Tíminn - 14.09.1975, Blaðsíða 28

Tíminn - 14.09.1975, Blaðsíða 28
28 TtMINN Sunnudagur 14. september 1975. oc ALFA-LAVAL Flórsköfukerfi BÆNDUR! Hafið þið hugsað út í það hvort er ódýrara að útbúa Fieytiflóra í fjós ykkar, eða að setja í það Flórsköfukerfi? Eigum til með stuttum fyrirvara hin vinsælu Flórsköfukerfi frd Alfa-Laval. Kynnið ykkur þessa nýjung í tæknibúnaði fjósa og hafið samband við okkur sem fyrst og leitið nónari upplýsinga Samband islenzkra samvinnufélaga $ VÉLADEILD Ármula 3 Reykjavik simi 38900 BREF TIL DÓTTUR MINNAR (ef ég ætti hana) ERICA YONG er rithöf- undur af bandariskum Gyðingaættum, þritug að aldri, búsett i New York. Hún gaf út ljóða- bók 1971 og hefur skrifað ljóð, smásögur og bók- menntagagnrýni i ame- risk timarit — m.a. ,,Ms”, rit kvennahreyf- ingarinnar. Þegar fyrsta skáldsaga hennar „Hrædd við að fljúga” kom út haustið 1973, vakti hún athygli fyrir djarft tungutak og persónu- legan stil, og hún varð strax met- sölubók. ,,Hrædd við að fljúga” fjallar um Isadoru Wing, sem eftir fimm ára hjónaband stingur af og fer i hringferð um Evrópu með brezk- um sálfræðingi með falleg augu og lífsskoðun existensfalista. Isa- dora erhaldin flughræðslu i öllum skilningi orðsins, en ákveður að láta það ekki hindra sig i að fljúga. Hún yfirgefur mann sinn til aö uppfylla nú einu sinni óskir sinari stað þess að láta sér nægja dagdrauma. Bráðlega yfirgefur elskhugi hennar hana i Paris og fer aftur til fjölskyldu sinnar, og hún sér, að hann gerir ekki sömu kröfur um heiðarleika og hún, og að frelsi hans og „existensial- ismi”, sem slógu henni ryki i augu, voru hluti af sumarleyfis- áætlunum hans. Eftir nokkurt hugarstrið fer hún aftur til eiginmanns sins óviss um framtiðina, en vissari um sjálfa sig, og a.m.k. i bili laus við hræðsluna. A ferðalaginu með elskhuga sinum hefur hUn oröið að gera upp við sig fjölskyldumál sin, gyðinglegt og ameriskt um- hverfi, þá kynhegðun, sem hUn hafði vanizt, æskudrauma sina og stöðu sem persónu. í eftirfarandi grein fjallar Erica Yong um hina ævafornu togstreitu, sem á sér stað innra með konunni milli vinnu utan heimilis og fjölskyldulffs, ástar og starfsframa. Sjálf kaus hUn að eignast ekki barn fyrr, en hún hefði haslað sér völl sem rithöfundur. „Stundum sé ég eftir þvi. Stundum held ég, að ég hefði getað gert hvort tveggja. Stundum finnst mér ég hafa gert rétt,” skrifar hún. Ófullnægð á annan hátt Mér virðist oft, að fólk, sem dregur það að eignast börn (eða eignast aldrei nein) hugsi miklu meira um barnauppeldi og það að eignast börn en þeir, sem eignast börn snemma. Ég var ekki ein þeirra. Þegar flest bekkjarsystkini min (vorið og sumarið 1963) giftust og eignuðust eitt, tvö, þrjú börn i röð, vissi ég, að ég varð að hasla mér völl sem rithöfundur áður en ég færi yfirleitt að hugsa um börn — hvað þá meira. Að sumu leyti sé ég eftir þessu. Að sumu leyti finnst mér, að ég hefði getað gert hvort tveggja. Og stundum finnst mér ég tæpast geta valið. Ég var altekin þörf til þess að verða eitthvað. Ég varð að fá að skrifa, og allt, sem staðið gat I vegi fyrir þvi, fyllti mig hræðslu. Min eigin móðir hafði átt I mikilli togstreitu, sem skapaðist af löngun hennar til að mála ann- ars vegar og væntumþykju á okk- ur þrem dætrum sinum hins veg- ar — dæmíð, sem ég hafði fyrir mér um að takast á við hvort tveggja var ekki uppörvandi. Þvi hét ég sjálfri mér þvi að verða ekki ófullnægð á sama hátt og móðir min — og nU er ég ófull- nægð á annan hátt i staðinn. Þrisvar sinnum duglegri Eftir að hafa átt töluverðri vel- gengni og frægð að fagna, eftir að hafa notiö þess að nokkru leyti og I annan tima verið þreytt og ör- vilnuö vegna þess, er mér nUljós- ari en nokkru sinni þörfin á einka- lifi — fjölskyldu, börnum, manni að hlæja með i eldhúsinu, lesa með I rúminu og vera góður við þegar maður þarf að láta vera góðan við sig. Útkoma bókar minnar hefur orðið til þess, að mér er ljóst hversu tómlegtlífið verður, þegar þvi er aðeins lifað opinberlega — eða aðeins á pappirnum. Vissu- lega er lif starfandi rithöfundar bara „eins konar lif” (eins og Graham Greene kallar það), þar er hann ver svo mörgum timum við ritvélina með uppfundnum persónum. En þó þarf hann annars með; heimilis, fjölskyldu, tilfinningasambönd við aðra. Allt fólk þarfnast hvors tveggja — ytra árangurs og innra lifs — en, þvi miður, meðan karlmenn hafa næstum alltaf getað fengið hvort tveggja, hafa konur verið neydd- ar til að velja. Væru þær mæður, hafa þær venjulega fengið svo litla hjálp við barnauppeldið hjá mönnum sinum, að þær hafa ver- ið neyddar til að hætta aö hugsa um árangur i starfi — a.m.k. meðan börnin voru litil. Væru þær i áhrifastöðum, hafa þær oft orðið að fórna þvi að eignast fjöl- skyldu, þar sem knýjandi hefur verið fyrir þær að standa sig i starfinu. Þær hafa orðið að vera þrisvar sinnum duglegri en karl- mennirnir starfsbræður þeirra til þess yfirleitt að komast til áhrifa — og andstætt þeim hafa þær ekki átt maka, sem hefur hugsað um heimilið og börnin og sett matinn á borðið, meðan þær voru úti I samkeppninni um frama i þjóð- félaginu. Nota aðeins hluta af hæfileikum sinum Það, sem ég vildi helzt óska ófæddri dóttur minni er, að,það veröi ekki svona erfitt að velja, þegar hún verður fullvaxta kona. Ég vona, að hún muni alast upp i heimi, þar sem karlar leyfa sér að njöta þess að vera feður og reyna að haga störfum sinum þannig, að þeir geti eytt meiri tima með börnum sinum. Ég vona, að hún kynnist heimi, þar sem körlum finnst þeim ekki standa ógn af konum á vinnu-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.