Tíminn - 21.09.1975, Side 14

Tíminn - 21.09.1975, Side 14
14 TÍMINN Sunnudagur 21. september 1975. aó vetri til Ef þér eigið leið til höfuðborgarinnar, i verslunarerindum, í leit að hvíld eða tilbreytingu, þá býður Hótel Esja gott tækifæri til þessara hluta. Gisting á Hótel Esju er ekki munaður, heldur miklu fremur sjálfsögð ráðstöfun. Hótel Esja er i allra leið. Strætisvagnaferðir í miðbæinn á 10 mínútna fresti, svo að segja frá hóteldyrunum. Opinberar stofnanir, sundlaugarnar og íþróttahöllin i Laugardal, skemmtistaðir og verslanir eru i nágrenninu, og síðast en ekki sist: Við bjóðum vildarkjör að vetri til. Velkomin á Hótel Esju H Suðurlandsbraut 2, Sími 82200. Stöðvarhúsib „llótel Saga”einsog einhver nefndi það, verður Hklega fokhelt f haust, svo innréttingar geti hafist f vetur. Húsinu var valinn staður með jarðfræðilegum athugunum, því undirstöður verða að vera góðar undir túrbinur, og annan vélbúnað, sem keyptur var frá Japan. ra- hlutir Notaðir varahlutir í flestar gerðir eldri bíla Yfir vetrarmánuðina er Bílapartasalan 1 opin frá kl. 1-6 eftir hádegi. \ Upplýsingar í síma 11397 frá kl. 9-10 fyrir hádegi og 1-6 eftir hádegi BILAPARTASALAN Höfðatúni 10, simi 11397. Opið frá kl. 9—7 alla virka daga og 9—5 laugardaga. ~i i'jc:» i"»' T~'i i i ztjczx Burstar, lyftir, „touperar’ bylgjar, leggur, sléttir og þurrkar hér þitt — FLJÓTT OG VEL Lady Braun HÁRGREIÐSLUSETTIÐ Verð um kr. 8.350 BRAUN-UMBOÐIÐ: Sími sölumanns er 1-87-85 Raftækjaverzlun íslands h.f. Ægisgötu 7 — Reykjavík — Símar 1-79-75/76 þær boranir hefjast i ágústmán- uöi. Augljóst var, að bið yrði á niðurstöðum rannsókna, sem er þó sú undirstaða, sem byggja verður hönnun virkjunarinnar á og gæti þetta atriði þvi seinkað öllum undirbúningi nefndarinnar. Eitt af fyrstu verkunum var þvi aö reyna að koma þvi til leiðar, að gufuborinn yrði sendur strax norður og látinn bora 2 vinnslu- holur, sem þóttu öruggari til rannsókna en tilraunaholur, auk þess sem það gæti flýtt þvi, að nægilega margar nothæfar i vinnsluholur yrðu tilbúnar á rétt- um tima. Ekki fékk nefndin næg- ar undirtektir um þessa málaleit- un og má þar mest um kenna mikilli eftirspurn eftir gufuborn- um svo og ti'ma, sem þótti of naumur, þarsem nokkuð var liðið | á sumarið og veður talin ótrygg á i Kröflusvæðinu eftir að fer að hausta. Þessi athugun Kröflunefndar leiddi i ljós geigvænlegt ástand i bormálum okkar, og var fjár- skorti um kennt. Aðeins einn stór- virkur bor var til i landinu og næg verkefni fyrir hann i mörg ár, þó , að Krafla hefði ekki komið til. Að vfsu var búið að bjóða út stórvirk* an gufubor, en áætlað var, að af- greiðslutimi slíkra bora væri um 2 ár. Var þvi augljóst, að engan veginn væri séð fyrir um boranir vinnsluhola við Kröflu og þvi beitti nefndin öllum ráðum til •: þess að hafa áhrif á það, að strax yrði keyptur stórvirkur bor, hvort sem væri nýr eða notaður. Eins og kunnugt er veitti rikisstjómin Orkustofnun heimild til að kaupa notaðan* stórvirkan bor i Banda- rikjunum i desember 1974 og er hann nú kominn til landsins. Þaö er skoðun min, að ákveðin ábend- ; ing Kröflunefndar hafi m.a. átt þáttiþvi,aðsvofljótt var brugðið við um kaup á þessum bor. Ætti nú að vera mun auðveldar að sinna þeim borverkefnum, sem fyrir liggja og er engin ástæða til svartsýni um borframkvæmdir á Kröflusvæðinu. Vinna ráðgjafanna hafin A meðan samningar stóðu yfir AisgfýsicT i Timanum við ráðgjafafyrirtækin var rætt um hugsanlegan stytzta bygging- atima virkjunarinnar og töldu ráðgjafarnir, að ljúka mætti framkvæmdum og koma aflsstöð- inni i notkun i september 1978, ef miðaðværi við, að skýrsla