Tíminn - 14.09.1975, Blaðsíða 37

Tíminn - 14.09.1975, Blaðsíða 37
Sunnudagur 14. september 1975. TÍMtNN 37 Beitir eðiisávísun en ekki byssu Það þóttu töluverð tið- indi hér á landi, þegar konur voru fyrst ráðnar til starfa hjá lögregl- unni. Það er reyndar langt siðan það var, en þær konur, sem fyrst störfuðu með lögregl- unni komu litið fyrir augu almennings, þar sem þær voru ekki i götulögreglu. Nú er ekk- ert eðlilegra en að sjá stúlkur i lögreglubún- ingum spigspora um götur Reykjavikur. Er- lendis er mun lengra siðan konur fóru að fást við löggæzlustörfin, og þær hafa meira að segja komizt þar i miklar trúnaðarstöður, eins og til dæmis Rosmarie Frommhold, sem er einn af æðstu mönnum Hamborgarlögreglunn- ar. Skrifstofa Rosmarie Fromm- hold er á annarri hæð i hinni heimskunnu lögreglustöð Davids- wache í hjarta Hamborgar, og i miðju skemmtanahverfinu Reeperbahn, sem flestir munu þekkja, sem til Hamborgar hafa komið. Þetta hverfi er stundum kallað eitt mesta lastahverfi heimsins. í St. Pauli þar sem fólk eyðir fjármunum sinum að næturlagi við drykkju og annað þaðan af verra er meginverksvið Rosmarie mitt á milli gleði- kvenna og hórmangara, en hún er einmitt yfirmaður þess sem kalla mætti ,.lastadeild” lögreglunnar. Rosmarie Frommhold er fimm- tug, og ógift, og hefur komizt lengra en nokkur önnur kona inn- an þýzku lögreglunnar til þessa. RosmarieFrommhold, hinn nýi yfirmaður „lastadeildarinnar” hefur sextiu manna liði á að skipa, og þar af eru tveir þriðju hlutar karlmenn. Þessi kona, sem starfað hefur með lögreglunni i meira en þrjátiu ár stjórnaði áður deild þeirri sem fjallaði um mál glæpakvenna. Nú hefur starf hennar breytzt að nokkru leyti, en þó ekki öllu, þvi henni er ætlað að skipuleggja aðgerðir gegn löstum mannanna i þessari stóru hafnar- borg i Norður-Þýzkalandi. Það voru ekki einungis konur innan lögreglunnar, sem fögnuðu þvi, er Rosmarie var valin i þetta ábyrgðarmikla starf, heldur einnig karlmenn. Rosmarie er mjög vinsæl meðal samstarfs- manná sinna. Hún er há, grönn, dökkhæð og brosmild kona, sem vinnur aðdáun allra. Starfsmenn- irnir i Davidswache voru fyrir löngu búnir að gera sér grein fyr- ir þvi, hversu ágætur starfskraft- ur var þar sem Rosmarie var, en hún er fædd i Suður-Þýzkalandi. Hvað sem öðru liður þá er ekki hægt að segja, að Rosmarie liti út eins og dæmigerð lögreglukona.ef eitthvað er til, sem segir okkur hvernig sli'k kona á að lita út, eða litur út. Þvert á móti, þá veit þessi fimmtuga kona fullkomlega hvernig hún á að haga sér og klæða sig i samræmi við tizkuna hverju sinni. En Hamborgar- blaðið Die Welt sagði nýlega frá þvi, að Rosmarie gæti fleira en klætt sig eftir nýjustu tizku, hún gæti bölvað eins og þrautþjálfað- ur sjóari, þegar á reynir, og hún lætur sér hvergi bregða, þótt hún súpi á snafsglasi. Sjálf segir lögregluforinginn Rosmarie, að hún hafi ætlað sér að verða barnakennari, rétt eins og allar „veluppaldar stúlkur frá góðum heimilum” vilja verða. t dag þekkir hún hvern krók og kima i þessari miklu stórborg, Hamborg, rétt eins og væri það stofugólfið heima hjá henni, og hún lætur sér hvergi bregða þótt hún verði að fara um öll helztu glæpahverfin, þar sem hvert voðaverkið af öðru er framið. Það er ekki sérlega auðvelt fyrir kvenmann að sanna ágæti sitt i heimi afbrota og hórdóms, en Rosmarie hefur sýnt festu og öryggi, og hefur ekki látið bilbug á sér finna,hvaðsem á hefur dun- ið i starfi hennar. Hún segir enn- fremur, að hvað svo sem komið hefur fyrir hana i starfinu hafi hún aldrei brugðið út frá þeirri venju sinni, að ganga ekki með byssu. — Ég hef aldrei verið með byssu allan þann tima, sem ég hef starfað i lögreglunni, segir hún, og mun ekki heldur bera byssu i framtiðinni. Þetta er Davidswache, bækistöð lögreglunnar I skemmtanahverfinu Reeperbahn, sem flestir ferðamenn kannast við, hafi þeir til Hamborg- ar komið. St. Pauli er hlutiþess hverfis, sem Rosmarie lögregluforingi starfar f. ■' i |j| nt i • | «•* lV * ITjPI Ím | f iw á L'yLTj | £ Y, ^ J L tk *1! | ; Rosmarie Frommhold er meðal æðstu foringja i lögregluliði Þýzka- iands. Rosmarie Fromhold hefur verið gerð að yfirmanni þeirrar deildar Hamborgarlögreglunnar, sem á að berjast gegn glæpum og löstum ii mesta skemmtanahverfi Evrópu, Reeperbahn Rosmarie segist muni halda áfram að láta eðlisávisun sina ráða, i stað þess að beita yfir- burðum sinum með þvi að berjast gegn glæpunum með byssu i hönd. Hún segist elska Hamborg og allt sem þar fer fram. Ham- borg er ekki einungis mikil hafnarborg, þar sem glæpir eru tiðir. Þetta er einnig borg lista og skemmtunar, og þarna er fjöl- breyttur iðnaður. Hamborg er samkomustaður fólks hvaðanæva aðúrheiminum, og þar er alltaf nóg að gerast. (Þýtt ogendursagt FB > Amerískar LDAÚLPUR börn og fullorðna AAITTISULPUR fyrir unglinga og fullorðna BARNASTÆRÐIR FRA 4-16 Verð frá kr. 3950-5950 Verð síðan fyrir gengisfeílingu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.