Tíminn - 21.09.1975, Page 3
Sunnudagur 21. september 1975.
TÍMINN
3
HTJCjtXJR OG HÖND [
RIT HEIMILISIÐNAÐARFÉLAGS ISLANDS 197.5
Saumaðir boltar eftir Sigrúnu Ragnarsdóttur, forsiöumyndin á
Hugur og hönd.
FALLEGT OG
GAGNLEGT
TÍMARIT
I TIU ÁR hefur Heimilisiðnaðar-
félag Islands gefið út rit, sem
nefnist Hugur og hönd, og er
skemmst af þvi að segja, að það
hefur frá upphafi verið eitt af fall-
egustu timaritum, sem út koma
hérlendis. Mest er þó um vert, að
efnið hefur jafnan verið útlitinu
samboðið. Þar hefur fomri og
nýrri verkmennt verið sómi sýnd-
ur, og haldizt i hendur skemmti-
legur fróðleikur, uppörvandi leið-
sögn og þroskandi forsagnir um
form og vinnubrögð, bæði í mæltu
máli og með birtingu ágætra
mynda. Til þessa rits hefur sem
sagt verið vandað i einu og öllu.
Tiundi árgangur ritsins er ný-
kominn út, og meðal efni þess,
sem það flytúr, er grein eftir
Huldu Stefánsdóttur um barna-
gull og gullastokka i fyrri tið, um
baðstofur eftir St. 0. Stefánsson
og Guðmund Jósafatsson, þyrla
og þyrlagerð og sortalyngslitað
skinn eftir Ingibjörgu Tryggva-
dóttur, saum á brotnu leirtaui
eftir Egil Ólafsson, leiki barna
eftir Kristján Eldjárn, heimilis-
iðnaðSama, sigurlykkju og sigur-
hnút eftir Þórð Tómasson og um
Karólinu Guðmundsdóttur vef-
konu eftir Hólmfriði Árnadóttur.
En auk þessa eru svo greinar og
hagnýtar forsagnir um heklaðar
ábreiður og gerð þeirra, skirnar-
kjóla, hnýtingar, barnaföt, peys-
ur og húfur, sessur, bolta og
hringi, brúður og sáumuð barna-
gull og jurtaliti.'X
Allt er ritið prýtt ágætum
myndum og teikningum, þar á
meðál litmyndum af fatnaði og
munum Sama.
Timaritinu er ætlað að stuðla að
aukinni verkmennt og glæða góð-
an smekk. Sjálft ber það vitni um,
að hvort tveggja er þeim eigin-
legt, er gefa það út.
—JH
Helgi Bergmann sýnir
að Hallveigarstöðum
JG RVK Helgi Bergmann, list-
málari hefur opnað málverka-
sýningu að Hallveigarstöðum i
Reykjavik. Er þetta 14. einkasýn-
ing Helga i Reykjavik.
Helgi Bergmann, sem er 67 ára
að aldri sýnir þarna 30 verk, 20
oliumálverk og 10 myndir mál-
aðar með þekjulitum.
Sýningin verður opin frá kl.
14—22 daglega til næstu helgar.
Þó er hún aðeins opin frá kl.
18—22 á mánudag og þriðjudag
vegna annarra nota af hUsinu.
Hinir margeftirspurðu
KLH-HÁTALARAR
eru komnir
VERÐ FRÁ KR. 15.900
Frábær tóngæði
FIMM ÁRA ÁBYRGÐ
<@i KARNABÆR
HLJÓMTÆKJAVERZLUN
Laugavegi 66 - Sími 2-81-55
X