Tíminn - 14.09.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 14.09.1975, Blaðsíða 6
6 tíminn Sttnnudagur 14. september 1975. m r ...... * Ingólfur Davíðsson: Byggt og búið í gamla daga •« Hús Helga Hjörvar, „bæjarfógetahúsiö” t.h. Neðarlega í Suðurgötu i Reykjavik vekur litið grátt múrbindingshús athygli ferða- mannsins. Rúður eru smáar, þakið svart með lágum en breiðum þakgluggakvisti. Þetta er nr. 6, lengi kallað hús Helga Hjörvars. Á báðar hliðar standa miklu stærri hús: þ.e. rautt, hálfhrörlegt hús. Þar við götuna er sundurgerðarlegt grænt hús með útskurði á vindskeiðum, á horni Túngötu og Suðurgötu. Arið 1848 fékk Rasmus Hansen, faðir Morten Hansens skóla- stjóra, lóðina nr. 6 og byggði litla húsið. I þvi' mun K.F.U.M. vera stofnað. Þar bjó um skeið Sigurjón Ólafsson með fjölda barna. Helgi Hjörvar, hinn al- kunni rithöfundur og útvarps- maður, flutti i' húsið árið 1945 og bjó þar með stóra fjölskyldu til æviloka. Hann stækkaði húsið og setti á það kvistina. Ekki ber mikið á viðbyggingunni frá göt- unni að sjá. „Húsið leynir á sér eins og eigandinn” er eftir Helga haft. Innri hurðir i húsinu munu vera úr gamla kvenna- skólanum. Þetta 127 ára gamla hús ber glöggt vitni fyrri aldar, þegar múrinn var að taka við af torfbæjunum. Græna húsið útskorna (bæjar- fógetahúsið), lét Jóhannes Jó- hannesson, áður lengi bæjar- fógeti á Seyðisfirði, reisa, lik- lega um 1908-1910. Húsið er fallegt og trjágróður eykur þokka þess. Skreytingin er svip- uð og á hinu fagra húsi við leik- völlinn, Grettisgötu 15, en það hús mun Jens Eyjólfsson hafa byggt, ásamt fleiri fallegum húsum, t.d. við Stýrimannastig. Inni i miðri bilaþvögunni, um- girt háum byggingum, við enda Tjarnargötu, skammt frá gamla kirkjugarðinum, stendur litið laglegt, rauðmálað hús, með svörtu þaki, hvitum reyk- háf og gluggaumgerðum. Manni kemur i hug haglega gerður smalakofi i klettahvammi. Nú- tima hjörð borgarbúa eru bil- arnir, og smali til gæzlu sér- hverjum sauð! Hús þetta hið rauða byggði Indriði Einarsson, hagfræðingur, endurskoðandi, leikritahöfundur o.fl., liklega nokkru fyrir aldamót. Húsið stóð i litlum fallegum garði og Indriði kvað hafa haft þann sið að tala við hulda vætti eftir mið- nætti á nýjársnótt, ganga þá kringum húsið og mæla af munni fram hina fornu þulu: „Komi þeir sem koma vilja, fari þeir sem fara vilja, mér og minum að meinalausu”. Nú hafa bilarnir tekið við álf- unum og happdrætti háskólans býr i bergi skammt frá. Kannski riður þar einhver „ólafur með björgum fram” ennþá. Ofan við Aðalstræti gefur enn að lita fornleg og hlý- leg húsin við Bröttugötu og grennd. Iiús Indriða Einarssonar (1975) hus indriöa Einarssonar ( 1975) (bakhlið) „Bæjarfógctahiisið” Brattagata B b o.fl. ( 1974)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.