Tíminn - 14.09.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.09.1975, Blaðsíða 1
Stjórnlokar Olíudælur Olíudrif TARPAULIN RISSKEMMUR Landvélarhf c 209. tbl. — Sunnudagur 14. september—59. árgangur. HF HÖRÐUR 6UNNARSS0N SKULATUNI C --S;MI '91HQ. t Akureyri fékk 80 millj. að láni í Bretlandi vegna hafn- arframkvæmda ASK-Akureyri — Akureyrarbær hefur nd fengið formlega heimild viðskiptaráöuneytisins til lántöku vegna hafnarframkvæmda á Ak- ureyri. Að sögn Péturs Bjarna- sonar, hafnarstjóra hefur lánið þegar verið tekið og nemur láns- upphæðin tæpum 80 milljónum isl. króna. Lánið er fengið hjá Hambros Bank í London og er það til 5 ára með 10,5% vöxtum, en afborgun- arlaust fyrstu tvö árin. Fram- kvæmdir við vöruhöfnina á Akur- Islenzku hestarnir standa sig vel á mótinu í Austurríki Gsal—Reykjavfk — Evrópu- mót islenzkra hesta hófst I Austurrlki I gær, og eru þátt- takendur á mótinu frá 8 lönd- um, en hverju landi var heim- ilt að senda 7 hesta. I mótinu taka þátt 50 hestar. Halldór E. Sigurðsson ráðherra er vernd- ari mótsins, og kom hann til Austurrikis á fimmtudag. A föstudag bauö hann fram- ámönnum hestamanna I Evrópu og nokkrum stjórn- málamönnum fráAiisturrikitil hádegisverðar. A mótinu eru 6 kynbóta- hestar, 3 hryssur og 41 reið- hestur. Elzti hesturinn er 18 vetra, heitir Faxi, frá Dan- mörku. Svo skemmtilega vill til að knapinn á honum er yngsti keppandinn, 13 ára gömul stúlka. Yngsti hestur- inn er hins vegar frá Islandi, og er 6 vetra. Undanúrslit góð- hestakeppninnar fór fram á - föstudag, og var keppnin mjög spennandi og tvlsýn. Af þeim fimm hestum, sem munu keppa til úrslita um helgina voru 3 frá íslandi, en hinir tveir eru frá Danmörku og Hollandi. Þykir árangur hest- anna, sem koma frá íslandi mjög athyglisverður, en um 50 hestar tóku þátt I keppninni. Milli 50 og 60 tslendingar eru á mótinu I Austurriki. eyri munu þvi geta hafizt af krafti nú á næstunni, en fjárskortur hef- ur hamlað því, að hægt hafi verið að vinna að framkvæmdum eins og skyldi nú I sumar. Fyrsta áfanga verksins verður flýtt eins og kostur er á, en vöru- höfnin á að vera tilbúin strax næsta vor. Efni til bryggjugerðarinnar er komið til Akureyrar, en við endurhönnun vöruhafnarinnar var ákveðið að nota ekki það efni, sem þegarhefði verið fest kaup á, en kaupa i þess stað stálþil. Þá verður hluti lánsfjárins not- aður til að lengja viðlegukant hjá Slippstöðinni um 150 metra. Hins vegar verður ekki ráðizt I það verk nú í ár, þar sem efnið var lánað til Neskaupstaðar vegna uppbyggingar nýrrar hafnar þar. 'Þeir austanmenn munu hins veg- ar greiða lánið með öðru stálþili næsta vor og ættú framkvæmdir við Slippstöðina að geta hafizt strax og það er komið. Ekki liggur ljóst. fyrir, hvort Eimskipafélag Islands heldur á- fram býggingu vöruskála á svæði vöruhafnarinnar á Oddeyrar- tanga nú I vetur, þvi samkvæmt viðtali við Viggó Maack, verk- fræðlng Eimskips, hefur félagið enn ekki fengið staðfestingu á burðarþoli bryggjunnar. Að sögn Viggós, hefur Eimskip þegar lagt I um 20 millj, kr. kostnað vegna vöruskálans, en vegna endur- skipulagningar hafnarsvæðisins þarf skálinn að flytjast um 10 metra I norður. Hins vegar sagði Viggó, að Eimskipafélagið væri reiðubúið að ljuka gerð hússins, þegar ein- hver niðurstaða fengist af burð- arþolinu, en fyrirsjáanlegt væri að hanna þyrfti hús nokkuð frá- brugðið þvl, sem áður var ákveð- ið að reisa. Hluti lánsfjárins verður not- aður til þess að lengja viö- legukant hjá Slippstöðinnj um 150 metra. Tímam:ASK Ekki mun enn ljóst hvort Eimskipafélagið heldur á- fram smiði vöruskála við vöruhöfnina i vetur. m:ASK Vöruhöfnin á Akureyri á að vera tilbúin að 'ori. Hér sér yfir á vöruhöfnina fyrirhug- uðu. Vaðlaheiði i baksýn. Tímamynd: ASK RAFVÆDING SVEITA AUSTAN LANDS ERNÚ Á LOKASTIGI Gsal—Reykjavik — Um þessar mundir er verið að ljúka rafvæðingu sveita á Austurlandi, og þegar fram- kvæmdum lýkur i haust munu aðeins verða eftir um 8 liyli á öllu Austurlandi, sem ekki hafa fengið rafmagn, iitiin fjallabýlanna, Möðru- dals og Víðidals. Einkum hefur verið unnið að rafvæð- ingu sveitabýla á Austur- landi frá árinu 1969, en á þeim tima voru nær öll býli órafvædd. Að sögn Erlings Garðars Jónassonar, rafveitustjóra á Egilsstöðum hefur storátak verið gert i þessum málum á undanförnum árum, og aðeins afskekktustu bæir nú óra'fvæddir. ;:x:íKK::vK-K*K*x*ra<w^ :¦:-:.¦:¦:¦:•:¦:¦:¦>:¦:•:-¦:,:¦:¦:-:¦:-:,::,,:,:::¦:--:¦::¦:•::¦;::-:-•¦;:¦::¦:¦,.¦¦: :-:•:-;-:¦:-:-:-:•: :¦;•:-;¦: •:¦:¦ ¦: :-;-:¦ : ¦¦:•:¦:¦: Tæplego 2700 börn og unglingar stunda nám á barna og gagnfræðaskólastigi á Akureyri í vetur ASK—Akureyri— Barnaskólar Akureyrar voru settir hinn áttunda þessa mánaðar. í forskóladeildum verða 245 börn, 1605 börn verða aftur á móti I barnadeildum. Hinn tuttugasta þessa mánaðar verður Gagnfræðaskólinn á Akureyri settur, auk unglingadeilda, eða 7. og 8. bekkjar grunnskóla — þar er áætlaður nemendafjöldi 810. Að sögn Sigurðar óla Brynjólfssohar formanns skólanefndar Akureyrar, verða deildir I skólum bæjarins samtals 105 og fastráðn- ir kennarar 110, en einnig verða starfandi um tuttugu stundakenn- arar. Nokkuð hefur verið um að þurft hefur að ráða réttindalausa kenn- ara,en fullráðið er þó I kennarastöður við skólana. Engar breyting- ar verða á skólastjórastöðum við skólana, utan þess ab Páll Gunn- arsson hefur verið ráðinn skólastjóri Barnaskóla Akureyrar til eins árs. trmTiTrrnRrmnrf SvJtíÖS - :.-.~memmi&M

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.