Tíminn - 21.09.1975, Side 9

Tíminn - 21.09.1975, Side 9
áunnúd'agúr 21. septémbéV' 1975. v TÍMINN 9 Gunnar S. Björnsson: Byggingariðnaður og þróunarskýrsla Rannsóknaráðs ríkisins Þegar skýrsla sú, sem Rannsóknaráð rikisins hafði forgöngu um að gerð væri, kom út nU um sfðustu mánaðamót, tel ég að gert hafi verið gott átak i mál- efnum byggingastarfsemi. Það hlýtur að vera mikil lyfti- stöng fyrir jafnstóran atvinnuveg og byggingastarfsemin er að fá fram á einum stað ábendingar um alla meginþætti hennar, og það sem henni er gengt á ein- hvern hátt. Ekki getur farið hjá þvi, að i slikri skýrslu komi fram ýmsar ádeilur á þau kerfi, sem viðgengizt hafa undanfarin ár, enda væri annað furðulegt i þvi þjóðfélagi, sem við búum við. Þeir,sem lesa þessa skýrslu, og hafa jafnframt einhverja þekkingu á málinu, sjá fljótt, að viða þarf að athuga okkar skipu- lagningu á byggingastarfsemi, ef vel á að fara. Það sem þó vekur furðu mina er, hversu ranga og óljósa mynd nefndarmenn hafa gefiðaf skýrslunni i blaðaskrifum og viðtölum. Þar hefur fátt annað komizt að en ádeilup á meistara- kerfið og iðnaðarmenn i heild. Meistarakerfið Þótt vafalaust megi margt finna að byggingameisturum og iðnaðarmönnum almennt, þá held, ég, að það sem ábótavant sé i byggingariðnaði, sé langtum vfðfeðmara og eigi sér rætur á mörgum sviðum, sem tengd eru þessari starfsemi, enda kemur það glöggt i ljós i skýrslunni. Ef litið er á ymsa þætti þess, sem fram er sett i skýrslu þess- ari, má segja að þar sé fátt nýtt að finna, frá þvi sem rætt hefur verið um á undanförnum árum. Nefndin virðist hafa tekið upp slagorð iðnnema um afnám meistarakerfisins, þar sem það kerfi er að hennar dómi höfuðmeinsemd byggingarstarf- seminnar. Þeir telja, að endurskoðun lög- gjafar um iðju og iðnað geti opnað möguleika til fjöldaframleiðslu og iðnvæðingar. Eflaust getur rýmkun þeirrar löggjafar átt þar einhvern hlut að máli, svo framarlega sem sveina- samtök sýna þar réttan skilning á málum. Eneins og vinnulöggjöfin er uppbyggð nú, geta launþega- samtök verið erfiður þröskuldur hvað snertir allar nýjungar. Sú skoðun nefndarinnar, að ekki sé hægt að koma við fjöldafram- leiðslu vegna laganna, er algjör misskilningur, má i þvi sambandi benda á mörg húsgagnaverk- stæði, sem nýta heimild laganna um verksmiðjurekstur. Ekki virðast nefndarmenn hafa kynnt sér til fullnustu þær kröfur og skoðanir, sem iðnmeistarar hafa sett fram á undanförnum ár- um, um að iðnnám fari að mestu fram i skólum, um aukna mennt- un til handa iðnmeisturum, og að slik menntun, t.d. Meistaraskóli, verði gerð að skilyrði fyrir veit- ingu meistarabréfs. Ég held, að slík menntun myndi gera menn hæfari til að gegna hlutverki sinu, jafnt sem almenn- ir meistarar og byggingastjórar. Ákvæðisvinna og samningar Varðandi seinvirka tæknivæð- ingu byggingarfyrirtækja tel ég, að ekki sé við byggingamenn eina að sakast, þótt ákvæðisvinnan eigi þar vafalaust einhverja sök, heldur séu þar þyngstir á metun- um ýmsir aðrir þættir, s.s. smæð verkefna, lóða- og skipulagsmál og erfiðleikar fyrirtækja með fjármagnsfyrirgreiðslu, ásamt þeim