Tíminn - 14.09.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 14.09.1975, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Sunnudagur 14. september 1975. Auður Jónasdóttir kennari. Timamynd Gunnar. Stundum vakti hann okkur systurnar klukkan sex og lofaði okkur að koma með sér út i hest- húsið og gefa hestunum, brynna þeim og kemba. Oft brugðu pabbi og mamma sér á hestbak á kvöld- in, en við Gerður vorum heima og máttum ekki fara út eftir kvöld- mat,en rétt hjá Sambandshúsinu var stór leikvöllur, þar sem alltaf var fjöldi barna, og ég man, að stundum tókst ókkur að stelast þangað, eftir að foreldrar okkar höfðu riðið úr hlaði, en auðvitað var það ekki sérlega vel séð af stúlkunum, sem áttu að gæta okk- ar. En við nutum líka á annan hátt góðs af hesteign foreldra okkar. Þá var það ekki svo litið ferðalag að fara á hestum upp að Arbæ og Baldurshaga, og þangað fórum við oft. — Svo hafa bilar smám saman tekiö við af hestunum hjá ykkur eins og öðrum? v — Já, einhver fyrsta bilferð, sem ég man eftir, var þegar mamma tók bil á leigu og bauð vinkonu sinni og börnum hennar ásamt okkur systrunum i ferð inn að Elliðaám. Við árniðinn þarna fengum við krakkarnir að leika okkuraðvild ogsiðan voru teknar upp ávaxtadósirnar. Fyrir okkur' börnin var þessi ferð ógleyman- leg. t endurminningunni er þetta áreiðanlega ekki minni atburður en það er núna fyrir börn að fara til Kanarieyja eða Mallorka. Svona hafa nú tímarnir og að- stæðurnar breytzt. Sumardvöl í Noregi — iiverjar eru næstu endur- minningar þfnar um ferðalög? — Fyrsta ferðalag okkar systr- anna til annarra landa var með foreldrum okkar til Noregs. Við vorum þá langt fyrir innan ferm- ingu. Við sigldum til Bergen og vorum eitt sumar i Harðangurs- firði. i Lofthus, litlum bæ innar- lega i firðinum. Þar er ákaflega mikil náttúrufegurð og fólkið var svo vingjarnlegt. Við bjuggum i gömlu, fallegu timburhúsi, og konan, sem leigði okkur var alltaf að lána mömmu meira og meira af silfurborðbúnaði, eftir þvi sem kynni fjölskyldnanna urðu nán- ari. Ég man enn, hve gott okkur þótti að vera þarna saman i ró og næði, fjarri öllum skarkalanum Ferðir með varð- skipum og fyrsta öræfaferðin Foreldrum okkar var það mikið áhugamál, að við systurnar kynntumst Islandi vel. Pabbi þurfti mikið að ferðast, og hann tók okkur oft með sér 'i þessi ferðalög. Þá voru samgöngur ekki orðnar eins greiðar og nú er, og á þessum árum var það siður, að varðskipin flyttu stjórnmála- menn á milli staða, þegar kosn- ingar stóðu fyrir dyrum, og reyndar oftar. Ég man eftir ferð, þegar við systurnar fórum með pabba næstum á hverja einustu höfn allt i kringum landið, vorum á mörgum fundum, ög við lá, að við værum farnar að kunna utan að sumar ræðurnar, sem við höfð- um heyrt. En þótt oft væri hart deilt á meðan á fundinum stóð, rikti gott andrúmsloft um borð, ogkomið gat það fyrir, að góðvin- irpabba tækju okkur telpurnar og færu með okkuri smáferðalag um nágrennið, á meðan hann þurfti að vera á fundinum. Á þennan hátt kynntumst við mörgu elsku- legu fólki og nýjum stöðum á landinu. Þessi ferðalög, ásamt mörgu öðru, ýttu mjög undir löngun okkar systranna til ferða- laga, og hafa áreiðanlega átt drjúgan þátt i að leggja grund- völlinn að þvf sem seinna varð. — Já, vel á minnst: Hvenær hefjast svo þin löngu ferðalög? — Fyrsta stóra ferðalagið, sem ég fór, var ferð, sem ég fór með fyrri m.anninum minum, Ragnari Ólafssyni, hæstaréttarlögmanni, sem var þá endurskoðandi hjá Sambandi isl. samvinnufélaga. Við lögðum af stað á hestum frá Djúpavogi og héldum áfram til Kirkjubæjarklausturs á Siðu, um Skaftafell. Þarna var yfir ár, sanda og jökla að fara, en Ragnar hafði útvegað okkur úrvals fylgdarmenn, Odd i Böltanum i Skaftafelli, sem var mikill vatna- maður, Hannes á Núpsstað og Lárus á Kirkjubæjarklaustri. Það var einkennilegt að vera ýmist uppi á jöklum með hestana eða á báti úti i skaftfellsku ánum og svo, inni i sandauðninni miklu voru skógivaxnar hliðar Skafta- fells. Þótt ferðin væri á margan hátt erfið, þá var hún að sama skapi skemmtileg og lærdómsrik, „FAGURT ER A FJOLLUi ÞAÐ ER AUÐUIt JÓNASDÓTT- IR kennari, sem i dag ætlar að ræða við lesendur Timans um úti- vist og ferðalög. i þeim efnum á hún að baki langa sögu og um margt sérstæða, því að eins og „hver einn bær á sina sögu, / sigurljóð og raunabögu,” þá er reynsla manna með ýmsu móti. Og Auður Jónasdóttir fæddist til þess hlutskiptis að eiga bernsku- og æskuár, sem á margan hátt voru gerólik öllu, sem jafnaldrar