Tíminn - 21.09.1975, Qupperneq 27

Tíminn - 21.09.1975, Qupperneq 27
Sunnudagur 21. september 1975. ==-----==Umsjón: Sigmundur ó. Steinarsson 7 OPUKEPPNI Keflvikinga eftir hornspyrnu Jón fékk knöttinn og smeygði sér fram hjá varnarmönnum Feren- cvaros og sfðan lék hann á mark- vörð Ungverjanna og sendi knött- inn i netið, við geysilegan fögnuð hinna 30 þús. áhorfenda, sem sáu leikinn. MARTIN PETERS....hinn heims- frægi leikmaður EnglandsWEst Ham, Tottenham og nú Norwich, sést hér (10) skora mark með skalla fyrir Tottenham gegn Keflavik á Laugardalsvellinum. 11 þús. áhorfendur sáu leikinn. SKORAÐI FYRSTA MARKIÐ — fyrir Kefivíkinga í Evrópukeppni RÚNR J ÚLIUSSON varð fyrstur til að skora mark fyrir Keflvikinga i Evrópukeppni. Rúnar skoraði markið á Laugardalsvellinum, þegar Keflvikingar léku gegn ungverska meistaraliðinu Eerencvaros 1965. Rúnar lék þá skemmtilega á einn varnarmanna Ungverjanna og skaut föstu lágskoti að marki — knötturinn skall i stöng og þaðan i netið. Siðan Rúnar vann þetta afrek, hafa Keflvikingar skorað 6 mörk til viðbótar. Friðrik Ragnarsson (2) gegn Everton, Jón Jóhannsson — ,,Marka-Jón” gegn Ferencvaros, Ólafur Júliusson gegn Tottenham, Hjörtur Zakariasson gegn Hibs og Steinar Jóhannsson gegn Hadjuk Split. Nú er það bara spurningin, hver skorar mark gegn Dundee United, þegar Keflvikingar leika gegn þessu þekkta skozka liði á grasvellinum i Keflavik á þriðjudaginn. Frá Búdapest lá siðan leið Keflavikurliðsins til Liverpool i Englandi, þar sem liðið lék (1970) á Goodison Park, gegn Everton i Evrópukeppni meist- meistaraliða Keflvikingar vöktu geysilega athygli þar, þar sem þeir náðu forystu 1-0 með marki frá Friðrik Ragnarssyni sem sendi knöttinn i markið hjá Everton eftir aðeins 11 minútur. Og héldu Keflvikingar siðan þess- ari forystu i hálftima gegn meisturunum Everton. Adam var ekki lengi i Paradis. Alan Ball jafnaði fyrir Everton, sem vann siðan sigur (6-2) eftir mikinn barning. Friðrik skoraði bæði mörk Keflvikinga i leiknum. Ensk blöð eyddu miklu rúmi til að segja frá leiknum, sem var sjónvarpað um allt England, sem Match of Midweek”. Keflvikingar vöktu geysilega athygli i leiknum gegn Everton, sem hafði leik- menn innanborðs eins og Alan Ball (nú Arsenal), Howard Kendall (nú fyrirliði Birming- ham) og Joe Royle (nú Manchest- er City). Þessar stjörnur féllu al- gjörlega i skuggann, þar sem ensku blöðin áttu varla orð tíl að lýsa hrifningu sinni á Þorsteini ólafssyni i markinu, en mark- varzla hans var stórkostleg á GoodisonPark — hann var maður leiksins og áhorfendur, sem voru liðlega 28 þús. talsins, klöppuðu honum hvað eftir annað lof I lófa, eftir að hann hafði stokkið eins og köttur milli stanganna og gómað knöttinn. Siðari leiknum, sem háður var á Laugardalsvellinum, lyktaði einnig með sigri Everton (3:0). Næstu mótherjar Keflvildnga i Evrópukeppninni — UEFA- bikarkeppninni 1971 — voru ekki af lakari endanum, sjálft stjörnu- lið frá Lundúnum, Tottenham, sem hafði landsliðsmenn i hverju rúmi. Knattspyrnukappa eins og Pat Jennings (N.