Tíminn - 21.09.1975, Page 24
24
TÍMTNN
LÖ GREGL UHA TARINN
21 Ed McBaÍn Þýðandi Haraldur Blöndal
- — ^
— Það var heldur betur hrollvekjandi kvikmynd, sagði
Kling.
— Ég var með hjartað í buxunum, þegar ég sá mynd-
ina, og það var þó i sjónvarpinu, sagði Cindy.
— Varstu með hjartað í buxunum í sjónvarpinu?
Frammi fyrir fjörutíu milljónum manna, sagði Kling.
— Nei. Ég sá Frankensteinmyndina í sjónvarpinu,
sagði Cindy kímin og danglaði í hann.
— Ég vona bara að þetta sé ekki Heyrnarsljói maður-
inn, sagði Kling.
Þetta var í fyrsta sinn sem nokkur maður í lögreglu-
sveitinni lét uppi þann möguleika, að morðingi lögreglu-
fulltrúans væri sá hinn sami og olli þeim svo mikum
vandræðum fáeinum árum fyrr. Það var ekki laust við
að þessi tilhugsun hefði lamandi áhrif á mannskapinn.
Bert Kling var ungur maður, og alls ekki sérlega heim-
spekilega sinnaður. En honum skildist, að heyrnarsljói
maðurinn gat áætlað líkur með nákvæmni tölvunnar.
Hann gat valdið ótta og upplausn og haft svo rækilega
endaskipti á öllum hlutum, að af þvi leiddi rugling og
jaf nvægisleysi í fastmótuðu og stíf u skriff innakerf i lög-
reglunnar. Þá varð lögreglan gjarna eins og Keystone
lögreglan í þöglu myndunum gömlu. Eitt sinn undirritaði
Heyrnarsljói maðurinn tilkynnintu frá sér með orðun
um L. Sordo. Fyndið í meira lagi. El Sordo þýðir sá
Heyrnarlausi, á spænsku.
Kling vissi það ósjálfrátt og fyrir víst, að reyndist
morðingi lögreglufulltrúans vera Heyrnarsljói maður-
inn, þá var þetta mál alls ekki úr sögunni. Kling treysti
sér alls ekki til að hugsa þá hugsun til enda, hvað
Heyrnarsljói maðurinn kynni að gera og ætlaði að gera.
Ösjálfrátt fór um hann kuldahrollur, og Kling vissi, að
þar var kuldinn ekki að verki.
— Ég vona að þetta sé ekki hann, sagði Kling. Vindur-
inn þeytti burt orðum hans.
— Kysstu mig, sagði Cindy skyndilega. — Gefðu mér
svo heitt súkkulaði, nízkunösin þín.
XXX
upp yf ir höf uð sér og hafði reimað hana þétt um hnakk-
ann. Samt sem áður var hettan allt of stór og rann sífellt
af honum. Hann bisaði við að ýta henni yfir höfuð sér, í
sama mund og hann gekk inn á lögreglustöðina. Hann
strauk úr nef inu á sér með hinni hendinni, sem hann not-
aði einnig við að halda á umslagi. Enn einu sinni strauk
hann úr nef inu á sér, leit svo á Murchison varðstjóra og
sagði:
— Ert þú varðstjórinn hérna?
— Já, svaraði Murchison, án þess að líta upp úr skjala-
bunkanum, sem hann var að vinna við. Klukkan var tólf
á hádegi. Eftir rúmlega eina og hálfa klukkustund yrðu
vaktaskipti. Einkennisklæddir lögregluþjónar streymdu
á stöðina og nafnakall færi fram á ný.Ennnýjar skýrslur
að útfylla og ganga frá. Sannkölluð vitieysisvinna.
Murchison fannst, að hann hefði átt að verða slökkviliðs-
maður eða póstberi.
— Ég átti að láta þig fá þetta, sagði strákurinn og
teygði fram höndina í átt að Murchison til að rétta hon-
um lokað umslagið.
— Þakka þér fyrir góði, sagði Murchison og tók við
umslaginu, án þess að líta á drenginn. Svo leit hann
snögglega upp og sagði:
— Biddu við.
— Hvers vegna? Hvað er að?
— Vertu kyrr þarna eitt andartak, sagði Murchison og
opnaði umslagið. Hann braut sundur eina hvíta pappírs-
örk, sem var snyrtilega brotin saman í þrjá jafna parta.
Hann las það sem stóð á blaðinu, og leit svo aftur á strák-
inn og sagði:
'— Hvar fékkstu þetta?
— Hérna fyrir utan.
— Hvar fyrir utan?
— Það var einhver náungi, sem lét mig fá þetta.
— Hvaða náungi?
— Stór náungi, hérna fyrir utan.
— Hvar fyrir utan?
— Rétt hjá skrúðgarðinum, Hinum megin við götuna.
— Lét hann þig fá þetta?
— Já.
