Tíminn - 21.09.1975, Síða 32
Litli guli andarunginn
synti hring eftir hring á
tjörninni. Við og við
stakk hann höfðinu niður
i kalt vatnið og setti
botninn beint upp i loft.
— Hvað ertu að gjöra?
spurði mamma hans.
— Ég er i siðasta leik
við einn fiskinn, svaraði
litli guli andarunginn.
— Svona á það að
vera, sagði mamma
hans, lofaðu mér þvi að
halda þig alltaf hér á
tjörninni.
— Hvert ætti ég svo
sem að fara, mamma?
spurði litli guli andar-
unginn.
— Ja — þér gæti dottið
i hug að fara að synda
niður eftir læknum,
sagði andamamma.
ÚTGERÐARMENN
Hafið þið kynnst
STÁLVER/SEAFARER
sjávarísvélinhi ?
Ef svo er ekki, komið, hringið eða skrifið til Stálvers h.f.
og við munum veita allar upplýsingar.
En til þess að gefa svolitla innsýn í sjávarísvélina viljum við
upplýsa eftirfarandi.
E
E
o
o
CD
4
STÁLVER/SEAFARER
er íslenzk framleiðsla
STÁLVER/SEAFARER
framleiðir fyrsta flokks ís
úr ó-eimuðum sjó
STÁLVER/SEAFARER
ísvélar eru frammleiddar í 5
mismunandi stærðum frá 0,5
tonn til 6,5 tonn pr. sólarhring
STÁLVER/SEAFARER
eru fyrirferðalitlar oa
auðvelt er að koma þeim fyrir
í öllum fiskiskipum
STÁLVER/SEAFARER
fæst á mjög hagstæðu verði
frá verksmiðju okkar.
STÁLVER/SEAFARER
fylgir 1 árs ábyrgð
Kostir sjdvaríss
Sjévarísinn bráðnar mun hægar en
ferskvatnsís, geymist vel í ókældri
lest, er alltaf kramur, er -=-7gr C frá
vél, bráðnar við -=-2,2 gr. C. Tilraynir
hafa sýnt að hiti í fiski sem kældur var
með saltvatnsis, reyndist frá — l,lgr
C til 0 gr. c, sem er nærri 3 gr. C lægra
en hitastigið í þeim fiski sem ísaður
var með vatnsis, þar af leiðandi er
fiskur ísaður með saltvatnsis betri
vara.
STÁLVER HF
Funahöfða 17 . Reykjavík . Simi 8-34-44
Suh'n'udágur 21. seþiemliér Í975.
Litli guli
andarunginn
— Hvert rennur læk-
urinn, mamma?
— Lækurinn rennur út
i fljótið! sagði mamma
hans.
— Og hvert rennur svo
fljótið? spurði litli guli
andarunginn.
— Hvað þú getur
spurt, drengur, and-
varpaði andamamma,
en ef þú vilt endilega
vita það rennur fljótið út
i stóra hafið, og það er
nú ekkert fyrir þig. Þar
eru alltof stórar öldur,
allt of stórar fyrir þig.
Þú myndir alls ekki þola
þær.
Litli guli andaraung-
inn synti hring eftir
hring á tjörninni og
hugsaði um það, sem
mamma hans hafði
sagt. Honun fannst allt i
einu að tjörnin væri svo
litil. Og nú fór hann að
syngja: — Það er
skömm að búa i anda-
polli, þar sem allt geng-
ur i hægadrolli.
Hann hætti að syngja
og hlustaði. Honum
fannst hann heyra ein-
hvern syngja með hon-
um. En það var bara
lækurinn, sem niðaði,
þegar hann rann yfir
steinana.
Áður en hann gat
hugsað sig um var læk-
urinn búinn að gripa
hann, og tók hann með
sér i áttina að fljótinu.
Lækurinn rann út i
fljótið og litli guli and-
arunginn flaut með.
Fljótið var miklu breið-
ara, en hann hafði
haldið, og öldurnar
miklu stærri en hann
hafði dreymt um. Og
þarna kom seglbátur
fullur af drengjum og
telpum. Hvað skyldu
þau hugsa, þegar þau
sæju hann aleinan á
fljótinu. Hann kállaði til
þeirra: Sjáið mig! Ég er
litil önd á alltof stóru
vatni. En þau sáu hann
alls ekki.
Þarna kom stór drátt-
arbátur. Hann pipti
D-U-U-T DUT! Litli guli
andarunginn var mjög
hreykirin af að svona
stór dráttarbátur skyldi
pipa á hann.
Fljótið varð breiðara
og breiðara. öldurnar
urðu stærri og stærri. En
litli guli andarunginn
synti hraustlega áfram
og lék sér við stóru öld-
urnar og hann söng:
Ennþá nokkur sundtök
og þá er ég kominn út á
hafið.
Hann söng svo hátt, að
hann heyrði ekki til ferj-
unnar, sem kom askvað-
andi þvert yfir fljótið, en
hann bjargaði sér á sið-
ustu stundu með þvi að
vikja til hliðar. Og
snögglega, áður en hann
vissi af, hafði fljótið
gripið hann og hent hon-
um út á hafið. Þetta
stóra, stóra haf. Það var
kalt! Og það var salt!
Það suðaði og svall allt i
kringum hann. svo að
hann var nærri kominn i
kaf. Nú voru það öldurn-
ar, sem léku sér að hon-
um, og ein var nærri bú-
in að ná honum. Hann
varð skelkaður en
reyndi samt að syngja: