Tíminn - 21.09.1975, Qupperneq 1
SLÖNGUR
BARKAR
TENGI
Landvélar hf
aldek
TARPAULIN
RISSKEMMUR
KF HORÐUR 6UNNARSS0N
SKULATUNI £ - S S' ‘r ■:
4 ára drengur lézt í bílslysi
Ræða við síldarkaup-
BH-Reykjavik. -Banaslys varð á
Reykjanesbraut gegnt Álfaskeiði
i Hafnarfirði um 11-leytið á föstu-
dagsmorguninn. Varð fjögurra
ára drengur Steinar Hermann
Jóhannsson, Álfaskeiði 76 fyrir
bifreið og mun hafa látizt sam-
stundis. Varð slysið með þeim
hætti, að Volkswagen-bifreið var
ekið suður Reykjanesbraut. A
móts við húsið nr. 70 við Álfaskeið
varð drengurinn fyrir bifreiðinni.
Að sögn bifreiðarstjórans hljóp
hann skyndilega út á veginn fram
undan stórum malarbing, sem er
vestanvert við veginn vegna hita-
veituframkvæmda. Varð bif-
Það er notaiegt að geta hvflt
sig aðeins eftir erfiðar göng-
ur.
BAK
reiðarstjórinn hans ekki var fyrr
en hann skall framan á bifreið-
inni. Var litli drengurinn látinn,
er komið var með hann á slysa-
deild Borgarspitalans.
endur
í fimm löndum
Gsal-Reykjavik —1 morgun lagði
af stað héðan frá landi sölunefnd
frá Sildariitvegsnefnd, en nefndin
hefur það hlutverk að semja um
sölu á saitsiid. Á þeim þremur ár-
um sem bannað hefur verið að
veiða sild i nót við strendur iands-
ins hafa aðrar þjóðir yfirtekið
markaði okkar og þvi kann það að
reynast crfitt að vinna þá mark-
aði á nýjan leik. Sölunefndin mun
hitta að máli siidarkaupendur i
fimm löndum, Finnlandi, Sviþjóð,
Danmörku, V-Þýzkalandi og
Rússlandi. Nefndina skipa, Jón
Skaftason, formaður Siidarút-
vegsnefndar, Gunnar Flóvenz,
framkvæmdastjóri, Jón Þ. Arna-
son og Sigurður Stefánsson.
Aður en nefndin hélt af landi
brott hafði Tfminn tal af Jóni
Skaftasyni, og sagði hann að fyrst
yrði haldið til Finnlands, þar sem
dvalið yrði hluta úr degi og rætt
við finnska sildarkaupendur, sið-
an yrði haldiö til Rússlands, en
viðræður þar væru áformaðar
n.k. þriðjudagsmorgun. Frá
Rússlandi verður haldið til Svi-
þjóðar, og að lokum verður rætt
við sildarkaupendur i Danmörku
og V-Þýzkalandi.
Sviar og Rússar eru sem kunn-
ugt er okkar helztu markaðslönd
fyrir saltsild, en Jón kvað Finna
hafa keypt mikið af okkur hér
fyrr á árum, þegar Norðan- og
Austanlandssildin var.
— Það er ljóst, að nú þegar
sildarverð hefur verið ákveðið,
sagði Jón, að þá sýnist okkur
vanta talsvert upp á, að það sölu-
verð, sem okkur hefur staðið til
boða, nægi til þess að endar nái
saman á öllum stigum þessarar
framleiðslu.
Viðfangsefni Gunnars Tima-
ljósmyndara að þessu sinni
er einn regndropi, agnar-
smár í rauninni, en myndað-
ur af enn smærri dropum,
sem runnið hafa saman i
einn eftir æðum og farvegum
laufblaðsins. Þessi smásaga
úr sköpunarverkinu minnir
okkur sunnanmenn á liðið
sumar og alla regndropana,
sem yfir okkur helltust úr
loftinu.
Jón sagði að verð keppinauta
okkar, aðaljega þeirra sem selja
Norðursjávarsild, væri talsvert
miklu lægra en við gætum boðið,
— og væru ástæður þess augljós-
ar. — Bæði er, sagði hann, að
þeirra sjávarútvegur er mikið
rikisstyrktur, og eins er, að þeir
eru nær markaðinum en við og
geta t.d. notað umbúðirnar —
tunnurnar— miklu ofter en okkur
er kleift.
— Norska útgerðin ^er t.d. mjög
verulega styrkt af rikinu, en hér
er með Utflutningsgjöldum og
mörgum öðrum gjöldum, lagðar
stórfelldar kvaðir á þessa starf-
semi, þannig að samkeppnisstaða
okkar verður fyrir vikið afskap-
lega erfið.