Pilturinn, sem kom inn í liðskönnunarherbergið síð- — Hvað sagði hann?
degis þennan sama miðvikudag, var um það bil tólf ára — Hann sagði mér að fara með umslagið hingað og fá
gamall. Hann var í af lóga skíðagalla af eldri bróður sín- það varðstjóranum.
um. Gallinn var blálitur, og að minnsta kosti þremur — Þekkir þú þennan náunga?
númerum of stór á hann. Hann var með hettuna dregna — Nei. Hann gaf mér f imm dollara fyrir þetta.
En hvað Jjieð Rauðh»fctu
stóm þá,? ~ >■
•Þú ert of stór
. fýrir §vqleiðis
^^^sögii.
Viltu lesa " \ ^
Rauðhettu litlu
fyrir mig? T
Sunnudagur 21. septembcr 1975.
SUNNUDAGUR
21. september.
8.00 Morgunandakt. Hr. Sig-
urbjörn Einarsson biskup
flytur ritningarorö og bæn.
8.10 Fréttir og veðurfregnir.
8.15 Létt morgunlög.
9.00 Fréttir. Útdráttur úr for-
ustugreinum dagblaðanna.
9.15 Morguntónleikar. (10.10
Veðurfregnir). a. Tilbrigði
eftir Bach um sálmalagið
„Af himnum ofan hér kom
ég”. Michel Chapuis leikur
á orgel. b. Konsert i C-dúr
fyrir fiðlu, pianó, selló og
hljómsveit eftir Beethoven.
David Oistrakh, Mastislav
Rostropovitsj, Svjatoslav
Richter og Filharmóniu-
sveit Berlinar l§ika, Her-
bert von Karajan stj. c.
Pianósónata i A-dúr eftir
Schubert. Wilhelm Kempff
leikur.
11.00 Messa i Háteigskirkju.
Prestur: Séra Arngrimur
Jónsson. Organleikari:
Martin Hunger.
12.15 Dagskráin. Tónleikar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.20 Minir dagar og annarra.
Einar Kristjánsson frá
Hermundarfelli spjallar við
hlustendur.
13.40 Harmonikuiög Frankie
Yankovic leikur.
14.00 Staldrað við á Patreks-
firði — sjötti og siðasti þátt-
ur. Jónas Jónasson litast
um og spjallar við fólk.
15.00 Miðdegistónleikar: Frá
útvarpinu i Stuttgart.
Kammerhljómsveitin i
Wurtemberg leikur, Jörg
Faerber stjórnar. a.
Sinfónia i g-moll eftir
Vanhal. b. Konsert i C-dUr
(K 190) fyrir tvær einleiks-
fiðlur, óbó, selló og hljóm-
sveit eftir Mozart. c. Kon-
sert i D-dúr fyrir þrjár
einleiksfiðlur og strengja-
sveiteftir Bach. d. Sinfónia i
D-dúr (K 181) eftir Mozart.
16.15 Veðurfregnir. Fréttir.
16.25 Ailtaf á sunnudögum.
Svavar Gests kynnir lög af
hljómplötum.
17.15 Barnatimi: Kristin Unn-
steinsdóttir og Ragnhildur
Helgadóttir stjórna. Flutt
verður dagskrá um Astrid
Lindgren. Meðal annars les
Þorleifur Hauksson smá-
söguna „Linditréð” i þýð-
ingu Áslaugar Árnadóttur
og Skeggi Ásbjarnarson les
Ur þýðingu sinni á „Karli
Blómkvist”.
18.00 Stundarkorn með Kjell
Bækkelund. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.25 Úr handraðanum. Sverr-
ir Kjartansson annast þátt-
inn.
20.00 tslensk tónlist. Sinfóniu-
hljómsveit Islands leikur,
Páll P. Pálsson stjórnar. a.
Forleikur að óperunni „Sig-
urði Fáfnisbana” eftir Sig-
urð Þórðarson. b. „Ég bið
að heilsa ”, balletttónlist eft-
ir Karl O. Runólfsson.
20.30 Skáld við ritstjórn. Þætt-
ir um blaðamennsku Einars
Hjörleifssonar, Gests Páls-
sonar og Jóns Ólafssonar i
Winnipeg. — Fyrsti þáttur.
Sveinn Skorri Höskuldsson
tók saman. Lesarar með
honum: Óskar Halldórsson
og Þorleifur Hauksson.
21.15 Kvöldtónleikar. a.
Arthur Balsam leikur
Pianósónötu nr. 38 i Es-dUr
eftir Haydn. b. Barry Tuck-
well og St. Martin-in-the
Fields hljómsveitin leika
Hornkonsert i e-moll eftir
Weber, Neville Marriner
stjórnar.
21.45 „Eva f rökkrinu’’, smá-
saga eftir Shirley Jacksón.
Ásmundur Jónsson þýddi.
Margrét Helga Jóhanns-
dóttir leikkona les.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir.
Danslög. Heiðar Astvalds-
son velur og kynnir lögin.
23.25 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.