkuð um það. — Hann gerði það — svaraði dr. Langsner strax. — Hann hugsaði um vopnið mörgum sinnum, eins og hann vildi fullvissa sig um að það myndi aldrei finnast. Það er falið i göturæsi i nágrenni vegarins, sem að bænum liggur mitt á milli byggingar, sem gæti verið hlaða og nokkurra hárra trjáa. Myndin var svo skýr að ég gæti þekkt staðinn aftur ef ég sæi hann. Og Langsner visaði þeim siðan á staðinn þar sem vopnið var falið. Óttinn kom upp um hann Dr. Langsner sagði lögreglunni að ef Vernon Booher hefði ekki verið svo hræddur um að lög- reglan væri að afla sér sannana gegn honum, hefði ekki reynst svo auðvelt að lesa i huga hans. Þegar lögreglan hafði lagt spilin á borðið fyrir Vernon Booher missti hann móðinn og sagði lögreglunni alla söguna i smáatriðum. Hann kvaðst hafa verið ofsareiður móður sinni, þvi að hún hefði meðhöndlað hann eins og smábarn. — Mamma, sagði hann — vildi ekki leyfa mér að vaxa úr grasi Fyrir henni varégaðeins fjórtán ára drengur, sem gæta þurfti eins og reifabarns. Hún vildi ekki leyfa mér að lifa minu eigin lifi. Ég var neyddur til að myrða hana. Ég lagði hart að mér við vinnu á bænum, og hún sagði, að ef ég giftist Elvinu mundi ég verða gerður arflaus. Ég vildi alls ekki drepa bróður minn, né vinnumennina tvo, en vitnis- burður þeirra hefði sent mig beint i dauðann, svo ég varð að myrða þá lika. —0— Vernon Booher var dæmdur til dauða. Aðeins fimm mánuðum eftir að Vernon Booher hafði myrt móður sina, bróður og vinnu- mennina tvo, var hann sjálfur tekinn af lifi. (Þýtt og endursagt; Fjögur morð voru fram- in á bæ einum skammt fyrir utan bæinn Mann- ville í Bandaríkjunum. Enginn hafði heyrt né séð nokkurn skapaðan hlut, allt var þetta mjög óhugnanlegt og virtist tilgangslaust og óskil jan- legt með öllu. Fjölskyld- an á bæ þessum var vel liðin af ö lum, en eigi að síður var hún drepin. Lögreglan stóð frammi fyrir miklu vandamáli, en svo var leitað aðstoð- ar hugsanalesarans Dr. Max Langsner. Það tók hann hálftíma að leysa úr málinu. FATASKAPAR Hafið þér kynnt yður fataskápana frá Stíl-húsgögnum ? Ef svo er ekki — en yður vantar rúmgóðan fataskáp — þá höfum við skápinn sem passar. Þeir passa hvar sem er og eru fyr- ir hvern sem er. Léttir i flutningi og auðveldir i uppsetn- ingu. Sendum um land allt. Komið, hringið eða skrifið eftir nánari upplýsingum. STÍL-HÚSGÖGN Auðbrekku 63 — Kópavogi — Simi 44-600 r xr»x4>« OKKAR LANDSFRÆGA ÚTSALA HEFST márvudagirm ll.ágúst g • : í»’ z i* % ** Herraföt frá kr 5 900 00 Stakir jakknr frá 4 900 00 Nýjar terlin buxur 3 200 00 Peysur frá kr 950 00 Skyrtur frá kr 690 00 Gallabuxur kr 1 690 00 Kuldajakkar frá ki 1 950 00 Kvenblússur 1 290 00 Bolir frá kr 490.00 Sértilboð okkar, úrvals flauelisbuxur kr. 2.690.00 Terlin bútar. góðir buxnalitir frábært verð Íslenzk alullarteppi kr. 1.700.00. HIjómplötuútsala Laugavegi 89 Á hljómplötu- útsölunni verður möguleiki á stórkostlegum plötukaupum., eða frá kr. 490.00 I % 'i •♦v % 1 r s * •% , • L LAUGAVEG 37-89 12861 13008 ** l

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.