Tíminn - 14.09.1975, Blaðsíða 21

Tíminn - 14.09.1975, Blaðsíða 21
Sunnudagur 14. september 1975. TÍMINN 21 okkur tjöld, en auk þess svefn- poka, mat og föt. En maður venst þvl að bera á bakinu og svo er spennandi að finna góðan tjald- stað. Á reiðhjóli kringum Snæfellsnes — Nú hefur þú, Auður, ferðazt bæði lengi og mikið. Einhver fleiri farartæki hlýtur þú að hafa notað en hesta — og svo hesta postulanna? — Já, rétt er það. Þegar ég var barn og unglingur, átti ég reið- hjól, en langt er nú siðan timans tönn eyddi þvi. Löngu seinna fór ég að gripa hjólið hennar dóttur minnar, þegar mér lá á. Núna á ég reiðhjól og bil og nota hvort tveggja mér til mikillar ánægju. — Viltu ekki segja lesendum okkar frá cinu ferðalagi á reið- hjóli? — Jú, þvi ekki það? Við tókum okkur einu sinni saman, fjórar vinkonur, og ákváðum að hjóla i kringum Snæfellsnes. Við fengum reiðhjólin okkar flutt með bil vestur að Vegamótum. Þar gist- um við fyrstu nótt ferðalagsins i örlitlu tjaldi, sem mér finnst núna vera fullþröngt fyrir eina manneskju, en við fundum ekki betur en ágætlega færi um okkur fjórar þar i þetta skipti. Daginn eftir var stigið á hjólin, farið yfir Fróðárheiði, og er ekki að orðlengja, að við hjóluðum fyr- ir Snæfellsjökul. Þá var ekki kominn neinn vegur fyrir Ólafs- vikurenni, og ég minnist þess, að góðvinur okkar, sem við hittum i Ólafsvik, bauðst til þess að hjálpa okkur, og dró hann siðan hjólin með okkur i sandinum fyrir Enn- ið. Það var erfitt verk, en við fór- um hægt yfir, enda sáum við margt fagurt og nýstárlegt i öllu þessu ferðalagi. Eitt af þvi, sem einkennir norðurhlið Snæfellsness er vatns- leysið. Þar þurftum við að hjóla lengi, áður en við fundum tjald- stæði, þar sem auðvelt var að ná i vatn. Við vorum lfka orðnar matarlitlar, og ætluðum að kaupa vistir á Sandi á leiðinni, en þá voru þar allar búðir lokaðar. Enn urðum við að halda áfram, þótt við værum bæði svangar og þyrstar, en þegar við komum að Hellnum, sagði ein okkar: Þarna er bátur að koma að. Við vorum auðvitað ekki lengi að hugsa okk- ur um að fara á fund sjómann- anna og þeir tóku okkur for- kunnarvel og gáfu okkur i soðið. Fiskurinn var glænýr, og mér finnst ég aldrei hafa bragðað ann- að eins hnossgæti. Primusinn okkar var orðinn ónýtur, en norsk kona, sem var með i hópnum, kunni að kveikja upp við fjörusprek, og siðan var fiskurinn steiktur i hafragrjón- um. Enn i dag finnst mér þetta einhver konunglegasta fiskmál- tið, sem ég hef borðað, og sannast hér enn hið fornkveðna, að það þykir svöngum sætt, sem söddum þykir óætt. Og svo mjög hefur lifsgæðamat okkar breytzt, að litla tjaldið, þar sem fór fullvel um okkur fjórar, finnst mér nú allt of litið fyrir mig eina! — Var-'ekki gaman að hjóla fyr- ir Snæfellsnes, þótt það hafi kannski verið dálitið erfitt? — Við fengum afbragðsveður allan timann, Snæfellsjökull skartaði sinu fegursta, og við gát- um skoðaðhann frá mörgum hlið- um.thrauninu er mikið af falleg- um burknum, — og svo allir klettarnir i sinum margvislegu myndum. Það er ógleymanlegt. Ekki má heldur gleyma ver- búðunum og öllum sögunum, sem þeim eru tengdar. Steingrimur Thorsteinsson skáld ólst upp und- ir Snæfellsjökli, og einu sinni dvaldist Skáld-Rósa á Snæfells- nesi. Svona væri hægt að halda áfram lengi. Við fórum niður að Búðum og virtum fjöruna fyrir okkur. Hún er einkennilega ljós, og þar er svo mikið útfiri, að nærri liggur að skip geti siglt þar, sem fyrir fáum klukkutimum var þurrt land. Það er rétt, ferðin okkar um Snæfellsnes forðum var erfið, en ég veit ekki, hvort það er eintóm- ur gróði að gera ferðalög, sem allra auðveldust. Glata þau ekki einhverju af gildi sinu við það? Þar er áfengisvanda- málið lika farið að segja til sin — Já, víst hefur ferðatæknin breytzt mikið, en hvað um ferða- menninguna? Hefur ferðastill okkar batnað eða versnað, siðan þú kynntist þeim málum fyrst? — Já, hann breyttist, þegar bil- ar fóru að komast heim að dyrum ferðaskálanna. Auðvitað er þægi- legt að þurfa ekki að bera farang- ur sinn langar leiðir frá bil að náttstað, en sá böggull fylgir skammrifi, 'að i ferðaskálana kemur alls konar fólk, sem alls ekki myndi nenna að heiman, ef það þyrfti að ganga smáspöl. Og hér, eins og viðar annars staðar, kemur drykkjuskapur þjóðarinn- ar við sögu. Það er ekki lengra siðan en i fyrrasumar, að ég var i skála við Snæfell. Við höfðum komið