Jón sagði að á siðasta þingi
hafði verið samþykkt heimild til
sjávarútvegsráðherra, þess efnis,
að gefa mætti eftir 10% af
heildarútflutningsgjöldunum,
sem eru 18,1%.
— Enn sem komið er hefur ráð-
herrann þó ekki notfært sér þessa
heimild nema að hluta til, eða 6%.
Hér áður voru 1300,- kr. dregnar
frá áður en Utflutningsgjaldið var
lagt á fob-verð útfluttrar sildar-
tunnu, en nú á að hækka það upp i
2500,- kr. Ljóst er, að það munar
nokkuð um þetta, en þó tel ég
þetta ekki vera nægilega mikið til
að brúa það bil, sem manni virð-
ist að enn sé óbrúað i sambandi
viðþessi mál. — Þá nefndi Jón, að
'ákveðið hefði verið að hækka um
búðarkostnaö, þ.e. tunnumar.
Að lokum sagði Jón, að neyzlu-
svæði saltsildar væri aðallega
Norðurlöndin, RUssland, V-
Þýzkaland og nokkur A-Evrópu-
riki. Sagði Jón, að á þessu svæði
öllu væri^mikið framboð af
Norðursjávarsild, en lika af sild
sem veidd væri við Norður-Noreg
og Kanada.
— Það sem gerir okkar vanda-
mál kannski hvað stærst, er það
að við getum ekki boðið upp á
þessa stóru sild, svokaliaða
,,demantssild”sem veiddisthérá
árunurn. Fari svo að stór sild
veiðist hér nú, tel ég liklegt, að
við gætum selt hana á sæmilegu
verði og þannigað endar nái sam-
an.sagði JónSkaftason að lokum.
Langlegusjúklingar fá inni í Hátúni 10
Nýjar sjúkradeildir taka til starfa í
haust — Mikil þörf á hjúkrunarfólki
SJ-Reykjavik 1 nóvembermánuði
verður væntanlega tekin i notkun
fyrsta deildin af þremur fyrir
langlegusjUklinga i hUsi öryrkja-
bandalagsins við HátUn. Land-
spitalinn hefur tekið á leigu þrjár
hæðir i hUsinu fyrir langlegusjUk-
linga, og auk þess hluta jarð-
hæðarinnar, þar sem verður
göngudeild, og e.t.v. dagdeild og
æfingaaðstaða, i kjallara verða
geymslur og búningsklefar. 69
sjúkrarúm verða á hæðunum
þrem, 23 á hverri. Verið er að
ljúka smfði hússins Hátún 10 og
afla innbús á deildirnar.
Að sögn Georgs LUðvikssonar
hjá Skrifstofum rikisspitalanna
er érfiðleikum bundið að fá
hjúkrunarlið til starfa á þessum
nýju deildum. Þó er búið að ráða
nokkrar hjúkrunarkonur til
starfa á deiidinni, sem fyrst opn-
ar. Litlum vandkvæðum er bund-
ið að fá lækna til starfa. Mestur
skortur er á hjúkrunarfólki, en
einnig vantar ýmist sérhæft
starfslið, svo sem félagsráðgjafa
og sjúkraþjálfara.
Mikil þörf verður fyrir starfslið
hjá rikisspitölunum nú á næst-
unni, en á þessum nýju deildum
fyrir langlegusjúklinga verða 69
rúm, á nýju kvensjúkdómadeild-
inni á Landspitalanum 50 rúm og
senn tekur nýtt sjúkrahús fyrir
drykkjusjúka til starfa að Vifils-
stöðum með rými fyrir 23 sjúk-
linga.
Litið hefurrætzt úr skortinum á
hjúkrunarfólki þótt sjúkraliðar
hafi verið menntaðir að undan-
förnu á þrem sjúkrahúsum hér i
Reykjavik og einnig úti á landi.
Nú i haust tekur til starfa sér-,
stakur sjúkraliðaskóli i Reykja-
vik. Þrir hjúkrunarskólar eru
starfandi: við Landspitalann,
Borgarsjúkrahúsið og sá þriðji á
háskólastigi. Sér menntaða
hjúkrunarkennara hefur vantað
til starfa i þessum skólum. Miklu
fleiri menntaðar hjúkrunarkonur
eru i landinu, en þær sem koma
til starfa. Reynt hefur verið að
auka þjónustu sem orðið gæti til
þess að fá menntaðar hjúkrunar-
konur tíl starfa, svo sem barna-
gæzlu. Dagheimili fyrir böm
starfsfólks eru starfandi við
Vifilsstaði, Kleppsspitalann og
tvö rið Landspitalann.