Tíminn - 14.09.1975, Blaðsíða 27

Tíminn - 14.09.1975, Blaðsíða 27
Jóhannes og allir sterk ustu leikmenn Celtic OIXIE DEANS.... er frægur fyrir aö hrella markveröi. Hér sést hann fagna einu af sinum fjöl- mörgu mörkum, sem hann hefur skoraö fyrir Celtic. JÓHANNES EÐVALDSSON er fyrsti tslendingurinn, sem leikur meö erlendu knattspyrnuliöi á Laugardalsvellinum. Hér sést hann meö bróöur sinum, Atla, sem leikur gegn honum á þriöjudaginn. leika gegn Valsmönnum í hinum heimsfrægu þverröndóttu búningum Celtic, hafa leikmenn liðsins unnið marga sæta sigra CELTIC-liðið kemur með alla sína beztu leikmenn til Reykjavíkur, en þar mæta þeir Valsmönnum í Evrópu- keppni bikarhafa á Laugardalsvellinum á þriðjudaginn. Það er greinilegt á öllu, að Celtic ætlar sér stóra hluti á yf irstadandi keppnistímabili og koma þessa heimsfræga liðs til Reykjavíkur, er einn merkasti íþróttaviðburður þessa árs. Nafnið Celtic hefur töframátt í augum ís- lenzkra knattspyrnuáhugamanna, og ekki skemmir það, að Jóhannes Eðvaldsson leikur nú með Celtic-Iiðinu. Celtic-liöiö hefur veriö eitt af forustufélögum knattspyrnunnar á Bretlandseyjum undanfarin ár, og þaö hefur fylgt þeirri stefnu aö hafa innan sinna vébanda útvals knattspyrnumenn, sem félagið hefur sjálft aliö upp eöa keypt frá öörum félögum. Margir frábærir knattspyrnusnillingar hafa leikið i hinum heimsfræga þverröndótta búningi — grænn og hvitur — undanfarin ár. t þverröndótta búningnum hafa leikmenn liðsins unnið marga sæta sigra — eins og t.d. Evrópumeistaratitilinn 1967, en Celtic varð fyrst allra félaga á Bretlandseyjum að tryggja sér þann eftirsótta titil. Eftirtaldir leikmenn koma með Celtic-liðinu til Reykjavikur og leika gegn Valsmönnum á Laugardalsvellinum: Peter Latchford: Mjög snjall markvörður sem kom frá West Bromwich Albion sl. keppnistimabil. Latchford, sem er bróðir markakóngsins Bob hjá Everton, hefur leikið með lands- liði Englands, skipað leikmönn- um undir 23ja ára aldri. Celtic bindur miklar vonir við Latch- ford, sem er i mjög góðu formi um þessar mundir. Danny McGrain: — kom til Celtic ungur. Hann er talinn einn af beztu bakvöröum Bretlandseyja, og hefur leikið 16 landsleiki fyrir Skotland. Mc- Grain var i HM-liði Skota i heims- meistarakeppninni i V-Þýzka- landi 1974. Andy Lynch: — er mjög sterkur bakvörður, sem er i stöðugri framför. Hann var keyptur á 35 þús. pund frá Hearts 1973. Pat McCluskey: — er sterkur miðvallarspilari, sem hefur leikið með skozka landsliðinu, skipað leikmönnum undir 23ja ára aldri. McCluskey var einn af 5 skozkum leikmönn- um, sem voru dæmdir i ævilangt leikbann með skozka landsliðinu i sl. viku. Roddy McDonald: — er ungur og efnilegur miðvörð- ur, sem áhangendur Celtic lita á sem arftaka Billy McNeill, fyrr- um fyrirliða liðsins. George Connelly: — var kosinn knattspyrnumaður ársins 1973 i Skotlandi. Connelly er mjög snjall leikmaöur, sem áhorfendur kunna að meta. Paul Wilson: — er einn af lykilmönnum Celtic- liðsins. Wilson skorar mikiö af mörkum og var markhæstur yfir * , sl. keppnistimabil — skoraði 26 mörk i 55 leikjum með Celtic. Harry Hood: — frábær leikmaður með knött- inn, sem skorar einnig mikið af mörkum. Hood var keyptur frá Clyde á 40 þús. pund 1969. Tommy Callaghan: — góöur leikmaður, sem var keyptur frá Dunfermline 1968. Ronnie Glavin: — dýrasti leikmaður Celtic. Glavin var keyptur fyrir 80 þús. pund frá Patrick Thistle sl. keppnistimabil. Kenny Dalgish: — er stórkostlegur leikmaöur, sem er fastamaöur i skozka landsliðinu og einn af beztu knatt- spyrnumönnum heimsins. Dalg- lish skoraði flest mörk — 15 — fyrir Celtic i skozku deildar- keppninni sl. vetur og þar að auki áttihann þátt i mörgufn mörkum. Dalglish, hefur aldrei verið betri, en einmitt um þessar mundir hefur hann leikiö 20 landsleiki fyrir Skotland. Jacky McNamara: — einn af urigu leikmönnunum hjá Celtic, sem byrjaði að leika með liðinu sl. keppnistimabil. Bobby Lennox: — fyrirliði Celtic-liðsins. Lennox er aðeins einn eftir af þeim leik- mönnum, sem tryggði Céltic Evrópumeistaratitilinn 1967. Lennox sem hefur leikið 7 lands- leiki fyrir Skotland, byrjaði feril sinn hjá Celtic 1961 — og hefur verið einn bezti leikmaður liösins siðan. Dixie Deans: — er mjög marksækinn leikmað- ur, sem skorar ávallt mikiö af mörkum. BOBBY LENNOX.......... fyrirliöi Celtic-iiðsins, skoraði ,,hat-trick” — þrjú mörk gegn Dundee. Hvað gerir hann gegn Valsmönnum á þriöjudagnn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.