Tíminn - 21.09.1975, Qupperneq 8

Tíminn - 21.09.1975, Qupperneq 8
8 TÍMINN Sunnudagur 21. september 1975. Jónas Guðmundsson hlýtur lofsamleg ummæli erlendis JÓNAS Guömundsson, listmál- ari og rithöfundur er nýkominn heim frá útlöndum, en þar hafa staðiö yl'ir sýningar á verkum hans f þrem borgum, þ.e. Oxna- bruk og Miinster í Þýzkalandi og í Luxemburg. Blaöamöur Timans átti viö hann eftirfarandi samtal af þessu tilefni: — Hver voru tildrögin að þessum sýningum? — Upphaf þessa máls var það, að þýzki grafikerinn Rudolf Weissauer bauð mér aö sýna með sér í Miinster, i galleri Clasing. Galleriið hefur til um- ráða fjóra sýningasali, og sýn- ing hans tók aðeins yfir tvo af þessum sölum. Fannst þeim þá tilvalið að gefa mér kost á að sýna þarna, en ég hafði þá haft uppi tilraunir til sýningahalds i Þýzkalandi. Þessisýning opnaði svo 9. júni siðastliðinn og hún stendur enn. Gallerie Clasing er mjög þekktur sýningarstaður og kom fjöldi gesta bæði við opnunina og eins siðar. Munster er há- skólabær, þar sem tugþúsundir stUdenta stunda nám og svona menntasetrum fylgir ávalt tölu- verður áhugi á bókmenntum og listum. — Hvernig voru undirtektir? — Mjög góðar vildi ég segja. Menn keyptu þessar myndir og blöðin voru mjög vinsamleg og rituðu um sýninguna, þ.e. viðtöl og greinar og birtu gagnrýni. Ætlunin hafði verið að sýning- unni lyki 2. ágUst siðastliðinn, en nU hefur verið ákveðið að framlengja hana enn um sinn, eða réttara sagt hluta hennar i einum sal og þar verða enn- fremur til sýnis nokkrar litho- grafíur eftir mig, sem þeir báðu mig að gera, þvi lithografia er vinsæl listgrein á þessum slóðum. — En í Oxnabruck? — Þar var með boðið að sýna eftir öðrum leiðum, eða fyrir milligöngu aðila i Þýzkalandi. Þarna voru sýndar 16 vatnslita- myndir á einkasýningu, en ég hefi ekkert frétt þaðan, nema að allt hafi gengið vel. Þegar ég var þarna á ferðinni, þá var fólkið komið i sumarleyfi suður á Spán, en þeirri sýningu lauk einnig 2. ágUst. Gert hafði verið ráð fyrir að ég kæmi til Oxna- bruck um það leyti, sem sýning- unni var lokað, en ég var þvi miður seinn fyrir, svo fólkið var farið suður á bóginn. Verð ég þvi að bfða nánari fregna um sinn. — En svo sýndirðu i Luxem- burg? — Já, þar opnaði sýning 8. ágUst siðastliðinn i Gallerie Jos Beffa, sem er elzta og virtasta galleri þeirra i Luxemburg og hefur starfað mjög lengi. — Sýningin þar átti að standa til 18. ágUst, en hUn var fram- lengd og stendur liklega enn. — Hvernig voru skrif blaða um sýningarnar? —-Þeir taka myndir og skrifa fregnir af þessum sýningum, og Evrópusjónvarpið kom og tók kvikmyndir, sem siðan verða sýndar i þætti sem heitir List i Evrópu.Þeir báðu mig um að fá kvikmyndastUf héðan að heim- an frá vinnustofu minni og er ég að gangast i þvi þessa dagana. Ég hefi fengið Urklippur, eða umsagnir gagnrýnenda og fara þeir lofsamlegum orðum um þessar sýningar. Til dæmis segir hinn þekkti gagnrýnandi stórblaðsins Munsterischer Anzeiger, dr. Bernhard Gervink, undir fyrir- sögninni: FRA ÓKUNNUM STRÖNDUM. „tslenzkur og þýzkur málari sýna i B. Clasing sýningarsaln- um I Kustrasse, þeir Jónas Guö- mundsson frá Reykjavik og Ru- dolf Weissauer frá Mlinchen. Þó þeir hafi sin áberandi sérkenni, er skyldleiki i efni myndanna. Hann kemur fram sem þrá eftir víöáttunni eöa reynslu í fjar- lægð, eöa sem söknuður fram- andi stranda. t myndum beggja málaranna er áberandi hve skip koma aftur og aftur fram i þeim. Báöir eru komnir langt utan úr heimi.” Ennfremur seg- ir: ' „Jónas Guðmundsson er fæddur árið 1930 og fór til sjós 15 ára gamall. Vatnslitamyndir sem hanga i sýningarsalnum sýna að hann er tilfinninganæmur og hug- myndarikur