þreytt i náttstað, eftir langa göngu, og sofnuðum fast. Klukkan þrjú um nóttina komu nokkrir jeppar neð- an úr sveit með allmargt ungt fólk, og skipti^engum togum, að ungur maður ruddist inn á skál- ann til okkar. Það var tekið að dimma nótt, ég var með vasaljós hjá mér og lýsti nú framan i að- komumann. Þetta var ásjálegur ungur maður, en kengfullur, með sigaréttu i öðru munnvikinu og vinflösku I hönd. Það var sorgleg sjón. — Skálinn var þröngsetinn, og lá fólk I svefnpokum á gólfinu ogenginnefi er á þvi, aðpilturinn hefði vel getað kveikt I með siga- rettunni, ef hann hefði ekki verið fjarlægður, en það var auðvitað gert. Það er að visu hart að hafa ekki svefnfrið i gistiskála á fá- förnum slóðum fyrir aðvifandi drykkjufólki, en þvi miður færist það ört í vöxt. — Svo þér finnst Bakkus vera farinn að spilla ferðamenningu okkar, eins og svo mörgu öðru i þessu landi? — Já, það finnst mér, en hins vegar væri ósanngirni að láta þess ekki getið um leið, að okkur hefur lika að mörgu leyti farið fram, hvað ferðamenningu snert- ir. Yfirleitt er miklu betur gengið um tjaldstaði nú en áður, þegar algent var að sjá alls konar rusl, þar sem fólk hafði náttað sig. Aft- ur á móti er orðið of mikið um það að margtfólk hrúgistsaman á fáa staði I óbyggðum. Verst er þó, þegar tilgangurinn er ekki sá að njóta fegurðar eða teygja úr sér úti i náttúrunni, heldur einfald- lega að fara á fylliri. Háfjallagróðurinn er viðkvæm- ur og þolir illa mikið hnjask, ég tala nú ekki um, þegar skrönglazt er á bilum um allar trissur utan vegar og jarðvegi spillt að óþörfu. Það, sem i öðrum og heitari lönd- 'JUM NÚNA" Rætt við Auði Jónasdóttur kennara um grær upp á skömmum tíma, er i mörg ár að jafna sig hér hjá okkur. Jarðvegseyðing á Islandi er sannarlega nóg, þótt manneskjurnar leggist ekki á eitt með hinum eyðandi öflum náttúr- unnar. Hópurinn, sem kannaði Kerlingarfjöll sumarið 1941. Neðri röð frá vinstri: Jóhannes Askelsson jarðfræöingur, Einar B. Pálsson verk- fræðingur, Jón Eyþórsson veðurfræðingur. Efri röð frá vinstri: ólafur Pálsson verkfræðingur, Kristin Pálsdóttir frú, Auöur Jónasdóttir kenn- ari, Steinþór Sigurðsson stjörnufræöingur, formaður Rannsóknarráös rikisins og Þorsteinn Jósefsson blaðamaður. Myndin er tekin við sælu- hús Ferðafélagsins I Arskaröi I Kerlingarfjöllum. Við eigum að miðla ungu kynslóðinni af reynslu okkar — Þú, sem kennari, ert auðvit- að hlynnt því að börnum og ung- lingum sé kennt aö njóta náttúr- unnar og að umgangast land sitt? — Þótt margt hafi farið úr- skeiðis hjá okkur á þessum miklu breytingatimum, þá verðum við. þó að viðurkenna, að nú geta flestir notið margs þess, sem áður Var einungis handa fáum útvöld- um. Mér finnst að við, sem eidri erum, eigum að miðla ungu kyn- slóðinni af reynslu okkar, til dæmis varðandi þetta tvennt sem þú nefndir. Um mörg undanfarin ár hef ég farið i Þórsmörk á pásk- um og tekið þá með mér barna- barn mitt. Þessi litli drengur var eitthvað þriggja ára, þegar ég kom þangað með hann fyrst. Hann hafði þá aldrei séð kola- eldavél eða kolaofn. Ég sýndi honum ,,Sr. Jóhann”, en svo heit- ir ofn einn, stór og virðulegur i ferðaskálanum I Þórsmörk, sem allir Þórsmerkurfarar kannast mætavel við, Svona er þetta með fjölmargt annað. Margir hafa talið hreinasta óþarfa að hafa barrtré i Þórs- mörk. Þar er ég á alveg gagn- stæðri skoðun. Við þurfum ein- mitt að rækta tré með sigrænum blöðum, þó ekki væri nema til þess að geta sýnt börnum græn tré á hvaða tima árs sem er, jafn- vel þegar snjór er á jörð. Við bú- um svo norðarlega og fáum svo - oj.V'* 2ti „Kerlingin,” sem Kerlingarfjöli draga nafn af. mikið af myrkri, að okkur veitir ekkert af þvi til uppbótar fyrir okkar stutta sumar. Friðsælir hviidardagar norður i Naustavik — Hefur þú ekki eingöngu dval- izt i tjöidum eða þá i skálum Ferðafélagsins á ferðum þinum um iandið? — Lengstaf var það svo, en nú i sumar bættist sú skemmtilega reynsla við að gista i gangna- mannahúsum. Ég fór með systur minni og fleira fólki norður i S- Þingeyjarsýslu, þvi okkur lang- aði að koma á æskustöðvar for- eldra okkar. „Útivist” auglýsti 10 daga ferð til Naustavikur og Framhald á bls. 39. Undir beru lofti Jaki á Skeiðarársandi eftir flóðið 1933. Maðurinn á myndinni sýnir bezt hve tröliaukinn jakinn er. Hér er I rauninni um fsfjail aðræða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.