Tíminn - 21.09.1975, Qupperneq 13

Tíminn - 21.09.1975, Qupperneq 13
Sunnudagur 21. september 1975. TÍMINN 13 virkjanir eru til á ýmsum stöðum, t.d. á ttaliu og i Bandarikjunum, en á þessum stöðum eru „þurr”- jarðvarmasvæði, en hér á landi eru þau „vot”. Við skiptingu varmasvæða landsins er farið eftir botnhita- stigi svæðanna. Botnhiti á háhita- svæðum er þar sem hitastig er yfir 200 gráður. Mesti hiti sem mælzt hefur er i' borholu við Kröflu, þar sem hann hefur mælzt um 310 gráður. 1 skýrslu, sem Páll Lúðviksson hefur gert um Kröfluvirkjun, en hann á sæti i nefndinni segir m.a. á þessa leið: „Athugun á möguleikum með jarðgufu hér á landi hefur verið gerð nokkrum sinnum á undan- fömum áratug. Niðurstöður þess- ara athugana þóttu ekki nógu hagstæðar, svo ekki varð að framkvæmdum fyrr en Laxár- virkjun byggði litla jarðgufuafls- stöð árið 1969 i Bjarnarflagi. Enda þótt sú stöð sé litil, um 2,5 MWj og keypt hafi verið notuð vélasamstæða i stöðina, hefur rekstur hennar gengið vel og hef- ur fengizt ákveðin reynsla með rekstri þessarar stöðvar. Er hér skylt að geta þessa brautryðj- endastarfs Laxárvirkjunar- stjórnar á þessu sviði.” Ódýrari raforka frá Kröflu en Sigöldu — Hvernig cr samanburður á raforkuverði frá Kröflu og þeim virkjunum scm nú er unnið að og hve langan tíma tekur að virkja Kröflu? — Samkvæmt seinustu athug- unum þá verður raforka frá Kröflu sizt dýrari en frá Sigöldu- virkjun, enda þótt Sigalda sé byggð að verulegu leyti fyrir betri krónur. Dýrtið hefur vaxið mikið á timabilinu, laun og annar til- kostnaður hefur stórlega vaxið frá þvi að framkvæmdir hófust við Sigöldu. Krafla er því reist á dýrtíðartimum. Virkjunartiminn tekur lika mun styttri tíma, en gert er ráð fyrir að þar muni um helmingi á tima. Eðlismunur er á slikum virkjunum, að jarðvegsfram- kvæmdir eru minni við gufuafls- stöð, en vatnsvirkjun, en mann- virk jagerðin tekur mest af timan- um. Gufuaflsstöðin er á hinn bóg- inn flóknari, þ.e. vélabúnaðurinn og aðalkostnaðurinn er við bor- holurnar. Kröflunefnd — Nú er það þingnefnd, sem reisir stöðina er það ekki nýmæli að þingnefnd reisi orkuver? — Þetta er nú ekki þingnefnd, þótt i henni sitji þingmenn. I nefndinni eiga lika sæti verkfræð- ingar og nefndin er skipuð af ráð- herra. 1 henni eiga sæti þeir Jón G. Sólnes, alþingismaður, formaður, Ingvar Gislason, alingismaður, varaformaður, Ragnar Arnalds, alþingismaður, Bragi Þorsteins- son, verkfræðingur og Páll Lúð- vfksson, verkfræðingur. Nefndin var skipuð i tið stjórn- ar Ólafs Jóhannessonar og var það Magnús Kjartansson, sem hana skipaði vegna þess, að Norðurlandsvirkjun komst ekki á laggirnar, einsog ráð hafði verið fyrir gert. Þetta er framkvæmda- nefnd, sem skipuð er til þess að gera ákveðna hluti. Okkur er falið i nefndinni, að láta reisa stöðvar- húsið, kaupa vélabúnaðinn og koma honum fyrir. Að láta gera fullnaðaráætlun um stofnkostnað, reksturskostn- að og orkuvinnslugetu