Tíminn - 14.09.1975, Blaðsíða 39

Tíminn - 14.09.1975, Blaðsíða 39
Sunnudagur 14. september 1975. TiMINN 39 Teppið var sem nýtt eftir 144.000 fætur VALUR/ CELTIC á Laugardalsvelli þriðjudag kl. 18. Valsmenn eru ósigraðir á heimavelli í Evrópukeppni. Sjáið Jóhannes leika með skozku snillingunum — gegn slnum gömlu félögum! Missið ekki af þessum einstaka við- burði i islenzku iþróttalifi. VALUR. Kópavogur— fulltrúaróð Þeir, sem sótt hafa sýningar Kaupstefnunnar i Laugardalshöll undanfarin ár, hafa vafalaust tekið eftir þvi, að anddyri sýning- arhallarinnar hefur verið lagt fallegu gólfteppi á meðan sýning- ar hafa staðið yfir. Þessi teppi hafa vakið athygli, og oft á tiðum hafa sýningargestir undrazt það hve teppin hafa litið vel út jafnvel á siðasta sýningar- degi. Á Alþjóðlegu vörusýningunni, sem nýlokið er i Laugardalshöll var anddyrið lagt teppi af gerð- inni SOMMER 1260, en þetta var fjórða sýningin, sem Sommer teppi prýddi sýningaranddyrið. Það, sem athygli vekur i sam- bandi við sýningarteppið i ár eins og áður, að sögn forráðamanna fyrirtækisins Gallia, sem flytur inn þessi teppi, er, að það er ó- mögulegt að sjá muninn á nýju og ónotuðu teppi og þvi, sem nú hef- ur verið tekið af anddyrinu. Slitþol Sommer teppanna er ó- trúlega mikið. Sommer teppi var lagt á aðalbrautarpall járnbraut- arstöðvarinnar i Oslo. Teppið var þar i þrjá mánuði, og stóð sig með hinni mestu prýði. Að þessum þrem mánuðum liðnum var fréttamönnum boðið að reyna að þekkja járnbrautarstöðvarteppið frá samskonar teppi af nýrri rúllu, og tókst fæstum að geta upp á þvi rétta. Sigurður Jóhannsson og ólafui Már forráðamenn Gallia. — Timamynd Guðjón. Islenzkum fréttamönnum var boðið að reyna að þekkja teppi Laugardalshallarinnar frá sams- konar teppi. Sýningarteppið hefur verið i anddyri Laugardalshallar- innar i 17 daga, og hafa um 144.000 fætur gengið yfir teppið að minnsta kosti einu sinni á tima- bilinu. Teppið, sem sett er til samanburðar var nýtt og ónotað. Gátu flestir fréttamanna rangt til um, hvort teppið væri nýtt. © Undir beru lofti Þeystareykja, en mamma hafði oft talað við okkur um Naustavik, þvi að þar hafði frændfólk hennar búið endur fyrir löngu. í þessari ferð gistum við i tveim gangnamannahúsum. Annað er i Naustavik. Við höfðum flogið til Húsavikur og farið með trillu þaðanT Naustavik, og nú hófst ævintýralegur timi. Við vorum eins og úti á eyðieyju, báturinn, sem hafði flutt okkur, skildi okkur eftir i fjörunni hjá farangri okkar — langt til næstu bæja. Yfir höfðum okkar, i brattanum upp frá sjónum, stóð steinhús, sem ekki hefur verið búið i um tuttugu ára skeið, en er nú leitar- mannaskýli. Þangað bárum við farangur dikar. 1 Naustavik var lengi búið, en afskekkt hefur það verið og harð- býlt nokkuð, þótt nóg væri grasið, þegar við vorum þar, enda var þar margt fé, rólegt i sumarhög- um. Það hefur lengi verið vitað, að á Norðurlandi eru meiri stað- viðri en hér fyrir sunnan, og það var stillilogn alla fjóra dagana, sem við vorum i Naustavik. Einn daginn gengum við i Náttfaravik- ur, þar sem einn af þrælum Garð- ars Svavarssonar hafðist við á sinni tið, og þurftum við að sæta sjávarföllum og ganga fjörur til þess að komast þangað. Þetta lif var skemmtileg tilbreyting frá öllu örygginu og þægindunum i börginni. Við eigum ekki að ferðast eins og ,,Jónas og fjölskylda” — Það er auðvitað hægt að mis- nota bfiinn, þótt hann sé þægileg- ur? — Hvort það nú er. Já, auðvitað er billinn þægilegur. Ég get jafn- vel fallizt á að hann sé dásamlegt tæki. En fólk á ekki að ferðast eins og „Jónas og fjölskylda”, sem útvarpið er stundum að segja okkur frá. Þau þjóta um landið og stanza yfirleitt ekki annars stað- ar en á bensinsölustöðum, þar sem þau háma i sig sælgæti. Þegar við ferðumst eigum við að taka böm okkar, barnabörn eða vini með og veita þeim hlut- deild í gleðinni. Við megum Snæfells- nessýsla Heraosmót íramsóknarmanna i Snæfellsnessýslu verður haldið að Röst, Hellissandi sunnudaginn 14. sept. og hefst kl. 21.00. Ræður flytja Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra og Jón Sigurösson varaformaður SUF. Operusöngvararnir Svala jýielsen og Guðmundur Jónsson syngja við undirleik Agnesar Löve og Baldur Brjánsson skemmtir. Hljómsveit Þorsteins •Guðmundssonar leikur fyrir dansi. Nú getið þið gparað umbúðakostnaðinn svo um mun- ar. Síðastliðin 2—3 ár hafa nokkur fyrirtæki notað STREKKI-PLAST (krympefolie) umbúðirnar til að pakka inn vörum sínum í stað bylgjupappakassa eða pappirspoka. Fengin reynsla hefur sannað ágæti STREKKI-PLAST umbúða og fullyrða má, að umbúðakostnaðurinn er ekki nema 10% af kostnaði annarra umbúða. VERKFRÆÐINGUR FRÁ POUL SUHR VERK- SMIÐJUNNI VERÐUR STADDUR HÉR Á LANDI 15 -20 SEPTEMBER OG MUN HANN VEITA UPPLÝSINGAR OG SVARA FYRIRSPURNUM UM FRAMLEIÐSLU ÞESSA. gjarna fara i bil, ef við eigum hann, en ráðlegt er að skilja hann eftir við og við og fara i lengri eða skemmri gönguferðir. Nestið get- um við skilið eftir i bilnum og borðað það þar, þegar við komum að bilnum aftur og erum orðin hæfilega svöng af göngunni. Þetta geta flestir, og þarf ekki langt að fara til þess og ef við kunnum að klæða okkur fyrir regni og kulda og notum nærföt úr islenzkri ull, þá getum við verið úti á hvaða tima árs sem er. —VS. Áriðandi fundur verður i félagsheimili Kópavogs, efri sal, föstu- daginn 19. september kl. 20:30. Fjallað verður um bæjarmálin. Framsögu hefur Björgvin Sæmundsson bæjarstjóri. Stjórnin. Héraðsmót í Kjósarsýslu Héraðsmót Framsóknarmanna i Kjósarsýslu verður haldið i Hlégarði i Mosfellssveit laugardaginn 4. október og hefst kl. 21. Allir velkomnir. Nánar auglýst siðar. Aðfeið /em eykui cifkó/t 09 lcekkoi umbúdoko/lnoð atjantisj Sigtun 3 ■ simi 86255 iniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniui | Auglýsítf I iTÉmanum i ijíiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiii

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.