Tíminn - 14.09.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 14.09.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Sunnudagur 14. september 1975. SPORT&4L TÍPEMMTOR0I SÍMI 1-43-90 Æfingabúningar PÓSTSENDUM ..og næsta skrefið er svo geimferjan. 0 Geimferðir ræða og það er fest við barka barnsins. Sjúklingurinn verður ekki fyrir neinum óþægindum af völdum þess, en strax og smá breyting verður á andardrætti hans, sendir tækið frá sér neyðarmerki og hjúkrunarkonan fær þegar i stað vitneskju um það Hún getur þess vegna fylgzt með mun fleiri börnum samtimis en ella. Svonefndar hátiðnibylgjur, sem hafa þróazt i kjölfar geimrann- sókna, eru notaðar til'þess að lækna starblindu (ský fyrir auga). t stað þess að fjarlægja lit- himuna með hnif, er borað litið gat á hana með þessum hátiðni- bylgjum. Sjúklingurinn getur mætt aftur til vinnusinnar næsta dag,en hefði annars þurft að vera fjarverandi 6-8 vikur. Kannski er einnig rétt að minn- ast á „sjónbrjótinn.” Það eru gleraugu með sérstökum stjórn- unarútbúnaði, sem er byggður á ljósnæmislögmálinu (photocell- princip) og hann verkar um leið og sjúklingurinn hreyfir augun. Þetta hefur verið fundið upp i þágu geimvisindanna, en nú þeg- ar er farið að nota það á 2-3 sjúkrahúsum i Kaliforniu. Vitað er um nokkra sjúklinga, sem eru algjörlega lamaðir, en hafa nú eygt nýjan tilgang með lifi sinu vegna tilkomu þessa „sjón- brjóts”. Einn þeirra notar hann til þess að stjórna hjólastólnum, sem hann situr i. Gleraugun eru tengd litilli tölvu i stólnum og við það eitt að hreyfa augun, getur maðurinn stýrt stólnum að vild sinni. Ennfremur má minnast hér á unga stúlku, sem er með gervi- handlegg af sömu gerð og geim- fararnir notuðu til að tina upp steina á tunglinu. Gleraugun eru tengd þessum gervihandlegg og hún getur nú borðað hjálparlaust, fyllt út ávisanir og málað á sér varirnar og ýmislegt fleira. Hún er nú ekki lengur á sjúkrahúsi, en rekur sitt eigið fyrirtæki, sem annast upplýsingaþjónustu i gegnum sima. En svo að aftur sé vikið að geimferjunni, þá vaknar sú spurning, hvernig það muni vera gerlegt fyrir visindamenn að fara i slika geimferð án sérstakrar þjálfunar? Jú,i fyrsta lagi verður þrýstingurinn sá sami og á jörðu niðri. 1 öðru lagi verður flugtaki oglendingu þannig hagað, að svo- nefndur G-þrýstingur verður aldrei meiri en 3. Og við lendingu er hann raunar aðeins 1,5. Þess vegna þurfa þeir ekki að klæðast neinum sérstökum geimferða- búningum. Þegar rannsaka skal yfirborð jarðar mun ferjan vera á hvolfi. Lokurnar á geymslurýminu vérða opnar þannig að öll rann- sóknartæki visa mót jörðu, en vfsindamennirnir sitja í mestu makindum i rannsóknarstofunni. Raunar er það ætlunin einhvern timann i framtiðinni að byggja geysistóra rannsóknarstöð úti i geimnum, þar, sem fjöldi manna getur starfað samtimis. Þá verður ferjan notuð sem eins kon- ar burðarjálkur, fyrst til þess að flytja hina ýmsu parta rannsókn- arstöðvarinnar út i geiminn og annast samsetningu þeirra. Seinnamunhún væntanl. verða notuð til þess að halda uppi föstum áætlunarferðum frá jörðu og til geimstöðvarinnar. Þá mun elda að nýjum og von- andi bjartari degi og enn öðrum i sögu mannsandans og þau sár, sem við höfum sumpart sjálf veitt okkur taka að gróa. (Þýttog endursagt) Fjölbreytt vetrarstarf hjá Bridgefélagi Reykjavíkur Vetrarstarfsemi Bridgefélags Reykjavikur er nú að hefjast. Verður spilað á miðviku- dagskvöldum i Domus Medica að venju. Keppnisstjóri i vetur verður Þórir Sigurðsson. Keppnisfyrirkomulag i vetur veröur með nokkuð öðru sniði en undanfarin ár. Að venju var byrjað með svolitilli „upphitun”, eins kvölds tvimenningskeppni, miðvikudaginn 10. sept. og hófst spilamennska að venju kl. 20.00. Siöan tekur við meistarakeppni Bfidgefélagsins i tvimenning næstu sex miðvikudagskvöld. Að henni lokinni hefst svo sjö kvölda sveitakeppni. Spilað verður eftir Monrad-kerfinu, og mynda átta efstu sveitirnar úr þeirri keppni „meistaraflokk’ i meistara- keppni félagsins sem einnig stendur i sjö kvöld. „Fyrsti flokkur” i þeirri keppni verður opinn cllum. Sitthvað fleira er á vetrardags- skrá Bridgefélagsins, og nægir að nefna einvigsiáskorun félgsins tii Taflfélags Reykjavikur. Bridgefélag Reykjavikur hefur um margra ára bil verið lang- sterkasta bridgefélag landsins. Skólaafsláttur verður veittur að venju i keppnum félagsins. í stjóm félasins eru þessi: Karl Sigurhjartarson, formaður, Gylfi Baldursson, varaformaður, Stefán Guðjóhnsen, gjaldkeri, Guðlaugur R. Jóhannsson, ritari Jakob Ármannsson, fjármuna- ritari. 48$ vVV ^\\x-4\VV.O.^ liite/iw&iiirm.wr BÆNDUR * BÆNDUR GUFFEN mykjudreifararnir '-ý-.tr?' ,. . i/s ,r\ 2200 lítra með loki — Dreifa vel og fara vel með traktorinn Nokkrir dreifarar til sölu strax ATHUGIÐ: Pantið tímanlega fyrir haustið Burstar, lyftir, „touperar byigjar, leggur, sléttir og þurrkar hár þitt — _____FLJÓTT OG VEL Lady Braun HÁRGREIÐSLUSETTIÐ Verð um kr. 8.350 BRAUN-UMBOÐIÐ: Sími sölumanns er 1-87-85 Raftækjaverzlun íslands h.f. Ægisgötu 7 — Reykjavík — Símar 1-79-75/76 Kaupfélögin UM ALLTIAND Samband islenzkra samvinnufelaga VÉLADEILD Ármula 3 Reykjavik simi 38900 Auglýsicf í Timamim

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.