Tíminn - 14.09.1975, Blaðsíða 35

Tíminn - 14.09.1975, Blaðsíða 35
Sunnudagur 14. september 1975. TÍMINN 35 kona — er lífsmáti, sem verður henni eðlilegur og réttur. Mömm- ur vinna við ritvélina fimm tima á dag. Þannig verður hennar heimur. En við ráðum ekki við þetta allt sjálfar. Ég þekki tvær litlar stiílkur sem eiga mömmu, sem er geðlæknir, en vinnur heima. Einn daginn komu stúlkurnar heim úr leikskólanum og sögðu, að konur væru hjúkrunarkonur og karlar læknar. ,,En ég er læknir,” sagði mamma hennar. ,,Það vitið þið þó”. Enbörnin voru handviss um, að hún hlyti að vera hjúkrunarkona. Það sem bekkjarfélagarnir sögðu við þau og það, sem þau sáu i sjónvarpi, eða lásu i bókum, var þyngra á metunum en það for- dæmi, sem þær höfðu fyrir augunum heima. Það er þvi augljóst, að ytri uppbygging þarf að breytast að sama skapi og við breytum okkar lifsmunstri. Sam- félagið verður að styðja okkur með þvi að breyta einnig sinum munstrum. Og karlmennirnir verða að taka þátt i þessum breytingum. Ástarþörf Karlmennirnir, já! Hvaða þátt eiga þeir i öllu þessu fyrir utan að bera ábyrgðina á sæðis- frumunni, sem var svo lánsöm að komast fyrst að egginu ? Mér hef- ur alltaf fundizt það áberandi staðreynd, að feður margra kvenna, sem hafa áorkað ein- hveriu, hafa annað hvort tekið patt i uppeldi þeirra og menntun eða uppörvað þær mjög: Mary Godwin, Shelley, Gertrude Stein, Virginia Woolf — svo nokkur dæmi séu nefnd. Mér er nær að halda, að ef fleiri feður væru virkari i að mennta og uppörva dætur sinar I staö þess að vera skuggaverur i bakgrunni, sem koma i ljós, þegar greiða þarf reikninga eða sitja fyrir á brúð- kaupsmyndum, — þá óskuðu fleiri konur þess heilshugar að ná árangri I starfi. Sú staðreynd, að i flestum fjöl- skyldum ber móðirin ábyrgð á uppeldi barnanna hefur ýmsar neikvæðar sálrænar afleiðingar i för með sér fyrir bæði kynin. I fyrsta lagi gerir það mæðrunum kleyft að láta sitt eigið hugarvil um hlutverk konunnar koma niður á dætrum sinum. í öðru lagi þarfnast dæturnar uppörvunar frá feðrum sinum. í þriðja lagi leyfist þá mæðrunum að sóa allri ást sinni i synina — og þannig að þær svipta dæturnar henni. Siðar I lifinu hefur þetta sorglegar af- leiðingar. Konur þyrstir oft eftir ást og aðdáun, þær eru óvissar um hlutverk sitt og reiðubúnar að selja sál sina fyrir ást. Menn hafa hins vegar oft fengið svo mikla (oft kæfandi) athygli frá mæðrum, sem vernduðu þá um of, að þeir eru hræddir við ástina og finnst konuást leggja á sig bönd. Andlegu þarfirnar þær sömu Kynin gera andstæðar kröfur. Hún vill fá óskipta ást og Fjármálaráðuneytið 10. september 1975., Tilkynning til sölu skattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á þvi, að gjalddagi söluskatts fyrir ágústmánuð er 15. september. Ber þá að skila skattinum til innheimtu- manna rikissjóðs ásamt söluskatts- skýrslu i þririti. 100 fermetrar á 3 þúsund kr. 10 lítra fötur með PLASTMÁLNINGU á aðeins kr. 3.000 Innihaldið þekur 100 fermefra Litir: Hvítt — Beinhvítt — Beingult — Margir dökkir litir Allt á kr. 3.000 fatan Grípið tækifærið strax og sparið ykkur stórfé VIllKXl" Voggfóður- og mólningadeild Ármúla 38 - Reykjavik Simar 8-54-66 & 8-54-71 Opið til kl.10 á föstudögum DC 6 jarðýta óskast keypt, má vera af eldri gerð. Upplýsingar i sima 94-7765 klukkan 3-5 daglega. uppörvun — en ef hún fær þetta, þráir hún samt frelsi. Hann vill eiga frelsi sitt — en fái hann það, þráir hann samt óskipta ást og uppörvun. Ég hef á tilfinningunni, að þrátt fyrir liffræðilegan mun á kynjun um og þrátt fyrir þá staðreynd, að þau láta kröfur sinar i ljós á likan hátt, þá eru sálfræðilegar þarfir þeirra i stórum dráttum þær sömu. Ég held, að við séum komin á það stig mannkyns- sögunnar að mikilvægara sé að leggja áherzlu á það, sem er likt með kynjunum sálfræðilega, en það, sem er ólikt með þeim lif- fræðilega. Bæði menn og konur þarfnast frelsis og nálægðar. Bæði þarfnast félagsskapar, eru