hennar þekktu. Um það og sitt- hvað fleira geta þeir fræðzt, sem leggja það á sig að lesa eftirfar- andi greinarstúf. Þeir sunnudagsmorgnar gleymast ekki — Hverjar eru fyrstu endur- minningar þxnar um útilif, Auður? — Þær eru þegar pabbi fór með okkur systurnar á sunnudags- morgnum, þegar við vorum litlar, niður að sjó og sýndi okkur fugl- ana ogfræddi okkur um lif þeirra. Hann sýndi okkur það, sem fyrir augu bar, sjóinn, fjöllin og strendurnar. Stundum gekk hann með okkurniður i fjöru. Þetta eru fyrstu endurminningar minar um útivist og verða mér alltaf ógleymanlegar. — Foreldrar minir voru Guðrún Stefánsdóttir frá Granastöðum, og Jónas Jónsson frá Hriflu, bæði Suður-Þingeyingar. Við áttum heima i Sambandshúsinu i Reykjavik, þar sem Samvinnu- skólinn var einnig til húsa. Við bjuggum á sömu hæð og skólinn var. A heimilið kom fjöldi fólks, bæði vinafólk úr bænum og fólk utan af landi, sem átti erindi við föður minn og skólafólk. Þegar ég hugsa til bernskuheimilis mins, finnst mér það hafa verið likast stóru sveitaheimili. — Kynntist þú ekki hestum á uppvaxtarárum þfnum? — Jú, foreldrar minir áttu tvo hesta Austra og Grána. Þeir voru ihesthúsi, rétt hjá„Sambandshús- inu, og pabbi gaf þeim jafnan sjálfur, snemma á morgnana. heima á íslandi. Það var eitthvað svo heimilislegt og aðlaðandi i Harðangri, og þá ekki siður fólkið sjálft. Eins og allir vita, þá eru Norðmenn ákaflega vinsamlegir i garð íslendinga og við eignuð- umst þar marga góða vini. Við ferðuðumst mikið og sáum m.a. hvernig mjólkin var send niður fjallshliðarnar eftir streng og við keyptum mjólk og egg frá seli, sem var langt uppi i fjalli. — Þiö hafið auðvitaö verið þarna einungis til þess að njóta hvildar og hi’cssingar? — Já, að visu, en pabbi sat nú samt ekki auðum höndum, þvi meðan við vorum þarna, skrifaði hann eina af kennslubókum sin- um. Engu að siður nutum við dvalarinnar þar i rikum mæli. t Harðangursfirði er mjög stað- viðrasamt, og á meðan við vorum þar, var oftast logn. Foreldrar minir leigðu litinn bát og við systurnar lærðum að róa. Pabbi reri oft með okkur mæðgurnar út á fjörðinn og við böðuðum okkur og syntum f sjónum. Allt þetta var okkur nýtt. Við höfðum aldrei kynnzt baðstrandarh'fi fyrr. Siðan hef ég viða farið og mörgu kynnzt, en ég minnist enn Harðangursfjarðar og lognsins og kyrrðarinnar þar. Og það var ekki aðeins veðrið, sem var stillt- ara i Harðangursfirði en i Reykjavik. Hinn andlegi friður var ekki siður áberandi, og það var okkur lika nýtt. þvi að jafnan var stormasamt i kringum æsku- heimili mitt, þótt fjölskyldan stæði alltaf saman sem einn mað- ur. Gamall vinur pabba sagði lika einu sinni við hann, að á meðan fjölskyldan stæði saman og inn- viðir hennar væru traustir, þyrfti hann ekki að óttast, þótt stormar geisuðu fyrir utan. Þar hafði hann lika rétt fyrir sér! og ég held, að það hafi verið þessi ferð, sem kom mér á sporið að ferðasti óbyggðum og uppi á jökl- um. Ég hef ekið hringveginn, og víst er það áhyggjulitið að aka i öruggum bil yfir nýjar brýr og eftir sléttum og góðum vegi, en ekki er það ferðalag eins áhrifa- mikið og þessi fyrsta öræfaferð min var, hvað þá að það verði eins minnisstætt. Þegar við könnuðum Kerlingarfjöll — Áttu ckki endurminningar um fleiri óbyggðaferðir? — Nokkrum árum siðar fór ég með seinni manninum minum, Steinþóri Sigurðssyni, formanni Rannsóknaráðs, og mörgum öðr- um upp i Kerlingarfjöll. Þá var Ferðafélag islands að undirbúa bók um Kerlingarfjöll, og við vor- um þar á þess vegum. Við skipt- umst i hópa, sem gengu mikið um fjöllin, tókum myndir og kynntum okkur svæðið, til þess að hægt væri að lýsa þvi af sem mestri ná- kvæmni. í þessari ferð kynntist ég fyrst islenzkum öræfum að marki. Við fengum að kynnast steikjandi hitanum, þá sandstormi, þar næst rigningu, — öll tilHFigði islenzkr- ar öræfaveðráttu, að stórhrið undantekinni, hana fengum við ekki i þetta skipti. Kerlingarfjöl! eru einhver dýrlegasti staður is- lenzkra óbyggða. Nú er kominn þar skiðaskóli og fóik fer þangað skyndiferðir um helgar, en á þessum árum var það i talsvert mikið ráðizt að fara upp i Kerlingarfjöll. — Þurftuð þið að bera fai’angur vkkar á göngunni um fjöllin? — Já, um annað var ekki að ræða. Við urðum að hafa með Jónas Jónsson frá Hriflu, ásamt Guðrúnu Stefánsdóttur konu sinni og dætrum sinum, Gerði (t.v.) og Auði (t.h.) Myndin er tekin árið 1926, þegar f jölskyldan var nýkomin heim eftir sumardvöl I Frakklandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.