-lrland), Joe Kinnear (Irland), Cyril Knowles (England), Phil Peal (England), Ralph Coates (England), Steve Perryman, Martin Chivers (Eng- RÚNAR JÚLÍUSSON....skoraöi gegn Ferencvaros. RÚNAR ALAN BALL....sést (lengst t.v.) skora jöfnunarmark (1:1) Everton I hinum fræga leik Keflvfkinga og Everton á Goodison Park i Liverpool. land), Alan Gilzean (Skotland) og Martin Peters (England). 11 þús. áhorfendur lögðu leið sina I Laugardal til að sjá þessa snillinga leika listir sinar gegn Keflvikingum — og áhorfendur fengu að sjá, að það er mikill munur á áhugamannaliði frá litl- um fiskibæ á norðurhjara verald- ar og á atvinnumannaliði frá stórborginni London. Tottenham- liðið vann öruggan sigur (6:1) á Laugardalsvellinum og siðan (9:0) á White Hart Lane i London. ólafur Júliusson skoraði mark Keflavíkurliðsins gegn Totten- ham meðþrumuskoti frá vitateig, sem Jenningsátti ekki möguleika á að verja. Til gamans má geta þess, að Tottenham bar sigur úr býtum I UEFA-bikarkeppninni — en Keflvikingar voru fyrsta hindrun Tottenham i keppninni. Keflvikingar duttu aftur i lukkupottinn i Evrópukeppninni (meistaraliða) 1972, en þá dróg- ust þeir gegn hinu heimsfræga spánska liði, Real Madrid. Kefl- vikingar mættu ' þessu fræga liði á hinum kunna leikvelli liðs- ins, Esta do Sandiago Bernabeu i Madrid og lauk þeim leik með sigri Real Madrid, 3:0. Þorsteinn ólafssonátti enn einn stórleikinn IMadrid — varði stórkostlega. Þá léku aðrir leikmenn liðsins mjög vel, með öðrum orðum, þeir sluppu lifandi úr ljónagryfjunni I Madrid. Þar voru þeir ekki búnir að segja sitt siðasta orð, þvi að þeir voru nær búnir að trygg ja sér jafntefli (0:0) gegn Real Madrid á Laugardalsvellinum. En sú von brást á siðustu stundu, þar sem Real Madrid tryggði sér sigur með þvi að skora sigurmark- (1:9) úr siðustu spyrnu leiksins. Keflvikingar náðu einnig góð- um árangri i UEFA-bikarkeppni Evrópu 1973, þegar þeir mættu skozka liðinu Hibernian. Fyrri leikurinn fór fram á Easter Road i Edinborg og átti Þorsteinn ólafssonþar enn einn stórleikinn. Hann þurfti aðeins tvisvar sinn- um að hirða knöttinn úr netinu hjá sér. Keflvikingar voru nálægt sigri á Laugardalsvellinum i sið- ari leiknum — þar náði Hjörtur Zakariasson forystu (1:0) með þvi að skalla knöttinn i netið hjá Hibs. En Skotarnir náðu að tryggja sér jafntefli (1:1) f siðari hálfleiknum. Arið 1974 léku Keflvikingar vo við hið fræga lið Hadjuk Split frá Júgóslaviu. Fóru báðir leikir fram i Split og lauk fyrri leiknum með sigri Hadjuk 7:1, og skoraði Steinar Jóhannsson mark Keflvikinga. Siðari leikurinn var mun -jafnari og lauk með sigri Hadjuk, 2:0. Nú eru Keflvikingar aftur á ferðinni i Evrópukeppninni — UEFA-bikarkeppninni — og eru mótherjar þeirra nú skozka liðið Dundee United.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.