Tíminn - 10.08.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 10.08.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Sunnudagur 10. ágúst 1975. HUGSAN ALES ARIN N SEM LEYSIR GLÆPAGÁTUR Dr. Maximilian Langsner er ef til vill mesti hugsanalesari er uppi hefur veriö á þessari öld. Hann gat setzt viö hliö ein- hvers manns, horfst i augu við viðkomandi dáiitla stund og sagt siðan nákvæmlega hvað hann/hún var að hugsa um... i smáatriðum. Og þótt lögreglunni geðjaðist ekki um of af að þurfa að ieita á náðir hans vegna Booher-málsins, sáu þeir ekki eftir þvi siðar meir. ÞAÐ VAR djúp fyrirlitning i svip Vernon Boohers, þegar James Lesley liðsforingi i lögreglunni settist við skrifborð sitt. Það fannst ekkert, sem benti til þess, að Vernon Booher hefði myrt móður sina, bróður sinn og tvo vinnumenVi á bænum, og hinn 21 árs gamli Boohe vissi, að ekki yrði auðvelt að færa sönnur gegn honum, ef hann talaöi ekki af sér. Lesley gekk beint til verks. — Það finnst vitni að morðinu, Booher, sagði hann rólega. — Þér hélduð, að ekki fyndist neinn, sem hefði séð þetta, en við höfum haft upp á vitni. Ég ætla aö segja yöur nákvæmlega, hvað þér gerðuð við vopnið, sem þér notuðuð og nokk- ur smáatriði, — á hvern hátt þér drápuð móður yðar. Ég ætlast ekki til, að þér svarið neinu, ekki aukateknu atriði, en ég veit, að ég mun fá yður dæmdan fyrir morö- ið á móður yðar, bróður yðar og vinnumönnunum tveimur, John Goromby og William Rosyk. Vernon Booher hallaði sér aftur á bak i stólnum og glotti sjálfs- ánægður. Hann var hár, krafta- lega byggður, ungur maður að- laðandi útlits. — Þér hræöið úr mér liftóruna, liðsforingi, sagði hann kaldhæðnislega. Þér hljótið aö vera óður að halda að ég hafi drepið móður mina, bróður og þessa tvo vinnumenn. En segiö mér, hvað fær yður til að halda, að ég hafi framið ódæðið. Ég er mjög spenntur að heyra það. Lesley liðsforingi horföist i augu við hann og sagði: — Móðir yðar sat við eldhúsborðið og var að hreynsa jarðarber, þegar þér komuð inn til hennar meö morð- vopnið i hendinni. Vegna þess, að þér voruð sonur hennar, kærði hún sig kollótta um vopnið og hélt áfram vinnu sinni. Þér stóöuð fyrir aftan hana og ætluðuö að hleypa af byssunni og þér höfðuð vopnið fyrir aftan bak, þar til hún tók aftur til viö hreinsun berj- anna. Svo skutuð þér hana i hnakkann. Lesley liðsforingi tók eftir, hversu fölur Vernon Booher var orðinn, hvernig hann greip fast um stólinn, þar til hnúarnir hvitn- uðu, en lögreglumaðurinn hélt áfram: — Skömmu eftir að þér skutuð móður yðar, skutuð þér tveimur skotum i hana til að vera viss um, að hún væri látin. Bróðir yðar kom hlaupandi inn i eldhús- ið, en hann komst ekki lengra en rétt yfir þröskuldinn vegna þess, að þá skutuð þér hann. Þér hæfð- uð hann hægra megin i brjóst- kassann. Um leið og hann féll saman, genguð þér hinum megin við eldhúsborðið og skutuð þá i vinstri siðu hans. Þér fóruð siðan út i hlöðuna, þar sem þér funduö Rosyk, sem var við vinnu i einu horni útihússins. Hann lagði frá sér heygaffalinn, þegar hann heyrði yður koma. Hann starði á yður og hrópaði eitthvað en þér skutuð hann i höfuðið. Þvi næst hlupuð þér burt til skála vinnu- mannanna, þar sem Goromby var i rúmi sinu. Hann var veikur. Þér skutuð hann þar, sem hann lá i rúminu. Siðan genguð þér u.