listamaður. Mynd- efnin eru að mestu frá islenzku umhverfi við hlið skipa eru landslag, eldfjöll, menn og dýr. Myndirnar eru mjög huglægar en renna þó ekki út i hið óraun- verulega, heldur er sköpun þeirra örugg og ákveðin. Veröld sú sem þessi listamaður málar hefur hann séð og upplifað. Litirnir eru daufir og skera ekki í augun, en einmitt í þvi liggur máttur þess sem þeir eiga að lýsa. Myndirnar eru árangur einlægrar vinnu, þar sem spurt er um leyndarmál hins lifandi heims.” í France Journalsem gefið er Ut I Luxemburg segir gagnrýn- andi blaðsins m.a. þetta: „t sýningarsalnum Beffa er fólki gefinn kostur á að sjá eftir- tektarverða málverkasýningu hins þekkta islenzka listamanns Jónasar Guðmundssonar. Sýningunni mun Ijúka hinn 18. ágúst. t verkum hans koma fram hinir miklu frásagnarhæfileikar Jónasar og einkennast þau af lifsþrótti og innra afli. Sérhver mynd segir sina sögu, fallega eða dapurlega en alltaf sanna. Málarinn hefur stöku sinnum gaman af að gera nákvæma lýs- ingu á landslagi og i sliku um- hverfi verða lýsingar hans svo flóknar að sumir vilja telja verk hans til „abstrakt” verka. Jón- as er gæddur miklum frásagn- arhæfileikum og kann að skapa lif með einfaldri mynd af fá- einum bátum á dökkum grunni.” — O.Ó. ráði og yfirvöldum almennt til ráðuneytis um málefni sveitar- innar. Sjálf Mýlaxnefndin var stofnuð til að starfa á meðan rannsóknastjórnin var ekki tekin til starfa, en um framtiðina i þessum efnum er enn allt óákveð- ið. Vera má að nefndin hafi skap- að sér þann starfsgrundvöll, að hUn haldi áfram störfum og taki að sér þau verkefni,sem ekki falla beint undir stjórn rannsókna- stöðvarinnar. Ekkert embætti hefur verið stofnað vegna rannsóknastöðvar- innar. Þetta er fyrst og fremst vinnustaður fyrir þá, sem starfa að rannsóknum i Mývatnssveit, og er reynt að búa eins vel að þeim og kostur er á, með þvi að hafa þarna hUsnæði og aðra vinnuaðstöðu, svo að menn geti hafzt þar við i sæmilegu næði við störf sin. Undanfarið hefur hópur frá Rannsóknastofnun landbUnaðar- ins verið nyrðra við beitarþols- rannsóknir og gróðurrannsóknir. Menn á vegum liffræðistofnunar Háskólans hafa verið við rann- sóknir á fuglalifi, og er sU vinna að hefjast og lýkur væntanlega á næstunni, þvi að ávallt koma upp ný og ný verkefni á þvi sviði. Vatnaliffræðingar hafa einnig verið við rannsóknir i sveitinni, og verið er að vinna að landlýs- ingu. Ætlunin er að stofnanimar vinni þarna sjálfstætt að sínum rannsóknum og gefi sjálfar Ut sin- ar niðurstöður. Margháttaðar við Mývatn rannsóknir O.ó. Reykjavik. Mýlaxnefnd hef- ur nU starfað i eitt ár að stefnu- mótun i náttUruvernd og landnýt- ingu á svæðinu umhverfis Mý- vatn. Nefndin heldur tvenns kon- ar fundi: fundi nefndarinnar sjálfrar, þar sem hún tekur til umræðu þau mál, sem berast frá NáttUruverndarráði og heima- mönnum i Mývatnssveit og á Laxársvæðinu, en þessir aðilar standa að nefndinni. Nefndin heldur einnig svokallaða opna fundi, en þá eru kallaðir til sér- fræðingar á þeim sviðum, sem snerta Mývatn, til að tala um svæðið frá sfnum bæjardyrum. Markmiðið með starfsemi nefndarinnar er að undirbúa ákvarðanatöku NáttUruverndar- ráðs samkvæmt Mývatnslögun- um, sem tóku gildi i fyrra. Nefnd- in stendur ekki að rannsóknum sem slik, en hvetur til þeirra eftir megni, en þessa dagana er að taka til starfa stjórn rannsókna- stöðvar við Mývatn, sem svolitill visir er orðinn til að með bygg- ingu lítils húss á bakka Mývatns og með skipun stjórnarinnar. A stjórnin að vera NáttUruverndar- Jörð óskast Óska eftir að kaupa góða bújörð. Tilboð sendist blaðinu merkt 1865.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.