Orku- stofnunar um rannsóknir á Kröflusvæðinu liærist 1. febrúar 1975, að almennt útboð véla færi fram og afgreiðslutimi túrbinu- rafal samstæðna væri 24 mánuðir eins og útlit var fyrir. Strax og samið hafði verið við ráðgjafana var kannað hvernig standa mætti að útboði þeirra véla, sem lengstur afgreiðslutimi var á til þess að komast sem fyrst að raunverulegum afgreiðslu- tima svo að hægt væri að sjá stytztan mögulegan bygginga- tima aflsstöðvarinnár. Vitað var hvaða túrbinuframleiðendur hafa reynslu I smiði gufutúrbina fyrir jarðgufu, en þeir eru ekki margir, og þvi var ákveðið að senda þeim fáu, sem til greina komu, tiltæk gögn strax og biðja þá um tilboð i túrbinu-rafal samstæður og siðan að kanna, hvort á grundvelli þeirra tilboða, sem bærust, væri hægt að semja um kaup á sam- stæöunum. í útboðinu var gerður fyrirvari um það, að túrbinu-rafal samstæðurnar yrðu boðnar út á almennum markaði, ef ekki fengjust aðgengileg tilboð á þenn- an hátt. Vélbúnaður fenginn i Kröflu Annað atriði, sem áhyggjum olli i byrjun, var langur af- greiðslutimi véla, og var þvi á- kveðið að reyna sem fyrst að fá öruggar upplýsingar um hann og athuga siðan hvernig helzt mætti bregðast við honum. Til þess að þetta væri hægt þurfti að ráða ráðgjafaverkfræðinga til að hanna aflsstöðina og gera lýsingu á vélum og búnaði. Kröflunefnd var sammála um það, að fela is- lenzkum sérfræðingum sem mest af hönnunarstörfunum, en aug- ljóst var að leita þurfti aðstoðar erlendra sérfræðinga, einkum hvað vélbúnað varðar, vegna lit- illar reynslu hér á þvi sviði. Reynt var að fá tvö stærstu verk- fræðifyrirtæki hér á landi til að vinna að hönnun i sameiningu, en þvi miður tókst ekki samstarf með þeim. Þvf var’ ákveðið að taka upp samninga um hönnunina við Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen sf. og Rogers Engi- neering Co., Inc. i San Francisco, sem hafði reynslu i jarðgufu- virkjunum, og var undirritaður samningur við þessa aðila 21. nóvember 1974. Mér er óhætt að segja, að samvinna þessara ráð- gjafa hefur verið með ágætum, og hafa þeir unnið ákaflega vel fyrir nefndina og staðið við áætlun um vinnu ákveðinna verkþátta fyrir tilskilinn tim'a, enda þótt tima- mörk nefndarinnar hafi oft verið ákaflega ströng og ytri aðstæður til hönnunar oft allt annað en á- kjósanlegar. Rétt er að geta þess, að ráð- gjafarnir voru ekki alveg sam- mála Kröflunefndarmönnum um aö fara þessa leið með útboð, en það var ákveðin skoðun nefndar- manna að reyna til þrautar að vinna einhvern ti'ma með þvi að komast hjá almennu útboði og þvi féllust ráðgjafarnir á okkar óskir. Samið um vélakaup frá Japan Eins og áður segir var erfið að- staða um útboð svo snemma, þar sem niðurstöður rannsókna á Kröflusvæðinu lágu ekki fyrir, en hins vegar lágu fyrir þekktar að- stæður á Námafjallssvæðinu. Starfsmenn Orkustofnunar töldu liklegt, að svipaðar aðstæður væru á Kröflusvæðinu og því voru framleiðendum sendar upplýs- ingar um aðstæður á Námafjalla- svæðinu með fyrirvara um ein- hverjar breytingar, þegar niður- stööur rannsókna af Kröflusvæð- inu lægju fyrir. Útboðsgögn voru send út i byrjun desember 1974 til 7 þekktra framleiðenda og siðar til 3 framleiðenda, sem sérstak- lega óskuðu eftir að bjóða. Til- boðsfrestur var veittur til 15. janúar 1975 og bárust þá 5 tilboð frá framleiðendum, sem flestir höfðu reynslu á sviðí jarðgufu. Eftir ýtarlegan samanburð á þess um tilboðum bæði með tilliti til verðs og afgreiðslutima svo og Verktakar hafa reist þessa verkstæðisbyggingu viö Kröflu. tbúðarhús, eða braggar eru yfir 150 manns.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.