hrædd við að vera yfirgefin, hafa óbeit á einmanaleika, þarfnast tilgangsriks starfs, og að eiga þægilegan bakhjarl I heimilinu, svo að þau geti tekizt á við heiminn og oft (en ekki alltaf) þrá þau að eignast börn. Mér finnst, að bæði kynin eiga að fá að ráða þvi að eignast ekki börn, ef þau vilja hafa það svo — en ég heíd við verðum að horfast i augu við, að oft þrá karlmenn börn, eins heitt og konur, stundum e.t.v. heitar, þar sem þeir geta ekki eignast þau án kvenna. Mér kemur oft i hug, að þörf margra karla að halda konunum ,,á mottunni” stafi af hræðslu þeirra við hinn mikla liffræðilegá styrk kvenna. Samuel Johnson sagði: „Náttúran hefur gefið kon- unni svo mikil völd, að lög- gjafamirhafa af vizku sinni veitt þeim að sama skapi litil.” Karlmenn finna það á sér, að ef þeir drægju ekki á áhrifarikan hátt úr getu og styrk kvenna, þá veittist þeim auðvelt að keppa við þá i dugnaði styrk, langllfi og gáf- um. Karlmannaþjóðfélagið hefur barizt gegn þessu meö þvi að halda aftur af sköpunargáfu kvenna og veita umframorku þeirra útrás I barnsfæðingum, heimilisstörfum og umönnun manns og barna. Jafnmikið af ást og vinnu Nú sáum við bjarma af enda- lokum þessa tima. Tæknin hefur gert okkur kleift að hafa stjórn á frjósemi okkar, sjúkrahjálp gerir okkur kleift að halda þeim börn- um sem við eignumst, og ala þau upp (i staðinn fyrir að fæða fjórtán og halda sex eins og svo margar langömmur okkar og jafnvel ömmur). Nú er þvi engin ástæða til, að þjóðfélagslegt, efnahagslegt og pólitiskt vald konunnar sé svo takmarkað, sem það er enn. Samt hættir okkur til að gley ma að allar þessar grundvallar- breytingar, eru minna en hundrað ára gamlar: getnaðar- varnalyf, ráð við barnasjúkdóm- um, hættulausar fæðingar, kosningaréttur kvenna, vinna kvenna utan heimilis — allt betta höfum við öðlazt á siðustu 100 árum. Okkur hefur tæpast gefizt ráðrúm til að hagnýta okkur sál- fræðileg áhrif þessara breytinga, og það er ljóst, að mæðrum okkar veittist ekki tim' til að gera það i nægilegum mæli. Við erum ekki komnar nærri þvi að eiga jafna fjárhagslega möguleika og karlar eða þvi, að konur hljóti sömu meðferð fyrir dómstólum — en meðan við vinnum að þvf að ná þessu, verðum við að minna dæt- ur okkar á, hve nýtt þetta allt er, hve erfitt var að ná þessum framförum, og við verðum lika að kenna þeim að hagnýta sér breytingarnar sálfræðilega. Það er auðvelt fyrir börn að ganga út frá breytingum sem sjálfsögðum. Dætur okkar munu alast upp i þeirri trú, að alltaf hafi verið til sjónvarp, geimferðir, getnaðar- varnir, lömunarveikisprautur, hættulausar fæðingar, og að konur hafi alltaf getað kosið, veriðkjörgengar og unnið úti — ef við minnum þær ekki á staðreyndir. Vandamál okkar er sem sagt tviþætt: við verðum að kenna dætrum okkar að meta hversu fagur þessi nýi heimur er, og um leið verðum viðá einhvern hátt að láta þeim finnast þær eiga heima i honum. Við getum fremur hjálpað þeim með þvi að gefa for- dæmi en að vera með áminningar, kannski allra bezt með þvi að láta lif okkar hafa að geyma jafnmikið af ást og vinnu, og með þvi að fórna aldrei öðru fyrir hitt. (Þýtt og endursagt SJ) Rifflar Riffilsjónaukar Skot og hlífðarföt POSTSENDUM SPORT&4L S cHEEMMTORGf I HAGLA- BYSSUR Til sölu Rafsuðupottur úr rústfriu stáli c.a. 90 litra. Upplýsingar i sima 12638. Atvinnurekendur RAFMAGNS- BENZIN- GAS- DIESEL- TMC GAFFAL- LYFTARAR frá Japan. TCM lyftarar hafa margra ára reynslu á ís- iandi. Þeir hafa fengið hin erfiðustu verkefni og alltaf sigrað með sóma. Afgreiðslufrestur er mjög stuttur. Ath. — Á timum eins og eru nú, er það kostur að kaupa strax.— Kjölur s.f. Keflavik — Símar 2121 og 2041. HAUGSUGUR Nýja B&SA haugsugan frá COLMAN er nú aftur fyrirliggjandi á kr. 543.000.00 með öllum fylgihlutum. Kaupfélögin UM ALLT ÍAND Samband islenzkra samvinnufélaga VÉLADEILD Ármula 3 Reykjavik simi JÖ90O

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.