stöðvar- innar. Að hafa yfirumsjón með framkvæmdum eftirnánari fyrir- mælum, að annast samninga við verktaka eftir nánari fyrirmæl- um. Háspennulina frá stöðinni er ekki verkefni nefndarinnar og gert er ráð fyrir að Orkustofnun sjáium vinnslu jarðgufu til stöðv- arinnar. Er gert ráð fyrir að nefndin starfi að þessu verkefni þar til Norðurlandsvirkjun hafi verið stofnuð. Formannsskipti flutt til Akureyrar Páll Lúðviksson var upphaflega skipaður formaður nefndarinnar, en hann óskaði siðar að verða leystur frá þvi starfi. Siðan hefur Jón Sólnes verið formaður. Gunn- ar Thoroddsen skipaði hann i það starf. Um sama leyti var heimilisfang nefndarinnar flutt til Akureyrar, og þar er skrifstofa hennar. Það hefur alltaf rikt góð- ur andi i Kröflunefnd og mikill samstarfsvilji. — Við hófum störf f júlimánuði árið 1974. Þá lágu fyrir fyrstu Ingvar Gislason alþ.maður, varaformaður Kröflunefndar. Hann og aörir nefndarmenn vinna stöðugt að þessu verkefni. Hér er hann með þeim Karli Ragnars, deildarverkfræðingi Orkustofnunar, en Karl hefur yfirumsjón með borunum og öðru er varðar orkuvinnsluna I Kröflu. Til hægri er Eirikur Jónsson, verkfræðingur Kröflu-nefndar, en hann hefur aðsetur við Kröflu. skýrslurfráOrkustofnuninni. Var þá gert ráðfyrir að verkefnið tæki 4—5 ár. Nefndin varð þegar sammála um að reyna að flýta þessu og tókst að stytta byggingaáætlun niður i tvö ár. Um þetta segir i skýrslu Páls Lúðvikssonar á þessa leið: „Kröflunefnd hélt sinn fyrsta fund um miðjan júli 1974 og þar var strax mörkuð sú ákveðna stefna að reyna að flýta fram- kvæmdum við virkjunina eins og hægt væri vegna ástandsins i raf- orkumálum á Norðurlandi. Þetta virtist i fyrstu geta orðið erfitt verk, vegna þess að undirbúning- ur var skammt á veg kominn og þær upplýsingar, sem fyrir lágu bentu til þess, að afgreiðslutimi véla, einkum túrbinu-rafal sam- stæðu og ýmiss búnaðar væri mjög langur. t áðurnefndri frum- áætlun Orkustofnunar um jarð- gufuaflsstöð var áætlað, að timi frá þvi undirbúningur hæfist og þar til stöðin gæti tekið til starfa væri 43 mánuðir og þar af væri af- greiðslutimi túrbinu-rafal sam- stæðu um 22 mánuðir. Borun eftir gufu i Kröflu Þegar Kröflunefnd tók til starfa, voru engar framkvæmdir hafnar, en ákvörðun hafði verið tekin um að bora 2 tilraunabor- holur um 1000 metra djúpar við Kröflu sumarið 1974, og skyldu D Fyrir þann sem vill allt í einu tæki HiFi hljómburður VERÐ Á ALLRI SAMSTÆÐUNNI AÐEINS KR. 118.000 Þessi framleiðsla NORDMENDE-verksmiðj- anna gefur yður kost á margri ánægjustund: i einu og sama tækinu er sameinað: bylgjustillir, kassetu-segulband og plötuspil- ari. Hvort sem þér viljið hlusta á uppáhaldsplöt- una, eða útvarpið, og kannske taka þáttinn upp á segulband um leið... ...allt þetta — og margt fleirá — býðst yöur i stereó-samstæðunni 5006 SCP frá NORDMENDE. Fallegt útlit, og hannað til að taka sem minnst pláss.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.