reglum, sem gilt hafa fyrir álagningu á vinnu þessara greina, þannig að fyrirtæki hafa ekki getað byggt sig upp án utan- aðkomandi aðstoðar. Ákvæðisvinnutaxtar iðnaðar- manna eru talsvert gagnrýndir i skýrslunni. Eflaust á sú gagnrýni talsverðan rétt á sér, þegar um er að ræða nýjungar og fjöldafram- leiðslu. Aftur á móti höfum við mörg dæmi þess, að ákvæðis- vinna kemur hagstæðar út fyrir verkkaupa heldur en timavinna, og væri miður, ef ekki væri hægt að halda við þvi vinnuformi á heilbrigðan hátt. Þess má geta, að allar breyt- ingar á ákvæðisvinnutöxtum eru samningamál, og þvi er við ramman reip að draga varðandi lagfæringar, þar sem launþega- samtökin eru annars vegar og oft ekki of mikill skilningur á þeim nýjungum sem til koma. Hvað kjarasamningum iðnað- armanna viðkemur, þá má geta þess, að þeir fara fram á sama grundvelli og aðrir samningar, undir yfirstjórn Vinnuveitenda- sambands Islands og Alþýðusam- bands Islands, og eru þvi háðir sömu forsendum og aðrir samn- ingar. Stöðlun, skipulags- og lóðamál I skýrslunni er talsvert minnzt á stöðlun eininga og húshluta. Þar er ég sammála nefndarmönnum um að gera þurfi stórátak. Mætti eflaust lækka byggingarkostnað talsvert með skipulögðum að- gerðum á því sviði. Jafnframt þarf að efla skilning almennings á hagkvæmni slikrar stöðlunar. Einnig má nefna, að svo til útilok- að er að beita meiri verksmiðju- framleiðslu, nema stöðlun komi til. Kafli sá er fjallar um skipulags- oglóðamál er svo til samhljóða á- liti, sem fram kom á aðalfundi Meistarasambands bygginga- manna á sl. vori. Sá seinagangur ogskipulagsleysi, sem rikt hefur i lóðaúthlutunum hjá allflestum sveitarfélögum, hefur gert bygg- ingaraðilum svo til útilokað að gera raunhæfar rekstraráætlanir fram i timann, og þar af leiðandi dregið úr áhuga fyrirtækja á tæknivæðingu, þar sem ekici er hægt að sjá fyrir, ,hvaða verkefni verða fyrir hendi á næstu árum. Eðlilegra væri að byggingar- fyrirtækjum væri úthlutað skipu- lega ákveðnum svæðum, þannig .að þar gæti skapazt ákveðin rað- vinnsla húsa. Fjármögnun og rannsóknir Þar er svipaða sögu að segja. Lánafyrirgreiðsla bankakerfisins til byggingafyrirtækja hefur ver- ið af mjög skomum skammti. Óvissa um hvenær lána er að vænta frá húsnæðislánakerfinu, og oft mikill dráttur á greiðslu lána frá þeim tima sem bygging- ar eru lánshæfar. Eitt er það þó, sem mér finnst algjörlega vanta i skýrslu þessa, en það er þó sá hlutur, sem ætti að standa Rannsóknaráði næst að veita athygli og hafa forgöngu um, en það eru raunhæfar rann- sóknir, bæði hvað varðar efni, vinnu og skipulag, og þá ekki sizt hvað gert sé eða gera þurfi. i út- gáfu upplysinga um þessi mál. Vitað er, að ýmsar upplýsingar varðandi byggingar liggja fyrir hjá mörgum stofnunum, en engin þein-a virðist hafa bolmagn eða vilja til að gefa eitthvað út af þeim fróðleik. Sem stjórnarmaður i Rann- sóknastofnun byggingariðnaðar- ins er ég dálitið hissa á þeim full- yrðingum, sem forstjóri R.b. læt- ur frá sér, vegna þess að þar læt- ur hann að þvi ligg ja, að stofnunin hafi i höndunum gögn sem sýna, að okkar byggingariðnaður sé mjög