Tíminn - 21.09.1975, Qupperneq 6
6
tímínn
Sunnudagur 21. september 1975.
-----;--------------
Ingólfur Davíðsson:
Byggt og búið
í gamla daga
90
„Laufás minn er listabær,
lukkumaður sá honum nær
manni allt á móti hlær, mest á
vorin þegar grær”. Svo kvað
séra Björn Halldórsson i
Laufási, faðir Þórhalls bisk-
ups. Það er fagurt og búsæld-
arlegt i Laufási. Hef-
ur þar löngum verið stórbýli
og staðurinn sögufrægur frá
fornu fari, sbr. Sturlungu. Þjóð-
kunnir prestar hafa setið i' Lauf-
ási — og var það ekki ung
prestsdóttir þaðan sem yljaði
Jónasi Hallgrimssyni mest
allra kvenna? Hinn stóri,
myndarlegi Laufásbær snýr
burstum fram að Eyjafirði, og
kirkjunni skýla meira en aldar-
gömul reynitré. Munu þeir, hinn
kunni athafnamaður Tryggvi
Gunnarsson og séra Gunnar
faðir hans hafa gróðursett þar.
A horni Laufásvegar og
Bragagötu i Reykjavik gefur að
lita fyrirmannlegt hús inni i
gróskumiklum garði. Yfir dyr-
um er letrað ,,Laufás 1896”.
Húsið er ljósgrátt með grænum
gluggakörmum og dyraumgerð
— undir grænu þaki. 1 „Þáttum
úr sögu Reykjavikur” 1936, bls.
160-161 ritar Vigfús Guðmunds-
son á þessa leið: '„Laufás, Þór-
hallur Bjarnarson, siðar biskup
keypti Móakot 1896, byggði þar
timburhús, fjós o.s.frv., ræktaði
mikið tún niður að tjörn og mýri
og hafði stórt kúabú með stakri
umhirðu. Nú er það bú horfið og
túnið útbyggt að miklu leyti”,
Já, það var vitt til veggja þarna
i þá daga.
Björn Guðbrandsson læknir
hefur léð mér i þáttinn bréf-
spjald gamalt af þessum slóð-
um, ásamt skýringum. „Bréf-
spjaldið, sem fannst af tilviljun,
er skrifað til séra Guðbrands
Björnssonar i Viðvik i Skaga-
firði 26. janúar 1909 og er
embættisbréf. Myndin á þvi er
af Laufási og Austurbænum i
Reykjavik. Laufás sést yzt til
vinstri og fjósið skáhallt fram-
undan, en Kennaraskólinn
lengst til hægri. Hver þekkir hin
húsjn?
A bréfspjaldinu er og tvi-
kóngafrimerki. Sendandi var
Þórhallur Bjarnarson biskup, f.
2/12 1855, látinn 15/12. 1916,
biskup frá 19. sept. 1908.
Guðbrandur Björnsson, f. 15.
júli 1884 vigðist til Viðvikur-
prestakalls 8. nóv. 1908. Þann
dag vigðust tvö prestsefni, hann
ogHaraldur Nielsson, sem vigð-
istprestur að Laugarnesspitala.
Þetta mun hafa verið fyrsta
biskupsverk Þórhalls Bjarnar-
sonar, en hann mun hafa verið
vfgður af fyrirrennara sinum i
október 1908.
Séra Tryggvi Þórhallsson,
siðar ráðherra, fæddist i Lauf-
ási við Reykjavik, eins og þá
var kallað, og bjó þar, og nú býr
sonur hans Klemenz hagstofu-
stjóri i húsinu.
A korti „Litbrár” sem hér er
birt, sést gamli bærinn og kirkj-
an i Laufási. Umgerðin er
klömbruveggur, en þeir geta
verið listaverk. Nýju myndirnar
af Laufási við Laufásveg og
Kennaraskólanum gamla eru
teknar i ágúst sl. Kennaraskóli
Islands tók til starfa i nýju húsi
á horni Laufásvegar og Baróns-
stigs haustið 1908. Fyrsti skóla-
stjóri var séra Magnús Helga-
son, en siðan lengi Freysteinn
Gunnarsson. Þeir riktu i gamla
skólahúsinu. Arið 1962 var tekið
i notkun mikið kennaraskólahús
við Stakkahlið, en nokkur
kennsla hefur þó haldið áfram i
gamla skólahúsinu.
LAUFÁS
Laufás
Laufás og grennd við Laufásveg um aldamót.
Laufás við I.aufásveg (1975)
Kennaraskólinn (gamli) (1975)