þ.b. kilómetra frá bænum og földuð vopnið i steinræsi, sem var skammtfrá vegkantinum. Vopniö verður sótt núna. Vernon Booher skalf eins og hrisla, þegar liösforinginn hafði lokið máli sinu... — Allt i lagi æpti hann. — Það gerðist eins og þér hafið sagt, en hvernig má það véra, að það hafi verið nokkur vitni? Var nokkuð vitni? — Ég hef nú þegar sagt yður, að þér þurfiö ekki að segja neitt, sagði Lesley. En fyrst þér viljið tjá yður, mun umsögn yðar verða bókuð og það, sem þér segið mun verða notað gegn yður viö réttar- höldin. óskið þér eftir að segja mér, hvers vegna þér drápuð móður yðar, bróður yðar og vinnumennina tvo? Vernon Booher var gjörsam- lega niðurbrotinn. — Ég skal segja yöur hvað i raun og veru gerðist, umlaði hann lágt. —Komdu læknir. Þau eru dáin. Það var læknirinn I sveitinni, sem hafði hringt I lögregluna. Læknirinn, Dr. Thomas Heaslip, skýrði frá þvi, að fjórar mann- eskjur heföu veriö myrtar á bæ Booher fjölskyldunnar. Þetta gerðist rétt fyrir kl. tiu um kvöld- ið, og Lesley og aðstoöarmaður hans óku að bænum um leið og fregnin barst. Þeir fundu frú Eunice Booher, þar sem hún lá fram á eldhús- borðið með hrúgu af jarðarberj- um undir sér. Fyrir innan dyrnar lá yngsti sonurinn, Frederick og i skála vinnumannanna fundu þeir Goromby og Rosyk i hlöðunni. öll höfðu þau verið skotin til bana. Vernon Booher sat i dagstofunni. Hann virtist á barmi örvinglunar. Dr. Heaslip sagöi lögreglunni, að hann hefði fengið simhring- ingu frá bænum um kl. hálfniu um kvöldið. Það var Vernon Booher, sem grátbændi hann um að koma hið snarasta. Vernon Booher sagði Lesley liðsforingja, að hann hefði fariö til Mannville, nær- liggjandi bæjar og að hann hafi komið til baka um kl. hálfniu. Þá hafi hann fundið móður sina og bróður látin. Hann gerði það fyrsta, sem honum datt i hug. Hann hringdi til Dr. Heaslip, sem var gamall f jölskylduvinur. Booher sagðist ekki hafa hreyft við neinu. Dr. Heaslip sagði, að hann hefði fundið vinnumennina tvo eftir að hann hafði hringt i lögregluna. Fáeinum minútum siðar kom Henry Booher, faðir drengjanna tveggja og eiginmaður Eunice, heim með nágranna sinum, sem hann hafði heimsótt um kvöldið. Allt frá byrjun virtist þetta óhuggulega mál vera óleysanlegt. Það var ekkert sem gat bent á ástæðu fyrir þessum verknaöi. Booher-fjölskyldan var meðal efnuðustu fjölskyldna i Alberta- fylki, vel liðin af öllum og átti sér enga óvildarmenn að svo miklu leyti, sem hægt var aö ganga úr skugga um það. Það höfðu engin vandamál steðjað að fjölskyld- unni og ekki var hægt að sjá að ódæðið hefði verið framið i hagnaðarskyni. Ekki gat lögregl- an heldur komið morðinu á vinnu- mönnunum heim og saman við morðið á fjölskyldumeðlimunum tveim. Grunur — á hvern? Vinnumennirnir voru báðir inn- flytjendur. Goromby var frá Ung- verjalandiog Rosyk frá tikrainu. Rosyk hafði starfað hjá Booh- er-fjölskyldunni i rúmt ár, en Goromby i tvö ár. Vernon Booher sagði lög- reglunni að hann hefði verið á heimleið og staddur skammt frá bænum, er hann heyröi eitthvað sem liktist skothvellum. Þegar hann kom heim fann hann móður sina og bróður látin. Systur Vernons, þær Edna 17 ára og Juna 15 ára, höfðu verið á dansleik i Edmonton og komu þaðan um kl. 10 ásamt vini sinum, en þá var þeim tilkynnt um harm- leikinn. Ýmsum smáatriðum var haldið leyndum — atriðum sem enginn vissi um nema lögreglan — og morðinginn. Þetta var gert til að fjölmiðlar birtu ekki neitt það, sem gæti haft neikvæð áhrif á rannsókn málsins. Eitt af þessum atriðum var, að lögreglan hafði f u n d i ð m s k o t h y 1 k i frá morðvopninu. Byssan hafði skilið eftir sérstakt far á þvi, en sjálft morðvopnið hafði ekki enn fundizt. Lögreglan var einskis visari eftir tveggja sólarhringa stöðuga rannsókn. Grunur féll ekki á neinn sérstakan, og það sem gerði málið enn erfiðara i vöfum var, að enginn virtist hafa haft hið minnsta tilefni til morðanna. Fyrst það var Vernon