Tíminn - 21.09.1975, Qupperneq 18

Tíminn - 21.09.1975, Qupperneq 18
18 TÍMINN Sunnudagur 21. september 1975. Menn 09 máUfni Nýtt þorskastríð er í vændum Litlar samkomu- lagshorfur Eftir fyrsta viðræbufund ts- lendinga og Breta um landhelgis- málið, horfir ekki vel um nýtt samkomulag. Eins og nú horfir, er þvi réttast að búast við þvf, að nýtt þorskastriö hef jist á Islands- miðum eftir 13. nóvember næst- komandi. Af hálfu Breta er þvi yfirlýst, að eftir 13. nóvember muni þeir ekki viöurkenna nema 12 milna mörkin við Island og haga sér samkvæmt þvi, ef samn- ingar nást ekki fyrir þann tima. Þvi til áréttingar vitna þeir til þess, að i samkomulaginu, sem var gert i októbermánuði 1973, sé skýrt tekið fram, að það hafi ,,ekki áhrif á lagaskoðanir aðila og réttindi”. Bretar telja þvi, að meint réttindi þeirra séu hin sömu, þegar samkomulagið fellur úr gildi, og þau voru áður en það var gert. Alþjóðadómstóllinn hafi lika staðfest þetta sjónarmið þeirra. Þótt íslendingar viðurkenni ekki þetta sjónarmið Breta, þýðir ekki annað en að reikna með þvi, að þeir muni haga sér samkvæmt þvi. Bretar munu þá reyna eftir 13. nóvember að halda hér áfram veiðum i trausti þess, að islenzka landhelgisgæzlan sé ekki fær um að hindra þær, nema að takmörk- uðu leyti, þar sem hún muni einn- ig þurfa að glima áfram við vest- ur-þýzku veiðiþjófana. Landhelgin verður varin En þótt Bretar gefi þetta i skyn og muni sennilegast ekki láta sitja hér við orðin tóm, má þetta ekki hafa áhrif á afstöðu tslend- inga. Takmark tslendinga er i senn, að draga úr heildarafla á tslandsmiðum og að auka jafn- framt eigin veiðar. Ef þetta tak- mark næst ekki fram með samn- ingum, sem nú virðast vafasamar horfur á, verður að beita land- helgisgæzlunni eftir föngum til að hindra veiðiþjófnað innan fisk- veiðimarkanna og þó einkum inn- an 50 milna markanna, þar sem mestra .hagsmuna er að gæta. Þess er að sjálfsögðu ekki að vænta, að unnt verði að hindra allar veiðar útlendinga, ef til slikrar styrjaldar dregur, en það ætti að vera hægt að draga stór- lega úr þeim og veita fiskstofnun- um þannig aukna vernd. Það er lika aðalatriðið. Tíminn er með íslendingum Islendingar verða svo að treysta á, að timinn vinni með þeim. Hafréttarráðstefnan kemur saman næsta vor, og vonir standa til, að þar fáist fram enn frekari stuðningur við þau sjón- armið, sem tslendingar byggja aðgerðir sinar á. Verði niðurstað- an hins vegar sú, að hafréttarráð- stefnan dragist enn á langinn eða renni alveg út i sandinn, má fast- lega gera ráð fyrir, að ýmis riki við Norður-Atlantshaf, eins og Bandarikin, Kanada og Noregur, færi fiskveiðilögsögu sina út i 200 Flogið yfir Reykjavík. Timamynd Gunnar. milur. Það er meira að segja lik- legt, að Bretar geri það sjálfir. Þá skapast tslendingum bætt að- staða til að halda máli sinu til streitu. Eins og nú standa sakír, má bú- ast við þvi, að hér geti verið hörð átök framundan. Þau geta skapað þjóðinni aukinn efnahagslegan vanda og hafa raunar þegar gert það. Það kann að þurfa að stór- auka framlög til landhelgisgæzl- unnar umfram það, sem annars er ráögert. Allt er þetta tilvinn- andi. Sigur getur þó þvi aðeins unnizt, að þjóðin standi saman og sé fús