óhagkvæmur, bæði hvað viðkemur efni og vinnu. Mér vitanlega hefur ekkert, sem styður þá kenningu, komið frá stofnuninni til byggingariðn- aðarins, og er þó R.b. sú stofnun sem þjóna á þessum iðnaði fyrst og fremst. Rannsóknastofnun byggingar- iðnaðarins er ekki eina stofnunin, sem á að fylgjast með hag- kvæmni byggingariðnaðarins hvað snertir kostnað o.fl. Hús- næðismálastofnun rikisins á sam- kvæmt 3. gr. laga frá 12. maí 1970 að gegna veigamiklu hlutverki i þessum efnum. Þvi miður hefur þessum málum verið alltof litill gaumur gefinn. A undanförnum árum hefur Meist- arasamband byggingamanna sett fram ábendingar um ýmislegt, sem betur megi fara i byggingar- iðnaði, en litið tillit hefur verið tekið til þess, sem þar hefur verið bent á. Sveinasamtökin hafa hins vegar ekki látið mikið til sin heyra um þessi efni, og litið lagt til mála svo betur megi fara. Þvi er það dálitið furðuleg skoðun, sem fram kemur i skýrslunni, og þó sérstaklega i fjölmiðlum, að meistarakerfið sé aðaldragbitur á lagfæringar og endurbætur i byggingariðnaði. Ef svo er, eru iðnmeistarar öfl- ugri en ég hefði haldið. Ég vil að lokum láta i ljós þá von mina og ósk, að sú athygli og umræður um þessi mál, sem skýrslan vekur, verði ekki loft- bóla, sem hjaðnar á skömmum tima, heldur megi það verða hvatning til að efla og bæta bygg- ingariðnað okkar, til hagsbóta fyrir alla. Bæði þá er standa að byggingaframkvæmdum, og þá sem síðan nýta þær ibúðir, sem út úr þeim framkvæmdum koma. Ennfremur að fjölmiðlar túlki þessimál afþekkingu og skilningi á þeim vandamálum, sem við er að etja, en ekki sem upphrópun og ádeilur á ýmsa þætti byggingar- iðnaðarins. Reykjavik 18.9 Gunnar S. Björnsson Rafmagnsveitur rikisins óska að ráða nú þegar vana götunarstúlku Laun skv. kjarasamningum rikisstarfs- manna. Upplýsingar veitir starfsmannastjóri. Rafmagnsveitur rikisins Laugavegi 116 Reykjavik Söngsveitin Fílharmonía auglýsir: Vetrarstarfið hefst 22.9.1975 með æfingu i Melaskólanum kl. 20.30. Verkefni i vetur: Carmina Burana eftir Carl Orff. Sdlumessa (Reqiuem) eftir G. Verdi Kórstjóri: Jón Ásgeirsson tónskáld. Stjórnandi: Karsten Andersen. Kórskóli starfar. Nýir félagar eru velkomnir. Hringið i sima, 22158, 33657 eða 42321. Stjórnin. IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK Meistaraskólinn 1975—1976 tekur til starfa föstudaginn 10. okt. næstkomandi og verð- ur settur kl. 5 siðdegis þann dag i stofu 202. Innritað verður til 3. október i skrifstofu skólans á venjulegum skrifstofutima. Teknir verða mest 50 nemendur og ganga þeir fyrir, sem lokið hafa sveinsprófi i múrun og húsasmiði árið 1973 eða fyrr. Skólagjald er kr. 9.000.- Skólastjóri. Vélstjórar Kaupfélag Vopnfirðinga óskar eftir að ráða vélstjóra til starfa i frystihúsi. Upplýsingar hjá Halldóri Halldórssyni i sima 97-3201, Vopnafirði. NÖTIÐ ÞAÐBESTA ER KVEIKJAN í LAGI? Kveikjuhlutir í flestar tegundir bíla og vinnuvéla frá Evrópu og Japan. —IILOSSI^— Skipholti 35 • Símar: . , 8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæði • 8-13-52 skrifstofa

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.