Booher, sem hafði fundið likin, og það gat virzt eðlilegt að grunur félli á hann. Lögreglan komst að þvi, að hann var almennt vel liðinn, þrátt fyrir að hann átti það til að vera mjög uppstökkur. Ein af þeim staðreyndum, sem lögreglan lét ekki uppi, var sú, að morðinginn hlaut að vera góð skytta. Hann haföi hleypt af átta skotum á fjórar menneskjur og hvert skotanna hafði verið banvænt. Frú Booher hafði snúið að eld- húsdyrunum er hún var myrt, þannig að hún hlaut að hafa séð morðingjann, þegar hann kom inn, en samt sem áður hafði hún haldið áfr'am vinnu sinni. Það þýddi einfaldlega það, að hún þekkti morðingjann, fyrst hún varð ekki hrædd við komu hans. Morðir.ginn hafði gengið kringum borðið og skotið hana aftanfrá. Það var augljóst, að hún hafði verið myrt fyrst * Siöan var Frederick Booher myrtur, en hann hafði að likindum komið hlaupandi til eldhússins til að at- huga hvað um væri að vera. Þvi næst hefur röðin komið að vinnu- mönnunum, þvi aö morðinginn hefur orðið að þagga niður i þeim. Möguleikinn á þvi að frú Booher hafi átt sér elskhuga skaut einnig upp kollinum. Hún var enn mjög fögur þó hún væri orðin 45 ára gömul. Þegar hún hafði gifzt Henry Booher, fyrir 23 árum áður, hafði hún verið fegurðardrottning Alberta-fylkis. Ástarsamband Fortið Henry Boohers, sem var mjög miður sin vegna morðanna, var einnig athuguð, en ekkert at- hugavert kom i ljós. Ennþá hafði lögreglan ekki fellt grun á neinn, en rannsóknin hélt áfram þótt litlir möguleikar virt- ust vera á að finna hinn seka. En svo bárust Lesley liðs- foringja fregnir af ungri stúlku, sem Vernon Booher var mjög heillaður af. Hún bjó i Mannville og var 21 árs gömul. Af einhverj- um ástæðum hafði hún fallið i ónáð hjá frú Booher. Henni geðjaðist ekki að framferði stúlkunnar og hafði móöirin skipað syni sinum að hitta hana ekki oftar. En Vernon hirti ekkert um skipanir móður sinnar og hélt áfram að eiga stefnumót við stúlkuna. Lesley liðsforingi gat ekki trúað þvi að Vernon hefði drepið móður sina vegna þessarar stúlku, sem hét Elvina Pierce, en samt var þetta eina haldbæra ástæðan sem enn hafði fundizt. Lesley fékk einnig vitneskju um að Vernon Booher var fastráðinn i þvi að giftast Elvinu Pierce, þrátt fyrir mótmæli móður sinnar. Hún gæti hafa sagt honum að hann yrði útilokaður frá fjölskyldunni, það sem eftir væri ævinnar, og að hann mundi verða gerður arflaus ef hann giftist stúlkunni. Ekki þótti ástæða til að hand- taka Vernon Booher, eða nokkurn annan, en ef morðvopnið fyndist, mundi að einhverju leyti vera greiðari vegur að rannsókn málsins. En morðvopnið var ekki enn fundið. Það var hein tilviljum, að dr. Maxmillian Langsner skvldi fást til að aðstoða við rannsókn málsins. Hann var Austurrikis- maður, en hafði fyrir stuttu flutzt til Vancouver i Canada. Dr. Langsner hafði doktors- gráðu i sálfræði, en i mörg ár hafði hann aðstoðað lögregluna i ýmsum löndum við að upplýsa dularfull sakamál. Lögreglan i Vancouver bað hann um að aðstoða sig við að upplýsa óhugnanlegt morö, og Elvina Pierce, stúlkan sem Vernon Booher var frávita af ást til, var meinaður aðgangur að heimili Booherfjölskyld- unnar, vegna þess hve móöur Vernons var i nöp við hana, en hafði hún ástæðu til að myröa fólk, sem hún þekkti næsta lit- ið? Lögreglan trúði þvi ekki... Vernon Booher kom heim til sveitaseturs foreldra sinna um kl. hálfnfu um kvöldiö, eftir að hafa farið til Mannville, nær- liggjandi bæjar. Hann kom að móður sinni, yngri bróður og tveimur vinnumönnum myrtum og hafði þá þegar samband við heimilislækninn og lögregluna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.