til að taka á sig auknar byrðar. Deilur um önnur mál mega ekki sundra kröftum henn- ar, ef til slikra úrslitaátaka kem- ur. Kjötverðið Vafalaust hefur hin mikla hækkun á kjötinu, sem tilkynnt var um fyrri helgi, orðið ýmsum umhugsunarefni og það ekkert siður bændum en neytendum. Hækkun útsöluverðsins um þriðj- ung er slikt stökk, aö eftir þvi hlýtur að verða tekið. Þó er þetta ekki tiltölulega meiri hækkun en orðið hefur á öðrum sviðum, en þar hefur verðlagið hækkað i fleiri en minni áföngum. Sama gildir um kaupið. Með þessari hækkun er ekki verið að hlynna neitt sérstaklega að bændum, heldur að veita þeim eftir á það, sem aörir eru búnir að fá. Aðeins helmingur af hækkununum renn- ur lika beint til þeirra. Hinn helmingurinn rennur til slátur- húsa og verzlana, sökum hærri launagreiðslna hjá þessum aðil- um. Verðhækkunin á kjötinu er þannig ekki nein undantekning, heldur aðeins einn þáttur verð- -bólgunnar, sem hér hefur geisað tvö siðustu árin. Hún rekur að talsverðu leyti rætur til erlendra verðhækkana, en innlendir aðilar eiga lika sinn þátt i henni. Allir ota fram sinum tota og stuðla að verðbólgunni. En til lengdar verður ekki haldið áfram á þess- ari braut. Slik ganga gæti ekki endað nema á einn veg. Krafan til ríkis- stjórnarinnar Þess er eðlilega krafizt, að rikisstjórn og Alþingi hafi for- ustu um aukna mótspyrnu gegn veröbólgunni. Þetta er réttmæt krafa. En þessir aöilar eru hins vegar ekki einfærir um að vinna þetta verk, heldur verða fleiri að koma til, ef árangur á aö nást. Glöggt dæmi um það er að finna i Bretlandi. Þar reynir rikisstjórn- in að framkvæma vissa kaup- bindingu á verðlagi og kaup- gjaldi, en henni er ljóst, að hvorki hún eða þingið geta gert þetta einhliða. Það, sem styður þá von, að þessi stefna hennar muni heppnast er yfirlýstur stuðningur verkalýðsfélaga og atvinnurek- enda. Allir þeir, sem eitthvað geta, verða að draga úr kröfum sinum, enda eru þessar kröfur oft ekki nema blekking ein, og verða til hins verra, ef þær nást fram. Athyglisvert er það fordæmi vinstri stjórnarinnar sumarið 1972 að fela sérfræðingum frá sem flestum flokkum og stéttum að athuga þær aðgerðir, sem helzt geta komið til greina i viðnáminu gegn verðbólgunni, án þess að til atvinnuleysis komi. Það gæti hjálpað almenningi til að glöggva sig á þvi, hvernig ástatt er, og hvað er helzt til ráða. Það væri eðlilegt, að rikisstjórnin léti gera yfirlit um slika valkosti nú. Fjórlögin Rikisstjórnin er um þessar mundir að ganga frá fjárlaga- frumvarpinu. Þar er gert ráð fyrir margvislegum sparnaði. Ef fylgt hef ði verið venju, heföi fjár- lagafrumvarpið hækkað um 30—40%. Sennilega hækkar það ekki mikið yfir 20%, sem er miklu minna en almennar hækkanir i landinu. Þetta er óhjákvæmilegt, ef ekki á enn að hækka skattana og auka þannig byrðar almenn- ings.Tvimælalaust er þetta spor i rétta átt. En meira þarf til. Hér þarf að reyna að draga sem mest úr verðhækkunum og kauphækk- unum, og hamla þannig gegn verðbólgunni. Samkeppnis- hæfni landbún- aðarins Þvi er iðulega haldið fram, að islenzkur landbúnaður sé ekki samkeppnisfær við landbúnað i öðrum löndum. Þetta sé orsök þess, hve niðurborganir á land- búnaðarvörum séu hér miklar. t reynd er þetta rangt. tslenzkur landbúnaður þolir aö visu ekki samanburð við landbúnað þeirra þjóða, þar sem skilyröi eru bezt, en hann þolir fyllilega saman- burð, þar sem um sambærileg skilyrði er að ræða. t þessu sam- bandi er skemmst að vitna til greinar eftir Inga Tryggvason al- þingismann, sem nýlega birtist hér i blaðinu. Hann gerði^ þar samanburð á þvi verði, sem is- lenzkir og finnskir bændur fá fyrir afurðir sinar. Samanburður þessi sýndi, að finnskir bændur fá öllu meira fyrir afurðir sinar en islenzkir bændur. Samanburður þessi er ekki sizt athyglisverður vegna þess, að launakjör verka- fólksmununokkuð svipuð hér og i Finnlandi. Landbúnaðarskilyrði eru vafalitið ekki lakari i Finn- landi en hér, og er þessi saman- burður þvi hagstæður fyrir is- lenzka bændur. Niðurborganirnar Það er misskilningur, sem furðu illa gengur að leiðrétta, að niöurgreiðslur á verði landbúnað- arvara séu aðallega greiddar vegna landbúnaðarins. Þær eru fyrst og fremst greiddar til að koma i veg fyrir kauphækkanir og vlxlhækkanir verðlags og kaup- gjalds, sem af þeim myndi hljót- ast. Landbúnaðarvörurnar eru valdar sökum þess, að þær eru meðal mikilvægustu neyzluvara almennings. Það viðgengst i öllum löndum, þar sem niður- greiðslum er beitt sem efnahags- tæki, að það eru nær eingöngu landbúnaðarvörur, sem eru greiddar niður. Þannig stórhækk- aði sænska rikisstjórnin niður- greiðslur á landbúnaðarvörum á þessu ári. Norska stjórnin er um þessar mundir að semja við verkalýössamtökin um auknar niðurborganir á landbúnaðarvör- um og hyggst draga úr kaup- hækkunum á þann hátt. Hitt er svo rétt, að niðurborg- animar eru að því leyti ávinning- ur fyrir landbúnaðinn, að meira selst af vörum hans en ella. En stundum getur verið of langt gengiö I þessum efnum og bændur hafa ekki minni áhyggjur af þvi en aðrir. Miklar niðurgreiðslur, sem felldar væru skyndilega niö- ur, gætu haft óheppileg áhrif á landbúnaðinn, a.m.k. i bili. Bændur telja lika of langt gengið, þegar útsöluverðið er orðið lægra en það verð, sem þeir fá fyrir af- urðirnar. Slikt er ekki gert sam- kvæmt óskum bænda. Þegar svona langt er gengið, er niður- greiðslukerfið komið út i öfgar. Endurskoðun landbún- aðarmóla Það mun ekki standa á bændum að taka þetta til athugunar eins og annað, sem horft gæti til betri vegar. Oll löggjöf þarfnast stöð- ugt endurskoðunar. T.d. varð mikil breyting á landbúnaðar- stefnunni i tiö viðreisnarstjómar- innar,svo sem í sambandi við út- flutningsuppbæturnar. Breyttir timar og nýjar aðstæöur krefjast endurskoðunar og lagfæringa. Bændur sýndu á nýloknum aðal- fundi Stéttarsambands bænda, að þeir eru opnir fyrir lagfæringum, en þar var m.a. samþykkt, að dregið skyldi úr óhóflegum lán- veitingum til stóru búanna, sem em sizt hagstæðari i rekstri en minni búin. Vafalaust væri hag- kvæmt fy rir landbúnaðinn, aö þvi fjármagni, sem til hans er varið, yrði ráöstafað á ýmsan annan hátt en nú. T.d. væri mikilvægt að hefjast nú handa um stórátak á sviði heyþurrkunarinnar, en láta þá frekar annað biða á meðan. Það væri i samræmi við rótgróinn félagsþroska bænda, að hafa for- ustu um slfkar breytingar. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.